Fara í efni  

Bæjarstjórn

1307. fundur 11. febrúar 2020 kl. 17:00 - 19:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Karitas Jónsdóttir varamaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Kosning í ráð og nefndir 2020

2001232

Tillaga að breytingu á skipan bæjarfulltrúa á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að Elsa Lára Arnardóttir (B) taki sæti á þinginu í stað Ragnars B. Sæmundssonar (B).
Samþykkt 9:0

2.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf

1905206

Bæjarráð samþykkti tillögu um úthlutun styrkveitingar vegna hleðslustöðva fyrir fjöleignarhús. Bæjarráð tók einnig undir tillögu um að auglýsa á ný í haust og telur mikilvægt að þeir sem ekki fengu úthlutað í þessum áfanga verði upplýstir um það sérstaklega.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem skal ráðstafa af 20830-4995 og á 10560-5948. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 1. við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem ráðstafað er af deild 20830-4995 og á deild 10560-5948 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0

3.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Bæjarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja til íþróttaverkefna. Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 2 að fjárhæð kr. 3.850.000 sem skal ráðstafað af 20830-5948 og á 06890-5948. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið. Ekki gerðar athugasemdir við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 3.850.000 sem er ráðstafað af deild 20830-5948 og á deild 06890-5948 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 8:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

4.Beiðni um aukningu í sérkennslu

2001163

Bæjarráð samþykkti beiðni Leikskólans Garðasels er varðar aukningu á stöðugildum í sérkennslu fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 3 sem felur í sér aukin útgjöld að fjárhæð kr. 2.200.000 sem ráðstafa skal af 20830-4995 og inn á 04100-1691. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð kr. 2.200.000 sem er ráðstafað af deild 20830-4995 og á deild 04100-1691 en viðaukinn hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0

5.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar

2001243

Bæjarráð samþykkti tillögu stjórnar Brúar lífeyrissjóðs sbr. útreikninga tryggingastærðfræðings sjóðsins, um 64% endurgreiðsluhlutfall Akraneskaupstaðar á greiddum lífeyri í réttindasafni lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020. Endurgreiðsluhlutfallið er 2% hærra en vegna fyrra árs og er áætlað að handbært fé muni lækka um kr. 4.000.000 vegna þessa. Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að endurgreiðsluhlutfall Akraneskaupstaðar í greiddum lífeyri í réttindasafni lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 verði 64%.

Samþykkt 9:0

Áætlað er að ákvörðunin feli í sér kostnaðarauka að fjárhæð kr. 4.000.000 sem verði mætt með samsvarandi lækkun á áætlaðri stöðu á handbæru fé sem verði þá kr. 1.397.895.000 í stað kr. 1.401.895.000. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 4. við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt framangreindu.

Samþykkt 9:0

6.Suðurgata 20 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2001019

Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir á fundi sínum þann 3. febúar síðastliðinn fyrirspurn um byggingu bílgeymslu á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Akursbraut 3, Suðurgötu 16, 18, 21, 22, 23, 25 og 26.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að grenndarkynnt verði byggingarleyfi við Suðurgötu 20 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Akursbraut 3 og Suðurgötu nr. 16, nr. 18, nr. 21, nr. 22, nr. 23, nr. 25 og nr. 26.

Samþykkt 9:0

7.Deiliskipulag Skógarhverfi - Asparskógar 13

2001207

Fyrirspurn um að reisa fjölbýlishús fyrir allt að 13 litlar íbúðir á lóðinni. Gert er ráð fyrir íbúðum á bilinu 31 - 52m² að nettóstærð. Bygging á tveimur hæðum og 13 bílastæði á lóð í stað 12.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila hámark 13 íbúðir í stað 12. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
SMS víkur af fundi undir þessum lið. Ekki gerðar athugasemdir við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarstjórn samþykkir að í fjölbýlishúsi við Asparskóga nr. 13 verði heimilað að byggja alls 13 íbúðir að hámarki í stað 12 íbúða og samsvarandi aukningu um eitt bílastæði.

Bæjarstjórn Akraness telur breytinguna óverulegt frávik frá deiliskipulagi sem varði ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 8:0

SMS tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

8.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3400. fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar 2020.
Til máls tóku:
ELA um dagskrárliði nr.3, nr. 4, nr. 5, nr. 9 og nr. 10.
ÓA um dagskrárlið nr. 10.
GVG um dagskrárlið nr. 10.
RÓ um dagskrárlið nr. 10 og um tillögu Sjálfstæðisflokksins frá bæjarstjórnarfundi 14. janúar síðastliðinn um fela bæjarráði í samvinnu við skipulags- og umhverfisráð að vinna drög að erindisbréfi starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi og gerir athugasemdir við að málið hafi ekki hlotið afgreiðslu í ráðinu.
EBr um dagskrárlið nr. 3.
ELA dagskrárliði nr. 3, nr. 10 og um athugasemdir RÓ um tillögu Sjálfstæðisflokksins frá 14. janúar sl. og málið yrði á dagskrá bæjarráðs á fundi ráðsins næstkomandi fimmtudag.
KHS um dagskrárlið nr. 10.
RÓ um dagskrárlið nr. 10 og vitnar til bókunar stjórnar Sambandsins um málefni hjúkrunarheimila sem fram kemur í fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga og er umfjöllunarefni síðar hér á fundi bæjarstjórnar.
GVG um dagskrárlið nr. 10.
ÓA um dagskrárlið nr. 10.
RÓ um dagskrárlið nr. 10.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

141. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. janúar 2020.
142. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 27. janúar 2020.
143. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 3. febrúar 2020
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 143, liði nr. 2. og nr. 3.

Fundargerðrnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

123. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 4. febrúar 2020.
Til máls tóku:
RÓ um lið nr. 8.
VLJ um lið nr. 8.
EBr um lið nr. 2.
KHS um lið nr. 2.
EBr um lið nr. 2.
KHS um lið nr. 2.
RÓ um lið nr. 2.
EBr um lið nr. 2.
VLJ óskar eftir að EBr leysi sig af í forsetastóli þar sem hann óski eftir að taka til máls.

EBr tekur við stjórn fundarins.
VLJ um lið nr. 2.
ELA um lið nr. 2.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.
SMS um lið nr. 2.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

120. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. febrúar 2020.
Til máls tóku:
EBr um lið nr. 1.
KHS um lið nr. 1.
SFÞ um lið nr. 1

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

283. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. desember 2019.
Til máls tóku:

VLJ óskar eftir að EBr leysi sig af í forsetastóli þar sem hann óski eftir að taka til máls.

EBr tekur við stjórn fundarins.
VLJ um liði nr. 2, nr. 3 og nr. 7.
ÓA um liði nr. 7 og nr. 11.
VLJ um lið nr. 11.
ÓA um hagsmuni fyrirtækja á Grundartanga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

13.Fundargerðir og tilkynningar 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

878. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2020.
Til máls tóku:
GVG um lið nr. 40
RÓ um lið nr. 40.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00