Fara í efni  

Bæjarráð

3124. fundur 25. ágúst 2011 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skólaárið 2011-2012 - starfsmannahald o.fl

1108040

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 15. ágúst 2011, þar sem gert er grein fyrir starfsmannahaldi í gunnskólunum, skólaárið 2011-2012. Óskað er heimildar til ráðningar í viðbótarstöðugildi stuðningsfulltrúa í Grunda- og Brekkubæjarskóla vegna sérstaks vanda nemenda, og vegna viðbótarstöðugilda stuðningsfulltrúa sem starfa með fötluðum nemendum í skólunum samtals 3,5 m.kr.
Á fundinn mætti til viðræðna Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting í samræmi við beiðni Fjölskyldustofu og að fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Hrönn vék af fundi með vísan til vanhæfisreglna stjórnsýslulaga.

2.Jafnréttisáætlun.

912027

Bréf Jafnréttisstofu dags. 15.8.2011 um gerð jafnréttisáætlunar ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Akraneskaupstað.
Minnisblað Ragnheiðar Þórðardóttur, þjónustu- og upplýsingastjóra og Ingu Óskar Jónsdóttur, starfsmanna- og gæðastjóra, dags 24. ágúst 2011 um nauðsynlegan undirbúning verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu þjónustu- og upplýsingastjóra og starfsmanna- og gæðastjóra um verktilhögun og felur þeim að leggja tillögur fyrir bæjarráð til frekari umfjöllunar.

3.Grundaskóli - búnaðarkaup v. íþróttakennslu.

1108121

Bréf rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 19. ágúst 2011, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til áhaldakaupa vegna íþróttakennslu. Farið er fram á aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 499.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið, fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

4.Slökkviliðsmenn á Akranesi - opið golfmót

1108129

Beiðni Félags slökkviliðsmanna á Akranesi um fjárstyrk vegna opins golfmóts og móttöku gesta í tilefni þess.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði 0,2 m.kr aukafjárveiting til slökkviliðsins vegna móttöku gesta og að fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

5.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál.

Vísað til umsagnar Fjölskylduráðs.

6.Starfshópur um skólamál

1108133

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um skólamál.

Vísað til umsagnar Fjölskylduráðs.

7.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um félagsþjónustu.

Vísað til umsagnar Fjölskylduráðs.

8.Nefndir og stjórnir - breytingartillaga

1108153

Tillaga Einars Brandssonar dags. 24.ágúst 2011, þar sem lagðar eru til breytingar á skipan í nefnir og stjórnir.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2011.

1108152

Tölvupóstur Jafnréttisnefndar sveitarfélaga vegna landsfundar jafnréttisnefnda í Kópavogi 9. og 10. september 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, þjónustu- og upplýsingastjóra og starfsmanna- og gæðastjóra að sækja landsfundinn.

10.Atvinnumálanefnd

1107114

Erindisbréf fyrir atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar. Starfshópur í atvinnumálum hefur fjallað um erindisbréfið og leggur til við bæjarráð að það sé samþykkt með áorðnum breytingum.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum og vísar tilnefningu í nefndina til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00