Fara í efni  

Bæjarstjórn

1299. fundur 24. september 2019 kl. 17:00 - 19:22 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2019

1902203

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 27. ágúst 2019.
Til máls tóku:
ELA og ÓA.

2.Höfði - viðauki 2019

1907054

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. september síðastliðinn viðauka 1 við Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Viðaukinn er lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.
Til máls tóku:
ELA, RÓ, ÓA, ELA, GVG, ÓA, RÓ, ELA og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2019 vegna dvalarheimilisins Höfða. Viðaukinn felur í sér aukin rekstrarútgjöld í B-hluta samstæðu Akraneskaupstaðar að fjárhæð 15,3 mkr. og er mætt með samsvarandi lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0.

3.SSV - Haustþing 2019

1909087

Bæjarstjórn Akraness þarf að tilnefna varafulltrúa á haustþing SSV í stað bæjarfulltrúa Gerðar Jóhönnu Jóhannsdóttur sem er í tímabundnu leyfi.
Forseti setur fram tillögu um að Valgarður L. Jónsson (S) verði tilnefndur varafulltrúi á haustþingi SSV í stað Gerðar Jóhönnu Jóhannsdóttur (S) en haustþingið fer fram þann 25. september næstkomandi.

Ekki gerð athugasemd af fundarmönnum við tillögu forseta.

Samþykkt 9:0.

4.Innheimtumál

1909102

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. september 2019 tillögu um verklag varðandi innheimtu hjá Akraneskaupstað sem felur í sér útvistun.
Til máls tók:
KHÓ sem óskar að víkja af fundi vegna vanhæfis sökum þess að hún hafi komið að vinnslu tillögunnar í starfi sínu sem verkefnastjóri á fjármálasviði Akraneskaupstaðar.

Fundarmenn gera ekki athugasemdir og KHÓ víkur af fundi.

Bæjarstjórn samþykkir breytt verklag varðandi innheimtu hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 8:0.

KHÓ tekur sæti á fundinum á ný.

5.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Á fundi Skipulags- og umhverfisráðs 16. september sl. var tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir stækkun skólalóðar Skógahverfis, stofnanasvæðis S 16, til norðurs á kostnað íbúðarsvæðis Íb 13B. Tillagan er sett fram á breytingablaði dags. 13.9.2019. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Þar sem breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins, hefur hvorki áhrif á nágranna eða aðra lóðarhafa né á umhverfið umfram óbreytt skipulag telst hún óveruleg með vísan í ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Afgreiðsla bæjarstjórnar skal auglýst.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir stækkun skólalóðar Skógarhverfis, stofnanasvæðis S 16, til norðurs á kostnað íbúðarsvæðis Íb 13B. Bæjarstjórn Akraness metur breytinguna sem minniháttar breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á ekki við um meginatriði skipulagsins, hefur ekki áhrif á nágranna eða aðra lóðarhafa eða umhverfið umfram óbreytt skipulag.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt er samþykkt að afgreiðsla bæjarstjórnar skuli auglýst.

Samþykkt 9:0.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 12. september sl. var tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis, sem samþykkt var 17. apríl 2007.
Á breytingablaði 03 dags. 13.9.2019 er gert ráð fyrir að norðurhluti deiliskipulags 2. áfanga Skógahverfis verði felldur úr gildi. Mörk niðurfellingar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26. Unnið er að endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins með breyttum skipulagsmörkum (áfangi 3A).
Kynningarfundur um tillögurnar var haldinn 14. júní 2019 og 26. ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku:
RÓ, RBS, RÓ og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógarhverfis sem samþykkt var 17. apríl 2007. Gert er ráð fyrir að norðurhluti deiliskipulags 2. áfanga Skógarhverfis verði felldur úr gildi. Mörk niðurfellingarinnar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að breytingartillagan verði auglýst í samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

7.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 12. september s.l.var tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 að 4. áfanga Skógahverfis milli Asparskóga og Þjóðbrautar, skipulagsuppdráttur og greinargerð, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð með 89-126 íbúðum. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 aðd eiliskipulagi að 4. áfanga Skógahverfis milli Asparskóga og Þjóðbrautar, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð með 89-126 íbúðum verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

8.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B

1908199

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 12. september s.l. var tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 að deiliskipulagi skólalóðar Skógahverfis, svæði S 16 í Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, deiliskipulagsáfanga 3B. Tillagan er sett fram í greinargerð og á breytingablaði dags. 13.9.2019. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 að deiliskipulagi skólalóðar Skógahverfis, svæði S 16 í Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, deiliskipulagsáfanga 3B, verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3383. fundargerð bæjarráðs frá 12. september 2019.
Til máls tóku:
ELS um fundarliði nr. 1, nr. 3, nr. 5, nr. 6, nr. 8, nr. 9 og nr. 12.
RÓ um fundarliði nr. 6, nr. 8 og nr. 15.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

110. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. september 2019.
Til máls tóku:
KHS um fundarliði nr. 3, nr. 5.
ÓA um fundarlið nr. 5.
SFÞ um fundarlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

113. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. september 2019.
Til máls tók:
RÓ um fundarliði nr. 2. og nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

126. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. september 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2019 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

1901010

100. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 2. september 2019.
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 5.
ELA um fundarlið nr. 5.
GVG um fundarliði nr. 5 og nr. 7 c).
ELA um fundarliði nr. 5 og nr. 7 c).

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

277. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. ágúst 2019.
278. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. ágúst 2019.
Forseti óskar eftir að fyrsti varaforseti leysi hann af við fundarstjórn.
ELA, fyrsti varaforseti, tekur við stjórn fundarins.

TIl máls tóku:
VLJ um fundargerð nr. 278, fundarliði nr. 2 og nr. 9.
RÓ um fundargerð nr. 278, fundarliði nr. 2, nr. 5 og nr. 9.
ÓA um fundargerð nr. 278, fundalið nr. 10.
VLJ um fundargerð nr. 278, fundarliði nr. 2, nr. 5, nr. 9 og nr. 10.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

15.Fundargerðir 2019 - Faxaflóahafnir

1901022

183. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 20. september 2019.
Til máls tóku:
RBS um fundarliði nr. 3 og nr. 4.
RÓ um fundarliði nr. 2 og nr. 3.
ELA um fundarlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:22.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00