Fara í efni  

Bæjarstjórn

1252. fundur 11. apríl 2017 kl. 17:00 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Kosning í ráð og nefndir 2017

1702180

Valdís Eyjólfsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir því að láta af störfum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Rakel Óskarsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur sæti í hennar stað.

Ólafur Adolfsson tekur sæki sem varamaður í stað Einars Brandssonar.
Samþykkt að Rakel Óskarsdóttir taki sæti sem fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt 9:0.

Samþykkt að Ólafur Adolfsson taki sæti sem varamaður fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt 9:0.

2.Aðalsk. - Vallholt 5, breyting

1602244

Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vallholts 5 lögð fram. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 20. janúar til og með 6. mars 2017. Athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi umsögn dags. 22. mars 2017 um athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Til máls tók:
EBr sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki umsögn um athugasemdir dags. 22.mars 2017.

Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs, dags. 03. apríl 2017, og hina auglýstu tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017.

Forseti ber upp tillögu um samþykki umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017.
Samþykkt 9:0.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs, dags. 3. apríl 2017, og hina auglýstu tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017.

Samþykkt 9:0.

Fylgiskjöl:
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs
Greinargerð vegna athugasemda
Athugasemd við aðal- og deiliskipulagsbreytingu
Aðalskipulagsbreyting til afgreiðslu
Umferðargreining

3.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar lögð fram. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 20. janúar til og með 6. mars 2017. Athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi umsögn dags. 22. mars 2017 um athugasemdir vegna deiliskipulagstillögunnar. Sú breyting er gerð frá auglýstri deiliskipulagstillögu að bílastæðum innan lóðar er fjölgað úr 12 í 16.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Til máls tók:
EBr sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki umsögn um athugasemdir dags. 22. mars 2017.

Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs, dags. 3. apríl 2017, og hina auglýstu tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017 og þeirrar breytingar sem gerð hefur verið á tillögunni varðandi fjölgun bílastæða.

Forseti ber upp tillögu um samþykki umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017.
Samþykkt 9:0.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs, dags. 3. apríl 2017, og hina auglýstu tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017 og þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á tillögunni varðandi fjölgun bílastæða.

Samþykkt 9:0.

Fylgiskjöl:
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs
Greinargerð vegna athugasemda
Athugasemd við aðal- og deiliskipulag vegna Vallholts 5
Deiliskipulagstillaga til afgreiðslu
Umferðargreining

4.Deilisk. Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 6-8

1702129

Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs var fjallað um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að heimila kjallara undir hluta hússins.

Breytingin var grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Seljuskóga 7, Eikarskóga 1, 3, 5 og 7 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu lauk 24. mars s.l. og bárust engar athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.

Erindi skipulags- og umhverfisráðs um grenndarkynningu vegna skipulagsbreytinga á lóðum við Seljuskóga 6-8. Breytingin felst í að heimila kjallara undir hluta húsanna. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Seljuskóga 7, Eikarskóga 1, 3, 5 og 7. Engar athugasemdir bárust.

Ráðið leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

Fylgiskjöl:
Afgreiðsla skipulags og umhverfisráðs
Grenndarkynning.pdf
Deiliskipulagsuppdráttur til afgreiðslu
Seljuskógar 6-8 frumdrög af byggingu

5.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs var umferðaröryggisskýrsla Akraneskaupstaðar samþykkt. Ráðið vísar skýrslunni til staðfestingar bæjarstjórnar Akraness.
Til máls tóku:
EBr, ÓA, VLJ og EBr.

Bæjarstjórn þakkar öllum þeim sem komu að gerð skýrslunnar fyrir þeirra framlag.

Bæjastjórn samþykkir umferðaröryggisskýrslu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í skipulags- og umhverfisráði 3. apríl 2017.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3206. fundargerð bæjarráðs frá 30. mars 2017.
Til máls tóku:

VÞG um lið nr. 2.
RÓ um lið nr. 7.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

58. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 3. apríl 2017.
59. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. apríl 2017.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð 58, lið nr. 1 og nr. 2.
EBr um fundargerð 59, lið nr. 3.
VLJ um fundargerð 59, lið nr. 5.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

58. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 4. apríl 2017.
Til máls tók:
ÞG um lið nr. 1 og nr. 3.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

1701021

129. fundargerð stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 8. mars 2017.
Til máls tók:
RÓ um liði nr. 2 og nr. 5.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.OR - aðalfundur 2017

1704004

Aðalfundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 3. apríl 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2017 - Faxaflóahafnir

1701024

155. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 10. mars 2017.
Til máls tók:
IP um lið nr. 1.
ÓA um lið nr. 1.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

847. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. febrúar 2017.
848. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars 2017.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00