Fara í efni  

Bæjarráð

3155. fundur 13. júní 2012 kl. 08:00 - 11:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Hrönn Ríkharðsdóttir (HR) varaformaður
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Rekstrarniðurstaða janúar - apríl 2012 fyrir A- og B -hluta Akraneskaupstaðar. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 7. júní 2012.
Niðurstaða A og B hluta Akraneskaupstaðar fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 61,9 m.kr miðað við fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 32,1 m.kr jákvæðri niðurstöðu. Niðurstaðan að teknu tilliti til fjármagnsliða sýnir tap sem nemur 31,9 m.kr, en áætlun gerði ráð fyrir 12,7 m.kr. jákvæðri niðurstöðu.

Lagt fram.

2.Saga Akraness - ritun.

906053

Samningur við Hjálmar Gunnlaug Haraldsson um ritun Sögu Akraness, III bindi. Samningurinn gerir ráð fyrir verktíma árin 2012 - 2014.

Afgreiðslu frestað.

3.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf Draupnis lögmannsþjónustu dags. 30. maí 2012 þar sem krafist er viðurkenningar á bótaskyldu skv. 51. gr. skipulagslaga og áskorun um dómkvaðningu matsmanna.

Bæjarráð felur lögmanni bæjarins að annast málið í samráði við bæjarstjóra.

4.Innheimta fasteignagjalda - samningur

1204097

Samningur við Motus um innheimtuþjónustu vegna innheimtu fasteignagjalda ásamt minnisblaði Motus dags.22. maí 2012. Samningurinn er til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir samninginn. Einar óskar bókað að hann er ekki sammála ákvörðun bæjarráðs.

5.Hvalfjarðargöng - ákvörðun um veggjald

1205069

Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 29. maí 2012, um ákvörðun um veggjald í Hvaljarðargöng. Fram kemur í bréfinu að tilskipun Evrópuþingsins um gjaldskrá bifreiða nær ekki til fólksbifreiða og mun því ekki koma til breytinga á gjaldskrá í Hvalfjarðargöng vegna tilskipunarinnar.

Lagt fram.

6.Átak í atvinnumálum 2012 - framlag

1112149

Minnisblað starfsmannastjóra dags. 7. júní 2012, um átak í atvinnumálum 2012. Fram kemur að vel hafi tekist til með að útvega námsmönnum og atvinnuleitendum sumarstörf og að úthlutuð fjárheimild muni skila tilætluðum árangri sem stefnt var að með fjárveitingu.

Lagt fram.

7.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 8. júní 2012, þar sem sótt er um viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 5.226.320,- vegna veikinda starfsmanna í skólum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr potti og verði getið í viðauka með fjárhagsáætlun.

8.Umsókn um launað námsleyfi júní 2012

1205198

Bréf fjölskylduráðs dags. 6. júní 2012, þar sem afgreiðslu um launað leyfi starfsmanns er vísað til bæjarráðs.

Með vísan til gildandi fjárhagsáætlunar getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

9.Launalaust leyfi

1206001

Bréf leikskólastjóra Vallarsels dags. 24. maí 2012 þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á eins árs launalausu leyfi starfsmanns.

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Launalaust leyfi

1205136

Bréf fjölskylduráðs dags. 6. júní 2012, þar sem óskað er staðfestingar á að veita starfsmanni eins árs launalaust leyfi.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Kalmansvellir 6 - byggingarleyfisgjöld

1205155

Minnisblað bæjarritara dags. 30. maí 2012, vegna erindis Akraborgar á frestun á greiðslu gatna- og þjónustugjalda vegna viðbyggingar við Kalmansvelli 6, á Akranesi að fjárhæð kr. 9.710.980,-.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

12.Jörundarholt - stórbílastæði.

1206004

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 5. júní 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að notkun á stórbílastæði við Jörundarholt verði breytt þannig að aðeins verði heimilt að leggja fólksbílum og að fullnægjandi aðstaða verði gerð við Kalmansvelli 5 fyrir stóra bíla og atvinnutæki.

Bæjarráð tekur undir að stórbílastæði við Jörundarholt verði breytt, og felur skipulags- og umhverfisnefnd að ganga frá nauðsynlegum skipulagsbreytingum.

