Fara í efni  

Bæjarstjórn

1277. fundur 28. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2018

1801223

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 12. júní síðastliðnum.

2.Akraneshöfn, endurbætur á aðalhafnargarði - umsögn

1807042

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að Akraneskaupstaður veiti umsögn um hvort lenging Akraneshafnar skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum.
Hjálögð er tillaga skipulags- og umhverfisráðs um afgreiðslu málsins.
Til mál tóku:
GJJ, SMS og GJJ.

Beiðni Skipulagsstofnunar lítur að því að bæjarstjórn veiti umsögn um hvort framkvæmd við endurbætur á Akraneshöfn skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til ákvæða 2. viðauka í lögum nr. 106/2006 um mat á umhverfissáhrifum sbr. 6. gr. laganna og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015. Fyrirhugaðar framkvæmdir felast í 90 metra lengingu hafnarbakka, dýpkun á snúningssvæðum innan hafnar og utan hafnarmynnis og lengingu brimvarnargarðs um 60 metra.

Meðfylgjandi erindi Skipulagsstofnunar er greinargerð Mannvits unnin að beiðni Faxaflóahafna. Bæjarstjórn telur að í henni sé greint nægjanlega frá fyrirhuguðum framkvæmdum og hugsanlegum áhrifum þeirra á umhverfið.

Í aðal- og deiliskipulagi hafnarinnar er settur fyrirvari um framkvæmdir við lengingu brimvarnargarðs og mælt fyrir um að líkleg áhrif hennar á sandflutning á hafsbotni verði könnuð og metin áður en ráðist verður í framkvæmdir.

Bæjarstjórn telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa jákvæð áhrif á öryggis hafnarinnar, afkastagetu hennar og væntanlega jákvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag samfélagsins. Að mati bæjarstjórnar mun lenging hafnarinnar hafa minni háttar áhrif á ásýnd bæjarins en vera í samhengi við anda og yfirbragð útgerðarbæjar.

Bæjarstjórn telur umfang framkvæmdarinnar, staðsetning og líkleg umhverfisáhrif ekki gefa tilefni til að vinna sérstakt mat á umhverfisáhrifum. Endanleg ákvörðun um matskyldu er í höndum Skipulagsstofnunar og skal niðurstaðan höfð til hliðsjónar við útgáfu framkvæmdaleyfis á síðari stigum.

Samþykk 9:0.

3.Deilisk. Sementsreit - strompur

1804231

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 20. ágúst síðastliðinn að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Sementsreits. Breytingin felst í að fjarlægja Sementsstrompinn.
Til máls tóku:
GJJ, RÓ, GJJ, SFÞ og RÓ.

Bæjarstjórn samþykkir að breyting á deiliskipulagi Sementsreits sem felst í því að fjarlægja Sementsstrompinn og auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og óskað heimildar til að auglýsa breytingartillöguna í B-deild stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

4.OR - Beiðni um samþykki eigenda um lántöku frá EIB

1807064

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið er þess á leit við bæjartjórn Akraness að samþykkja tillögu að lántöku og ábyrgð frá Evrópska Fjárfestingabankanum að upphæð 10 milljarðar króna. Erindið var samþykkt í bæjarráði þann 16. júní 2016 en að fengnu áliti lögfræðings þarf bæjarsjórn að samþykkja lántökuna, erindinu var því vísað á ný til samþykktar. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 12. júlí síðastliðinn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lántökuna.
Til máls tók: SFÞ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Akraneskaupstaður veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda og hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhluta sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna láns Orkuveitunnar hjá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) að fjárhæð EUR 70 milljónir. Um er að ræða lán til 15 ára og eru fyrstu 4 árin án afborgana.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3346. fundargerð bæjarráðs frá 21. júní 2018.
3347. fundargerð bæjarráðs frá 28. júní 2018.
3348. fundargerð bæjarráðs frá 12. júlí 2018.
3349. fundargerð bæjarráðs frá 2. ágúst 2018.
3350. fundargerð bæjarráðs frá 16. ágúst 2018
TIl máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3346, liði nr. 1 og nr. 2.
ELA um fundargerð nr. 3347, liði nr. 3. og nr. 4.
ELS um fundargerð nr. 3348, liði nr. 2., nr. 4., nr. 5 og nr. 6.
ELS um fundargerð nr. 3350, liði nr. 1 og nr. 4.

EBr um fundargerð nr. 3350, lið nr. 1.

ELS um fundargerð nr. 3350, lið nr. 1.

RÓ um fundargerð nr. 3346, lið nr. 2.
RÓ um fundargerð nr. 3347, liði nr. 2., nr. 3
RÓ um fundargerð nr. 3348, liði nr. 1, nr. 9.
RÓ um fundargerð nr. 3350, liði nr. 1. og nr. 4

ELA um fundargerð nr. 3346, lið nr. 2.
ELA um fundargerð nr. 3347, liði nr. 2. og nr. 3.
ELA um fundargerð nr. 3348, liði nr. 1.
ELA um fundargerð nr. 3350, lið nr. 1.

LAS um fundargerð nr. 3350, lið nr. 1.

EBr um fundargerð nr. 3348, lið nr. 9.

ÓA um fundargerð nr. 3348, liðr nr. 2.

GJJ um fundargerð nr. 3346, lið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

86. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. júní 2018.
87. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 9. júlí 2018.
88. fundargerð skipulags- og umhverfissviðs frá 30. júlí 2018.
89. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. ágúst 2018.
Til máls tóku:
ÓA um fundargerð nr. 87, lið nr. 8
ÓA um fundargerð nr. 88, lið nr. 5.

RÓ um fundargerð nr. 87, lið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 88, liði 5. og nr. 11.

GJJ um fundargerð nr. 88, lið nr. 5.

EBr um fundargerð nr. 87, lið nr. 2.
EBr um fundargerð nr. 88, lið nr. 6.

SFÞ um fundargerð nr. 88, lið nr. 11.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

84. fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2018.
85. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. júlí 2018.
86. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. ágúst 2018.
Til máls tóku:
BD um fundargerð nr. 85, liði nr. 1.
BD um fundargerð nr. 86, liði nr. 2, nr. 3 og nr. 4.

SMS um fundargerð nr. 86, lið nr. 2.

RÓ um fundargerð nr. 86, lið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

83. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8. ágúst 2018.
Til máls tóku:
GJJ um fundargerð nr. 83, lið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 83, lið nr. 1.
GJJ um fundargerð nr. 83, lið nr. 1.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2018 - Höfði

1801015

84. fundargerð stjórnar Höfða frá 10. júlí 2018.
Til máls tók:
ELA um fundargerð nr. 84, liði nr. 1. og nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2018 - Faxaflóahafnir

1801027

169. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 22. júní 2018.
170. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 10. ágúst 2018.
Til máls tók:
EBr um fundargerð nr. 169, lið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

260. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. maí 2018.
Til máls tók:
RÓ um fundargerð nr. 260, lið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1801023

861.fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00