Fara í efni  

Bæjarstjórn

1279. fundur 25. september 2018 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1809190 - Hvalfjarðargöng - yfirtaka ríkisins og afnám gjaldtöku. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1801005 - fundargerðir bæjarráðs. Bæta þar við til kynningar 3353. fundargerð bæjarráðs frá 24. september síðastliðnum.


Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2018

1801223

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 29. ágúst síðastliðnum.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. september síðastliðinn viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: ELA.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018.

Samþykkt 9:0.

3.Aðalskipulag - Grenjar - breyting

1809059

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10. september síðastliðinn var lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi 2005-2017. Skipulagslýsingin nær til breytinga á aðalskipulagi á svæði Grenja H3, hafnarsvæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Til máls tók:
EBr, lýsir sig vanhæfan í málinu sem og máli nr. 4 á dagskrá fundarins sem er mál nr. 1809055. Enginn fundarmanna hreyfir andmælum.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing er varðar aðalskipulag á svæði Grenja H3 verði auglýst.

Samþykkt 8:0.

4.Deilisk. Grenjar hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10. september síðastliðinn var fjallað um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnarsvæði H3, vegna Bakkatúns 30 og 32. Í tillögunni felst að byggingarreitur á lóð við Bakkatún 30 og 32 er stækkaður til suðvesturs. Byggingarmagn eykst um 2.500 m².

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Grenja.
EBr víkur sæti undir afgreiðslu málsins.

Til máls tók:
RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiluskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Grenja.

Samþykkt 8:0.

5.Deilisk. Sementsreits - v. Faxabraut 11 /sementstankar

1807091

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. september síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits, vegna Faxabrautar 11. Breytingin felst í að setja upp rykræsigeymslu og þvottaplan á lóð nr. 11 við Faxabraut.

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 15. ágúst til og með 14. september 2018, fyrir lóðarhöfum við Faxabraut 9 og Mánabraut 4, 6a og 6b. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Sjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Sementsreits, sem felst í að setja upp rykræsigeymslu og þvottaplan við lóð nr. 11, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

6.Garðabraut 1 - grenndarkynning byggingarleyfis.

1807090

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. september síðastliðinn var fjallað um umsókn um að breyta notkun húsnæðisins við Garðabraut 1 úr félagsheimili í starfsmannabústað.

Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Garðabraut 3, 4, 5, 6 og Skarðsbraut 1, 3 og 5. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
Til máls tóku:

EBr, RBS, RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytta notkun húsnæðisins við Garðarbraut 1, sem felst í notkun þess sem starfsmannabústaðar í stað félagsheimilis.

Samþykkt 9:0.

7.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 3

1807054

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 10. september síðastliðinn, var fjallað um breytingu á deiliskipulagi í Skógarhverfi 2. áfangi vegna Baugalundar 3. Deiliskipulagsbreytingin felst í að heimilt verði að færa bílskúr austanmegin við húsið og samtímis fellur niður bindandi byggingarlína.

Grenndarkynnt var fyrir lóðahöfum á Baugalundi 1, 4, 5, 6, 8, 10 og 12. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 3. ágúst til og með 1. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: SMS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi í Skógarhverfi 2. áfanga, vegna Baugalundar nr. 3, sem felst í að heimilt verði að færa bílskúr austanmegin við húsið og samtímis að fella niður bindandi byggingarlínu, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

8.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Fjólulundur 5-7, grenndarkynning

1806232

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 10. september síðastliðinn, var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna Fjólulundar 5-7. Breytingin felur í sér að breyta bundinni byggingarlínu við Fjólulund 5 og 7.

Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Fjólulund 4, 6, 8, 9 11 og 13. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 25. júlí til og með 24. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók:

RÓ lýsir sig vanhæfa í málinu og víkur af fundi undir þessum lið. Enginn fundarmanna hreyfir andmælum.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga, vegna Fjólulundar 5-7, sem felst í að heimilt verði breyta bundinni byggingarlínu, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0.

9.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - grenndarkynning Baugalundur 8

1806114

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10. september síðastliðinn var fjallað var um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfangi vegna Baugalundar 8. Breytingin felst í að færa bílastæði og bundna byggingarlínu frá norðvesturhorni lóðarinnar í suðausturhorn.

Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Baugalund 3, 4, 5, 6 og 10. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga, sem felst í að heimilt verði að færa bílastæði og bundna byggingarlínu frá norðvesturhorni lóðarinnar í suðausturhorn, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

10.Deilisk. Skógahverfi 2. áf. - v. Akralundur 13 - 23

1808133

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. september síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfangi, vegna Akralundar 13-23. Breytingin felst í að fella niður bundna byggingarlínu.

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. ágúst til og með 24. september fyrir lóðarhöfum við Eyrarlund 2-4-6, Akralund 7-9-11 og nr 6. Þeir lóðarhafar sem grenndarkynnt var fyrir, hafa skilað inn samþykki sínu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga, vegna Akralundar 13-23, sem felst í að fella niður bundna byggingarlínu, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

11.Hvalfjarðargöng - yfirtaka ríkisins og afnám gjaldtöku

1809190

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um skil Spalar á Hvalfjarðargöngunum til ríkisins.
Bæjarráð Akraness samþykkir eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim merkisáfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar þann 11. júlí 1998.

