Fara í efni  

Bæjarstjórn

1329. fundur 09. mars 2021 kl. 17:00 - 18:38 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Carl Jóhann Gränz varamaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Þetta er fyrsti fundurinn frá 10. mars á síðastliðnu ári sem fer fram án fjarfundarbúnaðar og allir bæjarfulltrúar eru viðstaddir í bæjarþingssalnum.

Óska er eftir að taka inn með afbrigðum mál nr. 2103032 Skógarhverfi 3A - framkvæmdaleyfi, en málið var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 8. mars síðastliðinn. Málið verður nr. 5 í dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3 A

2005360

Eftirfarandi lagfæringar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu samhliða gatnahönnun:
Opið svæði fyrir vatnsfarveg og útvistarsvæði er breikkað um 6 metra í NA og stækkar skipulagssvæðið sem því nemur.
Gerð er nánari grein fyrir settjörnum og göngustígum um svæðið meðfram vatnsfarvegi.
Gangstétt og bílastæði við óbyggða götu við Álfalund er færð suður fyrir akbrautina (Álfalund).
Veglína Skógarlundar er einfölduð og eru lóðamörk aðliggjandi lóða löguð til samræmis.
Sett er 35 fermetra lóð undir dreifstöð rafmagns í austurjaðri skipulagssvæðis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.
Til máls tóku:RBS, EBr

Bæjarstjórn Akrnaess samþykkir breytingar á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010 en breytingar hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og teljast óverulegar.

Samþykkt 6:1, VLJ/ELA/RBS/DB/KHS/ÓA:EBr, RÓ og CJG sátu hjá.

2.Stofnframlög ríkisins til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga 2021

2102052

Bæjarráð samþykkti á fundi nr. 3450 þann 18. febrúar síðastliðinn að lögð yrði fram umsókn um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í samstarfi við Leigufélag aldraða, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húsnæðis til afnota fyrir fólk með fötlun.
Til máls tóku: KHS og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi umsókn um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í samstarfi Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraðra vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húsnæðis til afnota fyrir fólk með fötlun. Umsóknin byggir á reglum um almennar íbúðar nr. 52/2016 og ráðgerð er uppbygging húsnæðisins að Vesturgötu 21-23, Akranesi. Áætlað heildarstofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 35.099.207 og sundurliðast í áætluð gatnagerðar- og þjónustugjöld að fjárhæð kr. 11.484.462 og framlagi úr sjóð að fjárhæð kr. 23.614.745.

Gerð er krafa um endurgreiðslu viðtakanda stofnfjárframlagsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 og tekur bæði til grunnstofnframlagsins að fjárhæð 26.324.405 sem og viðbótarstofnframlagsins að fjárhæð kr. 8.774.802, samtals kr. 35.099.207.

Samþykkt 9:0.

3.Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2102010

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3451. þann 25. febrúar síðastliðinn, að sótt yrði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðar að Dalbraut 4.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir umsókn Akraneskaupstaðar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvarinnar að Dalbraut 4.

Samþykkt 9:0.

4.Höfði - endurbætur - umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2001138

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3451. þann 25. febrúar síðastliðinn, að sótt yrði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna fyrirhugaðra endurbóta á Höfða.
Til máls tóku: ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir umsókn Akraneskaupstaðar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna fyrirhugaðra endurbóta á Höfða.

Samþykkt 9:0.

5.Skógarhverfi 3A - framkvæmdaleyfi

2103032

Framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Skógarhverfi 3A.
Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 8. mars 2021.
Til máls tóku: RBS og EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar í Skógarhverfi 3A samkvæmt 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt 6:0, VLJ/ELA/RBS/BD/KHS/ÓA, EBr, RÓ og CJG sitja hjá.

6.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2101117

895. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3451. fundargerð bæjarráðs frá 25. febrúar 2021.
3452. fundargerð bæjarráðs frá 4. mars 2021.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 3451, fundarliði nr. 4, 6 og 7.
ELA um fundargerð nr. 3451, fundarlið nr. 3, 4, 6 og 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

155. fundargerð skóla- og frístundaráð frá 2. mars 2021.
Til máls tóku:
BD um fundarlið nr. 1, 2 og 3.
RÓ, RBS, ÓA, KHS, RÓ, EBr, VLJ, CJG, SFÞ, ELA og BD.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

187. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 22. febrúar 2021.
Til máls tóku:
EBr um fundarlið nr. 6 og 13.
RBS um fundarlið nr. 5.
EBr.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

148. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. mars 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

117. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 22. febrúar 2021.
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 1.
ELA um fundarlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 23. mars kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 18:38.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00