Fara í efni  

Bæjarstjórn unga fólksins

18. fundur 19. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Helgi Rafn Bergþórsson fulltrúi tónlistarskóla
 • Elsa María Einarsdóttir fulltrúi Arnardalsráðs
 • Hekla Kristleifsdóttir fulltrúi nemendaráðs Brekkubæjarskóla
 • Björgvin Þór Þórarinsson fulltrúi NFFA
 • Marey Edda Helgadóttir fulltrúi nemendaráðs Grundaskóla
 • Ylfa Örk Davíðsdóttir fulltrúi Hvíta Hússins
 • Sóley Brynjarsdóttir fulltrúi ÍA
Starfsmenn
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Bæjarstjórn unga fólksins 2019

1908147

Erindi frá fulltrúum Ungmennaráðs Akraness.
Elsa María Einarsdóttir var með erindi um Vinnuskólans.
Erindi Heklu Kristleifsdóttir var mikilvægi þess að virkja umhverfisvitund meðal bæjarbúa og að bæjarfélagið taki þátt í verkefninu um barnvænt sveitarfélag sem UNICEF var að hrinda af stað.
Björgvin Þór Þórarinsson ræddi um núverandi stöðu Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi með augum nemenda í skólanum.
Marey Edda Helgadóttir var um erindi um mikilvægi að bæta kynfræðslu og fjármálalæsi í grunnskólum Akraness.
Ylfa Örk Davíðsdóttir talaði um hvernig þróun á vímuefnanotkun ungmenna hefur verið síðustu ár og mikilvægi þess að þær forvarnarleiðir sem farnar eru nái til ungmenna.
Heilsuefling í Heilsueflandi samfélagi Akranes og svefn ungmenna voru Sóley Brynjarsdóttir ofarlega í huga.
Helgi Rafn Bergþórsson ræddi um aðstöðumál til tónlistariðkunar á Akranesi, bæði í Tónlistarskóla Akraness sem og utan veggja hans. Einnig kom hann inn á hversu mikið forvarnvargildi væri með tónlistarnámi.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði bæjarfulltrúum fyrir góð erindi og gaf orðið laust. Helgi Rafn óskaði eftir því að taka til máls og vildi árétta að mikvægt væri að ekki yrði á ungmennin sem eitthvað skraut sem þyrfti að lofsyngja heldur ætti umræðan að snúast um málefnin þeirra. Næst á eftir Helga Rafni bað Elsa Lára Arnardóttir um orðið. Hún var sammála Helga Rafni og þakkaði fyrir ábendinguna. Elsa Lára sagði að skoða þurfi aðstöðu nemenda við tónlistarskólann og bregðast þurfi við þeim vanda sem þar er hið fyrsta. Heilsuefling og svefn sé sameiginlegt átak meðal allra íbúa, á það einnig við um að efla umhverfisvitund. Tekur undir orð Marey Eddu og Elsu Maríu með að bæta fræðslu til grunnskólanemenda. Staða FVA er alvarlegt mál og mikilvægt að unnið verði að lausn að málinu. Vímuefnanotkun ungmenna og forvarnir eru alvarleg mál og skoða eigi tillögur Ylfu um leiðir að forvörnum.

Rakel Óskarsdóttir tók næst til máls. Rakel nefndi að það væri gott fyrir bæjarfulltrúa að sjá niðurstöður frá ungmennaþinginu sem Þorpið hélt þann 1. nóvember. Möguleikar til heilsueflingar í bæjarfélaginu eru miklar. Kynfræðsla og fjármálalæsi í grunnskólum er hægt að bæta með samtali á réttum stöðum. Mál FVA er alvarlegt og vonandi verður fundin lausn að því sem fyrst. Hún segir frá samtali sem átt hefur stað varðandi þess að Akraneskaupstaður taki við rekstri skólans. Jafningjafræðsla er góð nálgun varðandi forvarnargildi og svefn ungmenna. Rakel tekur undir að húsnæði tónlistarskólans sé vannýtt.

Valgarður Lyngdal Jónsson bað um orðið og ræddi um vinnuskólann og að fjármálalæsi væri komið inn í námsefni skólanna. Hann talaði um erindi Björgvins Þórs varðandi FVA og mikilvægi þess að allir aðilar séu vel upplýstir. Hann var sammála Marey Eddu um að efla megi kynfræðslu í skólum.

