Fara í efni  

Bæjarstjórn

1251. fundur 28. mars 2017 kl. 17:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Sigrún Inga Guðnadóttir
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

Forseti óskaði eftir að taka inn á dagskrá með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi mál:

Nr. 1703185
Málefni HB Granda (verður mál nr. 1 á dagskrá fundarins).
Samþykkt 9:0.

Nr. 1611077
Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi(verður mál nr. 3 á dagskrá fundarins).
Samþykkt 9:0.

1.Málefni HB Granda

1703185

Yfirlýsing bæjarstjórnar Akraness vegna áforma HB Granda um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi.
SI leggur fram svohljóðandi yfirlýsingu en henni fylgja fjórar tillögur (sjá nánar fylgigögn):

Viljayfirlýsing bæjarstjórnar Akraness til stjórnar HB Granda vegna uppbyggingar fyrirtækisins á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir eindregnum vilja til að ganga frá samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma til framkvæmda áformum fyrirtækisins frá 2007 og 2014 um uppbyggingu á Akranesi.

Bæjarstjórn Akraness er tilbúin að ná samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um eftirtalin atriði:
-Landfyllingu sem verði u.þ.b. 40.000 m2 ásamt tilheyrandi sjóvörn.

-Á landfyllingunni verða skipulagðar lóðir fyrir starfsemi HB Granda m.a. fyrir fiskvinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús.

-Akraneskaupstaður annast nauðsynlegt skipulag svæðisins, aðalskipulag og deiliskipulag. Umhverfisfyrirspurn og ef nauðsyn krefur, umhverfismati, verði lokið og unnið verði eftir markmiðum HB Granda um samfélagslega ábyrgð.

-HB Grandi reisi fiskivinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús.

-Orkuveita Reykjavíkur ljúki við tengingar og lagningu veitukerfa vatns, hitaveitu, rafmagns og fráveitu.

Bæjarstjórn Akraness leggur fram meðfylgjandi fjórar tillögur um útfærslur og er sveitarfélagið nú sem fyrr reiðubúið að vinna ötullega að lausnum sem tryggja munu starfsemi þessa öfluga fyrirtækis á Akranesi og nauðsynlega framþróun þess hvort sem litið er til landrýmis vegna landvinnslu eða hafnaraðstöðu.

Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoði áform sín í ljósi ofangreinds. Með þessu gefst bæjarstjóra og forstjóra HB Granda svigrúm til að skoða til hlítar aðra þá kosti sem eru í stöðunni, bæjarfélaginu og fyrirtækinu til heilla. Samofin saga HB Granda og Akraneskaupstaðar er of mikilvæg og verðmæt til að henni verði kollvarpað í einu vetfangi. Því ber aðilum skylda til að leita allra leiða til farsællar lausnar.

Til máls tóku: ÓA og IV.
Samþykkt 9:0

2.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 14. mars síðastliðnum.

3.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Samþykkt var með meirihluta atkvæða á bæjarráðsfundi þann 16. mars sl. að fimleikahús verði reist á Vesturgötu. Samþykktinni var vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tóku:
EBr,IV og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir að brýnt sé að bæta aðstöðu fimleikafélagsins og fagna því að ráðist verði í byggingu fimleikahúss. Samfylkingin á Akranesi vill hins vegar að uppbygging fimleikahúss verði á Jaðarsbökkum. Við tökum undir sjónarmið Íþróttabandalags Akraness um að byggja Jaðarsbakka upp sem íþróttamiðstöð Akraness og þar verði lífleg íþrótta- og menningarmiðstöð sem þjóni fjölbreyttum hópum með ólíkar þarfir. Samfylkingin á Akranesi telur að með byggingu fimleikahúss við Vesturgötu tefjist nauðsynleg uppbygging á Jaðarsbökkum og tækifæri til samnýtingar fjármagns glatist.

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)

Frh umræðu:
ÞG og IV.

Forseti bar upp tillögu um að fimleikahús verði reist á Vesturgötu.
Samþykkt 7:0 (IV og VLJ sitja hjá).

4.Deilisk. Skógarhverfis 1. áfangi - Álmskógar 2-4

1701178

Erindi skipulags- og umhverfisráðs um grenndarkynningu vegna skipulagsbreytinga á lóðum við Álmskóga 2-4. Breytingin felst í að færa bílastæði og auka byggingarmagn lóða. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Álmskóga 1,3,5,6,7,8 og 10, við Asparskóga 2 og 4 og við Eikarskóga 1 og 3. Engar athugasemdir bárust.

Ráðið leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
EBr víkur af fundi undir þessum lið.

Samþykkt 8:0.

EBr tekur sæti á fundinum á ný.

5.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar

1504007

Skóla- og frístundaráð samþykkti á 57. fundi ráðsins tillögu að breytingum á verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar og vísaði þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók: VÞG.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3205. fundargerð bæjarráðs frá 16. mars 2017.
Til máls tóku:
VLJ um lið nr. 14.
IV um lið nr. 7.
ÓA um lið nr. 14.
RÓ um lið nr. 7 og lið nr. 10.
ÞG um lið nr. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

57. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

57. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. mars 2017.
Til máls tóku:
EBr um lið nr. 1.
IV um lið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

240. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. febrúar 2017.
241. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 7. mars 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00