Fara í efni  

Bæjarráð

3139. fundur 15. desember 2011 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum

1112055

Ákvörðun um áframhaldandi ráðningu verkefnastjóra atvinnu- og ferðamála.

Bæjarstjóra falið að ræða við viðkomandi um áframhaldandi ráðningu til 31. ágúst 2012.

2.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar þann 11. október 2011, þar sem greint lagt er til við bæjarráð og bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi vegna Heiðarbrautar 40 verði samþykkt.
Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri og Ívar Pálsson frá Lögmönnum mættu til viðræðna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Þjónustukönnun Capacent Gallup.

1112037

Minnisblað þjónustu- og upplýsingastjóra og starfsmanna- og gæðastjóra dags. 7. desember 2011 þar sem óskað er heimildar til kaupa á þjónustukönnun að fjárhæð 333 þús. kr að viðbættum vsk.

Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til verksins. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

4.Fjárlagabeiðnir 2012

1110107

Bréf Vegagerðarinnar dags. 1. desember 2011 þar sem gerð er grein fyrir móttöku á ítrekun Akraneskaupstaðar um gerð undirganga undir þjóðveg 509 við Akranes.

Lagt fram.

5.Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra

1112030

Bréf sveitarfélags Skagafjarðar dags. 2.12.2011 þar sem gerð er grein fyrir ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra.

Lagt fram.

6.Frumvarp til laga - um Landsvirkjun o.fl.mál nr. 318

1112028

Tölvupóstur nefndarsviðs alþingis dags. 2. desember 2011, þar sem leitað er umsagnar við frumvarp til laga um Landsvirkjun o.fl. 318.mál.

Lagt fram.

7.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

Bréf Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 30. desember 2011, þar sem gerð er grein fyrir tillögum að verkefnaáætlun fyrir árið 2012.

Lagt fram.

8.Miðbær 1 - umsókn um lóð

1110149

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 30. nóvember 2011, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu nefndarinnar vegna umsóknar Atlantsolíu um lóð undir sjálfsafgreiðslubensínstöð að Miðbæ 1. Nefndin leggur til að beiðni fyrirtækisins um lóðina verði hafnað og því boðin önnur lóð fyrir starfsemina.

Bæjarráð hafnar beiðni Atlantsolíu samkvæmt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og að fyrirtækinu verði fundin önnur lóð.

9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fyrirspurn um fráveitumál

1111071

Svar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28. nóvember 2011, vegna fyrirspurnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um aðgerðaráætlun OR, vegna endurbóta í fráveitumálum á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að senda Heilbrigðiseftirliti Vesturlands fram komnar upplýsingar.

10.Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2011, þar sem þess er óskað að eigendur OR heimili fyrirtækinu að semja um 8 milljarða lánalínur við íslenskar bankastofnanir. einnig er þess óskað að þegar nýta þarf lánalínurnar verði nægilegt að óska staðfestingar fjármálastjóra eigenda í samræmi við forsendur sem fram kemur í bréfinu, í stað þess að fá formlega heimild í hvert sinn. Einnig liggur fyrir fundinum og umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 30. nóvember 2011 varðandi málið.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Nýbúafræðsla - framlög jöfnunarsjóðs 2012

1109114

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 21. nóvember 2011.

Lagt fram.

12.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum

1112048

Bréf félags tónlistarskólakennara dags. 6. desember 2011 þar sem gerð er grein fyrir, ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum.

Lagt fram.

13.Afskriftir 2011

1109092

Tillaga fjármálastjóra dags. 13. desember 2011, til afskrifta á árinu 2011 samtals kr. 2.207.800.- útsvarskröfur í samræmi við tillögur sýslumannsins á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Rekstrarniðurstaða janúar - október 2011.
Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 11. desember 2011, ásamt rekstrarniðurstöðum janúar - október 2011.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 10 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 6,7 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 63,4 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 123,9 millj. kr. á móti áætluðum hagnaði sem nemur 14,3 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 36,7 millj. kr á móti áætlun 26,9 millj. kr. tekjum, en 154,2 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 20,6 millj. kr. hagnaði í fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

15.Kaup á tölvubúnaði

1112067

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 13. desember 2011, þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna kaupa á prentara og tölvu að upphæð 279.332 kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

16.Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar

1112061

Afrit af bréfi Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, dags. 9. desember 2011, vegna fyrirhugaðs niðurskurðar.

Lagt fram.

17.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar

1111088

Bréf verkefnastjóra atvinnumála dags. 12. desember 2011 ásamt meðfylgjandi drögum að reglum Akraneskaupstaðar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.

Lagt fram.

18.Atvinnu- og nýsköpunarhelgi 9.-12. mars 2012.

1112079

Bréf formanns starfshóps um atvinnumál, dags. 14. desember 2011, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð 900.000 kr. til að halda atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi þann 9.-12. mars 2012.

Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012.

19.Endurgreiðsluhlutfall - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

1112076

Bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, dags. 14. desember 2011. Lagt er til að frá 1. janúar 2012 verði endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri 73%. Útreikningurinn er byggður á útreikningum tryggingarstærðfræðings sjóðsins og byggð á ákvæðum greinar 23.1 í samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveitingu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.

20.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði

1109135

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu , dags. 30. desember 2011 og minnisblað bæjarritara dags. 14. desember 2011 um kaup á pökkunarbúnaði fyrir Fjöliðjuna að fjárhæð 3,7 m.kr fyrir utan vsk.

Guðmundur Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til kaupanna sem vísað verði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

21.Strætó bs. - útboð á akstri

1103168

Bréf frá VSÓ ráðgjöf dags. 13. desember 2011 þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu útboðs og val á tilboðum vegna aksturs. Tilboð bárust frá 9 aðilum í aksturinn. Lægsta tilboð barst frá Hópbílum hf. að fjárhæð 45.8 m.kr. VSÓ Ráðgjöf leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

22.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Þorvaldur Vestmann og Ívar Pálsson lögmaður gerðu grein fyrir stöðu málsins. Gert er ráð fyrir kostnaði við eignarnámsbætur í samræmi við niðurstöður matsnefndar eignarnámsbóta um bætur fyrir lóðirnar vegna legu göngustígs um lóðir viðkomandi eigenda. Áætlaður kostnaður er 41,0 m.kr. sem er um 30 m.kr. kostnaður umfram fyrri áætlun.

Guðmundur Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði heimild til að ljúka málinu í samræmi við niðurstöður matsnefndar eignarnámsbóta og að bæjarstjóra verði heimilað að undirrita nauðsynleg afsöl þar að lútandi. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

23.Starfshópur um atvinnumál - 13

1111019

Fundargerð frá 16. nóvember 2011.

Lögð fram.

24.Starfshópur um atvinnumál - 14

1111037

Fundargerð frá 30. nóvember 2011.

Lögð fram.

25.Starfshópur um atvinnumál - 15

1112015

Fundargerð frá 13. desember 2011.

Lögð fram.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð stjórnar, frá 25. nóvember 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00