Fara í efni  

Bæjarstjórn

1245. fundur 13. desember 2016 kl. 17:00 - 19:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir tímabundnu leyfi til eins árs frá 1. janúar næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Valdísar Eyjólfsdóttur um tímabundið leyfi sem bæjarfulltrúi.
Samþykkt 9:0.

Samþykkt að Þórður Guðjónsson komi inn sem bæjarfulltrúi og verður kjörbréf því til staðfestingar gefið út.

Í stað Valdísar tekur Þórður Guðjónsson sæti sem aðalmaður í bæjarráði.
Samþykkt 9:0.

Í stað Valdísar tekur Atli Harðarson sæti sem varamaður í skóla- og frístundaráði.
Samþykkt 9:0.

Valdís verður áfram fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt 9:0.

2.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi 2017

1611175

Gjaldskrá sorpmála á Akranesi 2017 var samþykkt í bæjarráði þann 2. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 18.786 á árinu 2017 fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) og að sorpeyðingargjald verði kr. 16.021 á árinu 2017 miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp). Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0.

3.Gjaldskrár velferðar- og mannréttindasviðs 2017 - heimsending matar

1610119

Gjaldskrá varðandi heimsendingu matar 2017 var samþykkt í bæjarráði þann 8. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók VÞG.
Bæjarstjórn samþykkir að gjald fyrir heimsendingu matar á árinu 2017 verði kr. 1.152 og að skipting gjaldsins verði þannig að hráefniskostnaður sé kr. 1.003 og heimsending sé kr. 149.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að tekjuviðmið Tryggingastofnunar ríkisins á árinu 2017 séu lögð til grundvallar varðandi kostnað við heimsendingu þannig að þeir notendur þjónustunnar sem eru undir viðmiðunarmörkum greiði ekki heimsendingargjaldið.
Samþykkt 9:0.

4.Gjaldskrár velferðar- og mennréttindasviðs 2017 - heimaþjónusta

1610119

Gjaldskrá varðandi heimaþjónustu 2017 var samþykkt í bæjarráði þann 2. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók VÞG.
Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá heimaþjónustu vegna ársins 2017 verði kr. 1.058 en taki gildi frá 15. janúar 2017.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að gjaldaflokkur vegna heimaþjónustu verði einn á árinu 2017 en voru tveir gjaldaflokkar áður.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að tekjuviðmið gjaldskrárinnar taki mið af framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar ríkisins sem er gefið út í byrjun janúar ár hvert. Tekjumörk til ákvörðunar á greiðsluskyldu notenda miðast við skattskyldar tekjur einstaklinga og hjóna og er miðað við að þeir notendur þjónustunnar sem hafa tekjur undir framfærsluviðmiðum Tryggingarstofnunar fái þjónustuna gjaldfrjálsa.
Samþykkt 9:0.

5.Gjaldskrá Akranesvita

1612003

Gjaldskrá í Akranesvita var samþykkt í bæjarráði þann 2. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók ÓA.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Akranesvita fyrir árið 2017.
Samþykkt 9:0.

6.Gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík

1610119

Breyting á gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík var samþykkt í bæjarráði þann 2. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:
ÓA, EBr og IV sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá tjaldsvæðisins í Kalmansvík fyrir árið 2017.
Samþykkt af 8 bæjarfulltrúum og IV situr hjá með vísna til 2. mgr. 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

7.Reglur um félagslega heimaþjónustu - endurskoðun

1602187

Breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu voru samþykktar í velferðar- og mannréttindaráði 7. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók VÞG.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu fyrir árið 2017.
Samþykkt 9:0.

8.Bæjarstjórn unga fólksins 2017

1602137

Erindi skóla- og frístundaráðs um bæjarstjórnarfund unga fólksins sem stefnt er að því að fari fram þann 31. janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins fari fram 31. janúar 2017.
Samþykkt 9:0.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 var samþykkt í bæjarráði þann 8. desember síðastliðinn og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tóku:
ÓA, IP, IV, RÓ, VLJ, VE, ÓA, EBr og VLJ.
Bæjarstjórn samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020 en áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum og framkvæmdum að fjárhæð um 693 mkr á árinu 2017.
Samþykkt 9:0.

