Fara í efni  

Bæjarstjórn

1221. fundur 27. október 2015 kl. 17:00 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna.
Forseti minnist látins bæjarfulltrúa, Guðbjarts Hannessonar.
Guðbjartur Hannesson alþingismaður lést föstudaginn 23. október s.l. 65 ára að aldri.
Guðbjartur fæddist á Akranesi 3. júní 1950 og ólst hér upp. Foreldrar hans voru Rannveig Jóhannesdóttir, húsmóðir og Hannes Þjóðbjörnsson, verkamaður.
Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, tómstundakennaraprófi frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse í Danmörku, stundaði framhaldsnám í skólastjórn við Kennaraháskóla Íslands og og lauk meistaraprófi frá Institute of Education, University College of London.
Skátastarfið var alltaf eitt af hans áhugamálum og var hann erindreki fyrir Bandalag íslenskra skáta árin 1973 til 1975.
Guðbjartur starfaði lengi að skólamálum og voru þau honum mjög hugleikin. Hann var kennari við Barnaskóla Akraness 1971 til 1973 og 1979 til 1981 og við Peder Lykke Skolen í Kaupmannahöfn 1978 til 1979. Árið 1981 var hann ráðinn fyrsti skólastjóri Grundaskóla á Akranesi og gegndi því starfi allt til ársins 2007.
Hann var mikill Skagamaður og vildi veg sinnar heimabyggðar sem mestan. Hann sat í bæjarstjórn Akraness á árunum 1986 til 1998 og var formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar hluta af þeim tíma. Á vettvangi sveitarstjórnarmála gegndi hann einnig fjölda trúnaðarstarfa.
Guðbjartur var kjörinn á Alþingi árið 2007. Hann var forseti Alþingis árið 2009, félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra árið 2010, velferðarráðherra árin 2011 til 2013 auk þess sem han sat í eða veitti formennsku fjölmörgum nefndum á vegum Alþingis.
Eftirlifandi eiginkona Guðbjarts er Sigrún Ásmundsdóttir. Dætur þeirra eru Birna og Hanna María.
Fundarmenn risu úr sætum og vottuðu hinum látna virðingu sína.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1501357

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 22. september 2015.

2.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3264. fundargerð bæjarráðs frá 15. október 2015.
Til máls tóku:
IP um liði númer 14 og 20 og um íbúafund um sementsreitinn sem haldinn var þann 29. september síðastliðinn.
IV um lið númer 9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

20. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. október 2015.
Til máls tóku:
RÓ um íbúafund um sementsreitinn sem haldinn var þann 29. september síðastliðinn.
IP um lið númer 4.
EBr um lið númer 4.
VLJ um lið númer 4.
IP um lið númer 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

25. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. október 2015.
Til máls tók:
VLJ um lið númer 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

21. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 13. október 2015.
Til máls tóku:
SI um lið númer 1.
IP um lið númer 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - Höfði

1501215

54. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 12. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

137. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 16. október 2015.
Til máls tóku:
IP um lið númer 7.
ÓA um lið númer 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00