Fara í efni  

Bæjarráð

3203. fundur 22. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Einar Brandsson Varaáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá

1310065

Drög að skipulagsskrá fyrir Byggðasafnið í Görðum lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir skipulagsskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Styrkir - málsmeðferðarreglur

1310139

Lögð er fram tillaga að nýjum málsmeðferðarreglum vegna styrkumsókna sem berast Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir nýjar málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna sem berast Akraneskaupstað.

3.Ný heimasíða Akraneskaupstaðar.

1308141

Tilboð frá Advania og Stefnu lögð fram.

Bæjarstjóri víkur af fundi með vísan til 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Stefnu.

4.Capacent könnun - sveitarfélagakönnun um þjónustugæði

1310140

Tilboð Capacent um þátttöku Akraneskaupstaðar í sveitarfélagakönnun um gæði þjónustu o.fl.

Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður taki þátt í árlegri könnun Capacent Gallup á þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Fjárhæð kr. 490.705 með vsk. fer að liðnum 21-95-4995, óviss útgjöld.

5.Sameining sveitarfélaga

1309097

Svar Hvalfjarðarsveitar dags. 10. október 2013, við erindi Akraneskaupstaðar um viðræður við nágrannasveitarfélög um sameiningu.

Lagt fram.

6.Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2013

1309004

Trúnaðarmál

Bæjarráð samþykkir tilnefninguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Fablab - breytingar á rekstri

1310142

Erindi framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs dags. 20. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á rekstri Fablab smiðjunnar.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.

8.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2014

1310061

Frumvarp að fjárhagsáætlun lagt fram.

Bæjarráð samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015-2017 og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

9.Menningarmálanefnd - 7

1309023

Fundargerð frá 1. október 2013.

Lögð fram.

10.Menningarmálanefnd - 8

1310012

Fundargerð frá 14. október 2013.

Lögð fram.

11.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 31

1307001

Fundargerð frá 2. júlí 2013.

Lögð fram.

12.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 32

1308017

Fundargerð frá 28. ágúst 2013.

Lögð fram.

13.Starfshópur um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara - 6

1306021

Fundargerð frá 18. júní 2013.

Lögð fram.

14.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2013

1302203

Fundargerð frá 3. júní 2013.

Lögð fram.

15.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerðir stjórnar SSV, frá 19. ágúst og 12. september 2013.

Lagðar fram.

16.SSV - aðalfundur 2013

1308158

Fundargerð 44. aðalfundar dags. 12.-13.9.2013

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00