Fara í efni  

Bæjarstjórn

1231. fundur 12. apríl 2016 kl. 17:00 - 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi erindi/mál:

Nr. 1604119
Aukafundur í bæjarstjórn Akraness (verður mál nr. 2 á dagskrá fundarins).

Samþykkt 9:0.

1.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Katla María Ketilsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur flutt úr sveitarfélaginu og óskað lausnar sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn, og varamaður í skipulags- og umhverfisráði og varamaður í menningar- og safnanefnd.
Sævar Jónsson hefur óskað eftir lausn frá skyldum sínum sem varabæjarfulltrúi af persónulegum ástæðum.
Fallist er á lausnarbeiðni Sævars Jónssonar.
Samþykkt 9:0.

Nýir varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sbr. niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga 2014, eru Stefán Þórðarson og Hjördís Guðmundsdóttir og verða kjörbréf gefin út því til staðfestingar.

Lögð er fram tillaga um eftirfarandi skipan fulltrúa í ráð og nefndir í stað Sævars og Kötlu:

1. Stefán Þórðarson tekur sæti sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði.
2. Kristjana Helga Ólafsdóttir tekur sæti sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði.
3. Atli Harðarson tekur sæti sem varamaður í menningar- og safnanefnd.

Samþykkt 9:0

2.Aukafundur í bæjarstjórn Akraness

1604119

Borin er upp tillaga um að hafa aukafund í bæjarstjórn Akraness þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar árið 2015.
Samþykkt 9:0.

3.Kjarasamningsumboð 2016 - Samband ísl. sveitarf.

1604065

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með kjarasamningsumboð f.h. sveitarfélaga samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni. Vegna aðildar starfsmanns Akraneskaupstaðar að Stéttarfélagi byggingafræðingafélags Íslands er nauðsynlegt að formleg ákvörðun bæjarstjórnar um tilhögun kjarasamningsumboðs liggi fyrir.
Bæjarstjórn Akraness felur hér með Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Akraneskaupstaðar við Stéttarfélag byggingafræðinga.

Samþykkt 9:0.

4.Breytingar á jafnréttiskafla Mannréttindastefnu og Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1510080

Á fundi sínum þann 6. apríl samþykkti velferðar- og mannréttindaráð breytingar á jafnréttiskafla Mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar og Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar.
Breytingarnar varða orðalag og lagatilvísanir og er vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku: VÞG og SI.

Bæjarstjórn samþykkir breytingar á mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar og Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 4. apríl 2016 var fjallað um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar að Vallholti 5.
Lagt er til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar á tímabilinu 14. apríl til og með 22. apríl 2016.
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Vallholti 5 verði auglýst á tímabilinu 14. apríl til og með 22. apríl 2016.

Samþykkt 9:0.

6.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 14

1603005

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 4. apríl 2016 var fjallað um erindi Grenja ehf. um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar að Baugalundi 14 úr 0,35 í 0,37. Grenndarkynnnt var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir fasteignaeigendum að Baugalundi 12 og 16. Undirritað samþykki liggur fyrir frá báðum aðilum.

Lagt er til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt og deiliskipulagsbreyting auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
Bæjarfulltrúi Einar Brandsson víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreyting vegna Baugalundar 14, 300 Akranesi verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Samþykkt 8:0.

Bæjarfulltrúi Einar Brandsson tekur sæti á fundinum að nýju.

7.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3177. fundargerð bæjarráðs frá 31. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

30. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. apríl 2016.
Til máls tóku:
IP um lið nr. 8.
EBr um lið nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

34. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl 2016.
35. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2016.
Til máls tók:
SI um lið nr. 1. í fundargerð nr. 34.
SI um lið nr. 1. í fundargerð nr. 35.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

36. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

227. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. febrúar 2016.
228. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 2. mars 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00