Fara í efni  

Bæjarstjórn

1178. fundur 12. nóvember 2013 kl. 17:00 - 17:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

1.Deiliskipulag - Hafnarsvæði, Faxabraut 1, 3 og 5.

1310176

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 29. október 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga Hafnarsvæðis vegna Faxabrautar 1,3 og 5 verði auglýst samkvæmt 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: EBr

Samþykkt 9:0

18:06 víkur Guðmundur Þór Valsson af fundi og Gunnhildur Björnsdóttir tekur þar sæti.

2.Bæjarstjórn - 1177

1310022

Fundargerð bæjarstjórnar frá 29. október 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 100

1310024

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28. október 2013.

Lögð fram.

4.Fjölskylduráð - 126

1310010

Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. október 2013.

Lögð fram.

Til máls tók: Bæjarstjóri um lið nr. 4.

5.Fjölskylduráð - 127

1310025

Fundargerð fjölskylduráðs frá 5. nóvember 2013.

Lögð fram.

Til máls tók: ÞÞÓ um Vökudaga.

6.Framkvæmdaráð - 108

1310005

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 15. október 2013.

Lögð fram.

7.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5).

1305212

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 15. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005 - 2017. Tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 29. október s.l.

Kl. 17:01 víkur Gunnhildur Björnsdóttir af fundi og Guðmundur Valsson tekur þar sæti.

Til máls tóku: GÞV, EBr, GÞV, EBr, GPJ, ÞÞÓ, EBr, ÞÞÓ, Bæjarstjóri, GÞV, SK, GS, IV, GPJ, SK

Forseti leggur til að málinu verði frestað og bæjarfulltrúar haldi fund með skipulags- og umhverfisnefnd og starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt 9:0

8.Deiliskipulag Akurshóls (Akursbraut 5).

1307062

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 15. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Akurshóls. Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 29. október s.l.

Forseti leggur til að málinu verði frestað og bæjarfulltrúar haldi fund með skipulags- og umhverfisnefnd og starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt 9:0

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00