10.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 ásamt tillögum, var samþykkt í bæjarráði þann 8. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu breytingum sem orðið hafa á frumvarpinu á milli umræðna og breytingum á tillögum.

Forseti ber upp eftirfarandi breytingatillögur sem hafa í för mér sér tillögur til lækkunar rekstrarafgangs í A- hluta um 64,605 mkr.:

1.Hækkun launapotts vegna kjarasamninga og áætlaðrar hækkunar mótframlags í lífeyrissjóði 2017. Kr. 32.500.000,-
Samþykkt 9:0.

2. Íþróttavallarmannvirki 2017. Kr. 4.000.000,-
Samþykkt 9:0.

3. Ferðaþjónusta fatlaðra 2017. Kr. 2.993.000,-
Samþykkt 9:0.

4.Stuðningsfjölskyldur 2017. Kr. 2.000.000,-
Samþykkt 8:0 (VLJ víkur af fundi við afgreiðslu á þessari tillögu með vísan til 1. og 2. mgr.16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar).

5. Stefnumótun aldraðra - aðkeypt önnur vinna ráðgjafa til að vinna með starfshópi í málaflokknum. Kr. 2.000.000,-
Samþykkt 9:0.

6. Styrkur til Norræna félagsins vegna vinabæjarmóts á Íslandi 2017. Kr. 2.000.000,-
Samþykkt 9:0.

7. Heimaþjónusta fatlaðra Holtsflöt 2017. Kr. 2.000.000,-
Samþykkt 9:0.

8. Fjölbrautarskóli Vesturlands - tækjakaup 2017. Kr. 1.000.000,-
Samþykkt 9:0

9. Akranesviti - leigugjöld vegna afnota af vitanum 2017. Kr. 750.000,-
Samþykkt 9:0.

10. Heimaþjónusta 2017. Kr. 500.000,-
Samþykkt 9:0.

11. Samandregnar tillögur sem leiða til hækkunar útgjalda og lækkunar rekstrarafgangs um kr. 4.574.000,-:
a. Fæðiskaup í grunnskólunum. Kr. 1.348.000,-.
b. Kaup á vinnufatnaði í grunnskólum. Kr. 439.000,-
c. Aðrir styrkir. Kr. 350.000,-
d. Starfsmannakostnaður. Kr. 2.400.000,-.
Samþykkt 9:0.

12. Lækkun útsvarstekna - staðgreiðsla 2017. Kr. 9.888.000,-
Samþykkt 9:0.

13. Áætluð lækkun tekna Bókasafns Akraness - 2017 Kr. 400.000,-
Samþykkt 9:0.

Forseti ber upp eftirfarandi breytingatillögur sem hafa í för mér sér aukinn rekstrarafgang í A- hluta, samtals um kr. 58.755.000:

1. Fjárhagsaðstoð 2017. Lækkun er kr. 19.905.000,-.
Samþykkt 9:0.

2. Húsaleigubætur 2017. Lækkun er kr. 15.000.000,-.
Samþykkt 9:0.

3. Þjónusta vegna sorphirðu og sorpeyðingar 2017. Lækkun er kr. 8.900.000,-.
Samþykkt 9:0

4. Byggðasafn. Lækkunin er kr. 1.500.000,-.
Samþykkt 9:0.

5. Fjöliðjan. Lækkunin er kr. 804.000,-.
Samþykkt 9:0.

6. Sorpgjöld - hækkun tekna vegna álagðra sorpgjalda 2017. Hækkunin er kr. 12.146.000,-.
Samþykkt 9:0.

7. Akranesviti - hækkun tekna (aðgangseyrir) 2017. Hækkunin er kr. 500.000,-.
Samþykkt 9:0.

Samtals hafa framangreindar tillögur í för með sér lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðu Akraneskaupstaðar um kr. 5.789.000, var kr. 170.614.000 en verður kr. 164.825.000.

