Fara í efni  

Bæjarstjórn

1250. fundur 14. mars 2017 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

Forseti óskaði eftir að taka inn á dagskrá með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi mál:

Nr. 1702183
Ráðning bæjarstjóra (verður mál nr. 1 á dagskrá fundarins).
Samþykkt 9:0.

1.Ráðning bæjarstjóra

1702183

Ráðning bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir ráðningu Sævars Freys Þráinssonar sem bæjarstjóra Akraness og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Samþykkt 9:0.

Sævar Freyr bæjarstjóri tekur sæti á fundinum.

2.Kosning í ráð og nefndir 2017

1702180

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir fulltrúi Bjartrar framtíðar hefur óskað eftir því að láta af störfum sem aðalmaður í stjórn Höfða þar sem Ólína tók nýverið við starfi deildarstjóra á Höfða.

Í hennar stað verður Hörður Helgason aðalmaður og Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir varamaður.
Samþykkt 9:0.

3.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti erindisbréf fyrir samráðshópa í málefnum innflytjenda og málefnum fatlaðs fólks á fundi þann 8. mars síðastliðinn og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir erindsbréf fyrir samráðshóp í málefnum innflytjenda.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn samþykkir erindsbréf fyrir samráðshóp í málefnum fatlaðs fólks.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn samþykkir þá málsmeðferð sem velferðar- og mannréttindaráð leggur til varðandi auglýsingu eftir tilnefningum og framboðum til setu í samráðshópunum og að ráðið skipi í framhaldinu fulltrúana sbr. erindisbréfin.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3204. fundargerð bæjarráðs frá 2. mars 2017.
Til máls tóku:
VLJ um liði nr. 2 og nr. 14. Undir lið nr. 14 leggur VLJ (ásamt IV)fram eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn Akraness hvetur alþingismenn til þess að taka tillit til ábendinga landlæknis og heilbrigðisstarfsfólks þegar þeir gera upp hug sinn varðandi frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi, um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar.

Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er andvígur frumvarpinu. Þessar ábendingar verður að taka alvarlega.

Íslendingar hafa tekið forvarnir gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna föstum tökum og náð þar undraverðum árangri. Bæjarstjórn Akraness leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Á undanförnum árum hafa kannanir sýnt, að ávana- og vímuefnaneysla barna og ungmenna á Akranesi er með því allra minnsta sem þekkist hér á landi. Það er mikilvægt að við glutrum ekki niður þessum góða árangri. Við eigum að láta hagsmuni og velferð barna og ungmenna njóta forgangs í allri stefnumörkun. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði."

Frh umræðu:
IV um lið nr. 1.
ÓA um liði nr. 2 og nr. 14.
RÓ um liði nr.2 og nr. 7.
SI um lið nr. 2.
IP um lið nr. 14.
EBr um liði nr. 2, nr. 7. og nr. 14.
ÞG um lið nr. 14.
VLJ um lið nr. 14.
RÓ um lið nr. 14.

Forseti ber tillögu VLJ og IV til samþykktar.

Samþykkt 6:0 (ÓA, SI og RÓ sitja hjá)

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

56. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. mars 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

56. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7.3.2017
Til máls tóku:
VLJ um lið nr. 5.
ÞG um lið nr. 5.
RÓ um lið nr. 5.
IP um lið nr. 5.
EBr um lið nr. 5.
VLJ um lið nr. 5.
ÞG um lið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

56. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - Faxaflóahafnir

1701024

153. fundargerð stjórnar faxaflóahafna frá 20. janúar 2017.
154. fundargerð stjórnar faxaflóahafna frá 10. febrúar 2017.
Til máls tóku:
IP um fundargerð 153, lið nr. 3 og um fundargerð 154, lið nr. 7.
ÓA um fundargerð nr. 153, lið nr. 3 og um fundargerð 154, lið nr. 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Því miður virkaði ekki upptökutækið og beðist er velvirðingar á því.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00