Hvalfjarðargöng eru einstök framkvæmd á íslenskan mælikvarða og í raun er saga Hvalfjarðarganganna merkisatburður í samgöngusögu íslensku þjóðarinnar og nefna má örfá atriði í því sambandi:

?Fyrsta og eina fjárfesting Íslendinga í samgöngumannvirki undir hafsbotninum við landið.
?Fyrstu neðansjávargöng veraldar í ungu gosbergi.
?Fyrstu neðansjávargöngin á Íslandi.
?Fyrsta framkvæmdin á Íslandi sem samið var um á grundvelli alútboðs og verktakinn bar alla ábyrgð á fjármögnun verksins á framkvæmdatíma og tæknilega ábyrgð á framkvæmd verksins.
?Fyrsta einkaframkvæmd í íslensku vegakerfi.
?Fyrsta fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða í einkaframkvæmd.
?Fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndum.

Mannvirkið hefur verið gríðarleg samgöngubót fyrir alla landsmenn en fyrir Skagamenn hefur tilkoma þeirra gjörbreytt forsendum fyrir þróun búsetu á Akranesi.

Öryggi vegfarenda í Hvalfjarðargöngum hefur frá fyrsta degi verið haft í forgrunni í rekstri Spalar til heilla fyrir vegfarendur og vill bæjarstjórn Akraness skora á ríkið að hvika hvergi í öryggismálum við yfirtöku ganganna.

Bæjarstjórn færir forsvarsmönnum Spalar bestu þakkir fyrir ómetanlegt framlag þeirra til samgöngusögu þjóðarinnar sem og þakkir til allra þeirra stórhuga sem komu að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins og hafa staðið með því í gegnum þykkt og þunnt.

Jafnframt færir bæjarstjórn Akraness starfsfólki Spalar bestu þakkir fyrir þeirra framlag og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Bæjarstjórn Akraness brýnir ríkið til að huga að því að með sömu þróun umferðar verða Hvalfjarðargöng komin að mörkum leyfilegs umferðarmagns innan fárra missera og því þarf að huga að undirbúningi nýrra Hvalfjarðarganga án tafar.

Akranesi, 25. september 2018

Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi (sign)
Elsa Lára Arnardóttir, bæjarfulltrúi (sign)
Ragnar Baldvin Sæmundsson, bæjarfulltrúi (sign)
Bára Daðadóttir, bæjarfulltrúi (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson, bæjarfulltrúi (sign)
Einar Brandsson, bæjarfulltrúi (sign)
Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi (sign)
Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi (sign)"

(frh umræðu)

Til máls tóku:
RÓ,ELA og ÓA.

Samþykkt 9:0.

12.Lokun VÍS á útibúum á landsbyggðinni

1809165

VÍS hefur kynnt ákvörðun um að loka útibúum víða á landsbyggðinni.
ELA leggur fram tillögu að ályktun bæjarstjórnar Akraness.
ÓA gerði tillögu um orðalagsbreytingu.
EBr tók undir tillögu um orðalagsbreytingu.
Forseti ber upp tillögu um orðalagsbreytingu og var hún samþykkt 9:0.

Forseti ber upp tillögu að ályktun bæjarstjórnar Akraness:

"Bæjarstjórn Akraness harmar og mótmælir kröftuglega ákvörðun VÍS um lokun starfsstöðva félagsins á landsbyggðinni.

Bæjarstjórn Akraness skorar á fyrirtækið að endurskoða ákvörðun sína.

Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi (sign)
Elsa Lára Arnardóttir bæjarfulltrúi (sign)
Ragnar Baldvin Sæmundsson bæjarfulltrúi (sign)
Bára Daðadóttir bæjarfulltrúi (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson bæjarfulltrúi (sign)
Einar Brandsson bæjarfulltrúi (sign)
Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi (sign)
Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi (sign)"

Samþykkt 9:0.

13.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3352. fundargerð bæjarráðs frá 13. september 2018.
3353. fundargerð bæjarráðs frá 24. september 2018.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3352, liði nr. 1, nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 6, nr. 7, nr. 9, nr. 10 og nr. 13 og um fundargerð nr. 3353, liði nr. 2, nr. 4, nr. 6 og nr. 8.
RÓ um fundargerð nr. 3352, liði nr. 5, nr. 9, nr. 10, nr. 11. nr. 12. og nr. 13 og um fundargerð nr. 3353, liði nr. 2, nr. 4. og nr. 8.
EBr um fundagerð nr.3353, lið nr. 8.
ÓA um fundargerð nr. 3352, lið nr. 5. og um fundargerð nr. 3353, lið nr. 6.
ELA um fundargerð nr. 3352, lið nr. 5 og um fundargerð nr. 3353, lið nr. 8.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

90. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 10. september 2018.
91. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. september 2018.
Til máls tók:
RBS um fundargerð nr. 90, liði nr. 3, nr. 4, nr. 5, nr. 6, nr. 7, nr. 8, nr. 9, nr. 10, og nr. 12.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

88. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. september 2018.
Til máls tóku:
BD um liði nr. 1, nr. 2 og nr. 3.
SMS um liði nr. 1 og nr. 2
RÓ um lið nr. 1.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

85. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. september 2018.
86. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. september 2018.
Til máls tók:
EBr um fundargerð nr. 85, lið nr. 1 og um fundargerð nr. 86, liði nr. 4 og nr. 5.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2018 - Höfði

1801015

85. fundargerð stjórnar Höfða frá 23. ágúst 2018.
86. fundargerð stjórnar Höfða frá 31. ágúst 2018.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2018 - Faxaflóahafnir

1801027

171. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14. september 2018.
172. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 21. september 2018.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 171, lið nr. 1 og um fundargerð nr. 172, lið nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 171, lið nr. 1 og um fundargerð nr. 172, lið nr. 2.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
ELA óskaðði eftir við forseta að tekið yrði inn með afbrigðum mál nr. 1809165 Lokun VÍS á útibúum á landsbyggðinni.

Forseti ber upp tillögu þess efnis og málið verður nr. 12. á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00