Til máls tók VLJ sem gerir grein fyrir því að hann telji sig vanhæfan til umfjöllunar um breytingatillögu nr. 4 er lítur að stuðningsfjölskyldum og mun víkja af fundi við afgreiðslu hennar.
Til mál tók ÓA.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:

1. Álagning gjalda.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteignagjalda og lóðaleigu á árinu 2017.
a. Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2017.
b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verði óbreyttar og því eftirfarandi á árinu 2017:
i. 0,3611% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
ii. 1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
iii. 1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
c. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum standi óbreytt og verði áfram 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
d. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
e. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2017 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 15.000 innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2017.
f. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2017, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt 9:0.

2. Þjónustugjaldskrár 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að almennar þjónustugjaldskrár hækki samkvæmt áætlaðri vísitöluhækkun neysluverðs, um 3,2% þann 1. janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs.
Bæjarstjórn er heimilt að víkja frá hinni almennu reglu með sérstakri ákvörðun hverju sinni um tiltekna eða tilteknar gjaldskrár.
Samþykkt 9:0.

3. Langtímaveikindi starfsmanna 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 31.890.000 í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.
Samþykkt 9:0.

4. Búnaðar- og áhaldakaup 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 10.171.000 vegna endurnýjunar tækja, áhalda og húsbúnaðar. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Samkvæmt reglum bæjarráðs hefur bæjarstjóri heimild til afgreiðslu umsókna sem nema allt að kr. 500.000 en beiðnir um hærri fjárhæð fara til bæjarráðs til samþykktar.
Samþykkt 9:0.

5. Eftirlit vegna þjónustu dagforeldra 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.000.000 til eflingar lögbundnu eftirliti með þjónustu dagforeldra.
Samþykkt 9:0.

6. Stöðugildi stuðningsfulltrúa í Brekkubæjarskóla 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir heimild til áframhaldandi ráðningu í 75% stöðugildi stuðningsfulltrúa í stoðþjónustu Brekkubæjarskóla vegna aukinnar þjónustuþarfar í skólanum.
Samþykkt 9:0.

7. Þjónustuframboð í íþróttamannvirkjum 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir aukningu í fjárveitingu til íþróttamannvirkja um kr. 7.522.000 vegna aukinnar þjónustuþarfar í mannvirkjunum.
Samþykkt 9:0.

8. Leikskólar - alþrif 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 1.000.000 vegna aukinna útgjalda við alþrif í leikskólum.
Samþykkt 9:0.

9. Stjórnmálasamtök á Akranesi 2017.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að ráðstafa kr. 1.000.000 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi.
Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020.
Fjárhagsáætlun 2017 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu A- og B- hluta Akraneskaupstaðar að fjárhæð um 165 mkr. og að handbært fé í árslok verði um 527 mkr.
Samþykkt 9:0.

11.Fundir bæjarstjórnar í desember 2016

1612038

Lagt er til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akraness verði þann 10. janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegur fundur bæjarstjórnar verði 10. janúar 2017.
Samþykkt 9:0.

12.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3196. fundargerð bæjarráðs frá 24. nóvember 2016.
3197. fundargerð bæjarráðs frá 2. desember 2016.
3198. fundargerð bæjarráðs frá 8. desember 2016.
Til máls tóku:
IP um fundargerð nr. 3196, lið nr. 14.
ÓA um fundargerð nr. 3196, liði nr. 12 og nr. 14.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

47. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 7. nóvember 2016.
48. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. nóvember 2016.
49. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 21. nóvember 2016.
50. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. desember 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

50. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 30. nóvember 2016.
51. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. desember 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

51. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 28. nóvember 2016.
52. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. desember 2016.
Til máls tók:
SI um fundargerð nr. 52, lið nr. 3.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

68. fundargerð stjórnar Höfða frá 1. nóvember 2016.
69. fundargerð stjórnar Höfða frá 21. nóvember 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

236. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. október 2016.
Til máls tóku:
VE um lið nr. 3.
VLJ um lið nr. 13.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Forseti bæjarstjórnar þakkaði fundarmönnum fyrir samstarfið á árinu og óskaði þeim og íbúum á Akranesi gleðilegra jóla.

Fundi slitið - kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00