Fara í efni  

Bæjarráð

3156. fundur 22. júní 2012 kl. 08:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Saga Akraness - ritun.

906053

Samningur við Hjálmar Gunnlaug Haraldsson um ritun Sögu Akraness, III bindi. Samningurinn gerir ráð fyrir verktíma árin 2012-2014.
Fjárhæð samningsins varðandi árið 2012 er innan fjárhagsáætlunar ársins, en fjárhæðir áranna 2013 og 2014 eru háðar samþykki í fjárhagsáætlun hvors árs fyrir sig.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarritara undirritun hans. Einar óskar bókað að vegna fjárhagsstöðu Akraneskaupstaðar telur hann að ekki sé forsvaranlegt að ganga til samninga um ritun Sögu Akraness III. bindis.

2.OR - Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Breyting á greiðsluröð afborgana lána frá Depfa bankanum.
Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. um samþykkt stjórnar OR um breytingu á greiðsluröð afborgana lána frá Depfa bankanum. Óskað er staðfestingar á breytingunum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

3.OR - Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Breyting á greiðsluröð afborgana lána frá Dexia bankanum.
Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. um samþykkt stjórnar OR um breytingu á greiðsluröð afborgana lána frá Dexia bankanum. Óskað er staðfestingar á breytingunum. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og borgarlögmanns frá 19. s.m. um erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00