Fara í efni  

Bæjarstjórn

1291. fundur 28. mars 2019 kl. 20:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson varamaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri er forfallaður vegna veikinda.

1.Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag okt 2017

1711001

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2019 yfirlýsingu Akraneskaupstaðar um heimild til veðsetningar vegna lóða við Asparskóga 12, 14 og 16.

Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
ELA, EBr, SMS, ÓA, EBr, ELA, SMS, forseti óskar eftir að annar varaforseti, EBr, taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls undir þessum lið.

EBr tekur við stjórn fundarins.
Framhald umræðu:

VLJ, RBS og GVG

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Akraness veitir heimild til veðsetningar tryggingarbréfs Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð 655 milljónir króna á fyrsta veðrétt eignanna/lóðanna Asparskógar nr. 12 (fasteignanúmer F2333340 / landeignanúmer L207767), Asparskógar nr. 14 (fasteignanúmer F2333341 / landeignanúmer L133256) og Asparskógar nr. 16 (fasteignanúmer F2333342 / landeignanúmer L207763). Er heimildin veitt með hliðsjón af skriflegri veðsetningarheimild Íbúðarlánasjóðs til Bjargs íbúðafélags hses. dags. 20 mars 2019.

Samþykkt 9:0.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00