Fara í efni  

Bæjarstjórn

1197. fundur 28. október 2014 kl. 17:00 - 19:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigríður Indriðadóttir bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi
  • Einar Brandsson bæjarfulltrúi
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skýrsla bæjarstjóra

1401185

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá 9. september sl.

2.Stjórnkerfisbreytingar 2014

1406126

Tillögur bæjarráðs/stjórnkerfisnefndar um breytingar á stjórnkerfi Akraneskaupstaðar lagðar fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs gerði grein fyrir aðdraganda að þessum breytingum.


Tillögur um stjórnskipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað.

1.1. Tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfisráðs með sameiningu framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar.
Ennfremur samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþróttamálum á skóla- og frístundasvið.

Til máls tóku:
IV sem vísar til bókunar sinnar við afgreiðslu tillögunnar á fundi bæjarráðs nr. 3232 frá 16. október sl. sem er til kynningar undir lið 4 í dagskrá þessa fundar.
EBr, IP, RÓ, VJ, IV, EBr, ÓA, VJ, VE, IP og RÁ.

Samþykkt: 7:2 gegn atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar (IV og VJ).

1.2. Tillaga um niðurlagningu fjölskylduráðs og stofnun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Ennfremur að staða framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.

Til máls tóku: SI, VJ, IV, VG, RÁ og EBr.

Samþykkt: 9:0.

1.3. Tillaga um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar.
Ennfremur að fram fari skoðun á menningar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga.

Til máls tóku: IV, EBr, ÓA, IP, VJ, RÓ, ÓA, VG og RÁ.

Samþykkt: 8:0 en VJ situr hjá.

1.4. Tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármálasviðs, þ.e. niðurlagningu á starfi þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðstjóra falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi sviðsins í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015.

Til máls tók: RÁ, IV og RÁ.

Samþykkt: 9:0.

1.5. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað.

Samþykkt: 9:0.

1.6. Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar með vísan til framangreindra breytinga á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.


Til máls tók: RÁ, VJ og IV.

Samþykkt: 9:0.

Breytingunum í heild vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2014

1409058

Bæjarráð samþykkti tilnefningu menningarmálanefndar (trúnaðarmál fram að veitingu verðlauna) vegna Menningarverðlauna Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 30. október nk. kl. 17:00, í Bókasafni Akraness að Dalbraut 1.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

3232. fundargerð bæjarráðs frá 16.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar:
SI tók til máls um lið nr. 11 og gerir þá tillögu að erindinu verði vísað til starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.

Tillagan samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd

1401161

121. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2014 - framkvæmdaráð.

1401160

125. fundargerð framkvæmdaráðs frá 29.9.2014 og 126. fundargerð frá 20.10.2014.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

Til máls tók EBr. um lið 2 í báðum fundargerðunum og IP um sömu liði.

7.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

147. fundargerð fjölskylduráðs frá 21.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

125. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 15.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00