Fara í efni  

Bæjarstjórn

1320. fundur 27. október 2020 kl. 17:00 - 19:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundar.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 23. september síðastliðnum.
Til máls tóku:
ELA, ÓA og SFÞ.

Lagt fram.

2.Fráveita - viðauki

1912306

Viðauki fráveitu var lagður fram á fundi bæjarráðs þann 10. september sl. Með viðaukanum er ábyrgð á álagningu og innheimtu tengigjalda færð til Orkuveitu Reykjavíkur vatns- og fráveitu sf. Ennfremur eru ákvæði um tengigjald fráveitu færð að þeim lagabreytingum sem orðið hafa.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi samningsdrög og vísaði málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á síðasta fundi sínum þann 13. október sl. og er því málið lagt fyrir á ný.
Til máls tóku:
EBr og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlagðan viðauka um tengigjald sem öðlast gildi um leið og Orkuveita Reykjavíkur vatns- og fráveita sf. hefur birt auglýsingu um gildistöku hans á lögformlegan hátt. Þangað til gilda ákvæði gjaldskrár Akraneskaupstaðar um innheimtu tengigjalds.

Bæjarstjórn Akraness leggur áherslu á, með vísan til samninga Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur o.fl., þ.e. annars vegar frá 12. desember 2001 og hins vegar frá 15. desember 2005, að fjárhæð gjalda verði sú sama á Akranesi og í Reykjavík hvort sem um er að ræða tengigjald, fráveitugjald eða önnur gjöld. Það hafi verið forsenda við gerð greindra samninga m.a. hvað varðar eignarhluta eigenda í Orkuveitu Reykjavíkur og tengdum félögum.

Samþykkt 9:0

3.Endurskoðun gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fráveitu

2003038

Endurskoðun gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fráveitu var samþykkt og vísað til bæjarráðs á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 12. október sl.

VLJ og RBS samþykktu breytingu á gatnagerðargjaldskrá og vísa henni til bæjarstjórnar til samþykktar. Samþykkið er veitt með þeim fyrirvara að bæjarstjórn Akraness samþykki viðauka á fráveitu sem fjallar um tengigjöld fráveitu en breytt gatnagerðargjaldskrá tekur m.a. mið af þeim breytingum sem felast í breyttri aðferðarfræði við álagningu og innheimtu tengigjalda.
Til máls tóku:
EBr, RÓ og RBS

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld á Akranesi og að gildistaka hennar verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Núgildandi gjaldskrá um gatnagerðargjald fellur úr gildi við auglýsingu um gildistöku hinnar nýju gjaldskrár í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3432. fundargerð bæjarráðs frá 15. október 2020.
Til máls tóku:
ÓA um fundarlið nr. 3.
EBr um fundarliði nr. 8, nr. 15 og nr. 19.
ELA um fundarlið nr. 3.
SMS um fundarliði nr. 3, nr. 8 og nr. 9.
VLJ um fundarlið nr. 19.
RÓ um fundarlið nr. 8.
ÓA um fundarlið nr. 3.
EBr um fundarlið nr. 19.
VLJ um fundarlið nr. 19.
RBS um fundarliði nr. 8, nr. 15 og nr. 16.
ELA um fundarlið nr. 3.
KHS um fundarlið nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

144. fundargerð skóla- og frístundaráð frá 20. október 2020.
145. fundargerð skóla- og frístundaráð frá 22. október 2020
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

176. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. október 2020.
177. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. október 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

137. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. október 2020.
Til máls tóku:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

198. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 16.oktober 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

889. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00