Fara í efni  

Bæjarstjórn

1227. fundur 09. febrúar 2016 kl. 17:00 - 17:39 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Útsending fundarins tókst vel en hljóðgæði upptökunnar eru ekki góð. Beðist er velvirðingar á þessu en unnið er að lausn vandans.

Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Gjaldskrár 2016

1512115

Bæjarráð samþykkti gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu á fundi sínum þann 28. janúar sl. og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tók: VÞG.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og tekur gjaldskráin gildi 15. mars 2016.

Samþykkt 9:0.

2.Nýsköpun 2015 - viðurkenning

1601134

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. janúar sl. reglur um veitingu viðurkenningar fyrir nýsköpun og er þeim vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók: ÓA.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um veitingu viðurkenningar fyrir nýsköpun.

Fjárhæðinni, samtals kr. 500.000, verður ráðstafað af liðnum ýmsir styrkir 20830-5948.

Samþykkt 9:0.

3.Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

1512203

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. janúar sl. reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og er þeim vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók: SI.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3173. fundargerð bæjarráðs frá 28. janúar 2016.
Til máls tóku:
IP um liði númer 3 og 4.
RÁ um lið númer 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

26. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 1. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

28. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 26. janúar 2016.
29. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. febrúar 2016.
Til máls tóku:
SI um 28. fundargerð ráðins, lið númer 1 og 29. fundargerð ráðsins, lið númer 4.
VÞG um 28. fundargerð ráðsins, lið númer 4.
VLJ um 29. fundargerð ráðsins, lið númer 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - Faxaflóahafnir

1601011

140. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 22. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

225. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. desember 2015.
Til máls tók:
VE um tilhögun varðandi fundargerðir stjórnar Orkuveitunnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:39.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00