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir steig næst í púltið og talaði um að verið væri að skoða breytingar á Vinnuskólanum. Hugmyndin um að Akranes tæki þátt í verkefninu um barnvænt sveitarfélag væri góð. Hún tekur undir áhyggjur Björvins Þórs um stöðu FVA. Þátttaka ungmenna í stýrhóp um Heilsueflandi samfélag Akranes ætti að endurskoða og svefnvenjur ungmenna er sameiginlegt verkefni allra. Tekur undir með Marey Eddu um að efla mætti kynfræðslu í grunnskólum. Vímuefnanotkun ungmenna er mjög alvarlegt mál og efla þurfi leiðir til forvarna. Verið sé að skoða aðstöðumálin í tónlistarskólanum fyrir fatlaða nemendur.

Einar Brandsson tekur undir að hægt sé nálgast málefni vinnuskólann á nýjan hátt. Einar telur að það sé góð hugmynd að fá vottun um að Akranes sé barnvænt samfélag. Hann telur það sorglegt að málefni FVA sé farið að hafa áhrif á nemendur. Hann tekur undir það að það sé mikilvægt að læra heilbrigð samskipti. Tekur undir um mikilvægi erindis Ylfu Arkar. Ef fulltrúi ungmennaráðs verður fengin inn í stýrihóp um Heilsueflandi samfélag Akraness þá verði haft í huga að það sé karlmaður til að rétta af kynjahalla í hópnum. Einar kallar eftir því að heyra frá ungmennunum hvað það er sem finnst vera ákjósanlegt samfélag. Hann tekur einnig undir um að það vanti að efla fjármálalæsi.

Næstur á mælendaskrá var Sævar Freyr Þráinsson. Hann kom inn á mikilvægi þess að þekkja styrkleika sína. Hann ræddi um framtíðina og hvað hún ber í skauti sér, hvernig mun skóli framtíðar vera og hvaða breytingar á námsefni munu eiga sér stað. Sævar telur að undirbúningur á menntun í framtíðinni sé unnin í samvinnu við ungmennin og einnig hvaða leiðir verða farnar í framtíðinni í tengslum við umhverfisvitund. Hann kom inn á atvinnuuppbyggingu varðandi umhverfivitund og það séu auðlindir hér allt í kring um Akranes sem hægt er að nýta. Hann tekur undir með Einar varðandi að mikilvægt sé að vita hvernig í hvernig samfélagi vilja ungmenninn búa í framtíðinni. Sævar tók undir þær hugmyndir sem bæjarfulltrúar komu með eins og t.d. að búið verði til strætóapp, leiðum í heilsueflingu, efla kynfræðslu og unnið verði að jafningafræðslu í forvarnarskyni. Málefni FVA sé alvarlegt og sammála um að samtal verði að eiga sér stað. Hann tekur undir með Helga Rafni um aðstöðu tónlistarstarfs á Akranesi.

Björgvin Þór tók aftur til máls og bendir á að bæjarfulltrúar og bæjarstjóri munu fá erindi ungmennina og niðurstöður ungmennaþingsins. Þær munu einnig birtast með fundargerð fundarins. Hann vildi árétta nokkra þætti varðandi FVA og vinnuskólann.

Helgi Rafn kom næstur og vildi minna á mikilvægi þess að ungmenni eigi áheyrnarfulltrúar í ráðum bæjarins. Hann tekur undir hugmyndir um breytingar á vinnuskólanum og ungmennin séu höfð með í ráðum. Hann er sammála Sævari um mikilvægi þess að leggja áherslur á tækni í framtíðinni.

Í lokin tók Valgarður til máls og ræddi um þróun Bæjarstjórnarfund unga fólksins. Hann ítrekaði að erindi ungmennina verða aðgenginleg og áfram verði unnið með þau í fagráðum bæjarins. Valgarður benti einnig á að unnið er að fjárhagsáætlun komandi árs og því er þessi fundur vel tímasettur varðandi beiðnir í þá vinnu.

Hér upptaka af fundinum https://www.youtube.com/watch?v=jXWd9ybuZSI

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00