13.Vegmerkingar á Akranesi

1012071

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 5. júní 2012, um að sett verði upp þjónustumerki við helstu akstursleiðir til leiðbeiningar fyrir gesti um þjónustu og áhugaverða staði á Akranesi.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisstofu að leggja upp tillögu að áföngum um merkingar sem rúmast innan fjárhagsáætlunar. Tillagan verði unnin í samráði við verkefnastjóra Akranesstofu.

14.Kaffi ást ehf. Kirkjubraut 8 - rekstrarleyfi

1205119

Bréf sýslumannsins á Akranesi dags. 15. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar vegna rekstur Veitingahússins Kaffi Ástar ehf. við Kirkjubraut 8 á Akranesi. Óskað er heimildar til opnunar til kl. 01:00 alla daga, þó til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags svo og fimmtudaga til kl. 03:00. Einnig er sótt um heimild til útiveitinga til kl. 23:00.

Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfi fyrir sitt leyti, þó einungis til kl. 23:00 dag hvern.

15.Aggapallur, veitingastaður á Jaðarsbökkum - rekstrarleyfi

1206049

Bréf sýslumannsins á Akranesi dags. 7. júní 2012 þar sem óskað er umsagnar vegna veitingareksturs á Aggapalli við Jaðarsbakka. Sótt er um leyfi til veitingasölu frá kl. 10:00 - 18:00 virka daga og frá kl. 11:00 - 17:00 um helgar.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

16.Bakkatún 32 - rökstuðningur f. fasteignamati

1204147

Bréf Þjóðskrár Íslands, Bréf Pacta lögmanna og tölvupóstur bæjarritara dags. 4. júní 2012, þar sem farið hefur verið yfir endurmat Þjóðskrár á fasteignum við Bakkatúni 32, 30, 26, Krókatúni 22-24 og Suðurgötu 34 í eigu Grenja ehf.

Lagt fram.

17.Skógahverfi - leikvöllur

1206044

Bréf 70 íbúa í Skógahverfi dags. 31. maí 2012, þar sem áréttuð er ósk þeirra um að gerður verði leikvöllur í Skógahverfi eins og gert er ráð fyrir í skipulagi hverfisins.

Bæjarráð þakkar íbúum í Skógarhverfi fyrir áhuga þeirra á nærumhverfi sínu. Bæjarráð getur hinsvegar ekki orðið við beiðni bréfritara um byggingu leikvallar í ljósi þess að fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir ekki ráð fyrir fjárveitingu til þess. Bæjarráð er hinsvegar reiðubúið til að ráðstafa allt að kr. 250.000.- til efniskaupa sem Framkvæmdastofa getur haft til ráðstöfunar í samráði við íbúa, sé til þess vilji meðal íbúa að standa fyrir gerð leiktækja og aðstöðu sem nýst gæti tímabundið á umræddu svæði. Haft skal um það samráð við Framkvæmdastofu.

18.Styrktarsjóður EBÍ 2012

1205148

Bréf Brunabótar dags. 22. maí 2012, um styrktarsjóð eignarhaldsfélags Brunabótafélags Ísland og reglur sjóðsins samþykktar 26. september 2011.

Vísað til Akranesstofu til umfjöllunar og úrvinnslu.

19.Æðaroddi - framkvæmdir vegna lóðaúthlutunar

1203077

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 12. júní 2012 þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs á að nýta gatnagerðargjöld lóðarinnar til nauðsynlegra framkvæmda við að færa reiðleið sem nú liggur yfir lóðina.

Bæjarráð samþykkir erindið, fjárráðstöfun verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun.

20.Almenningssamgöngur á Vesturlandi - fundargerðir starfshóps

1205154

Fundargerðir vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi frá 14. mars 2012 og og 23. maí 2012.

Lagðar fram.

21.Háhiti ehf. - fundargerðir

1102167

Aðalfundargerð Háhita ehf. fyrir árin 2010 og 2011 frá 30. maí 2012.

Lögð fram.

22.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012

1206079

Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands frá 29. mars og 6. júní 2012.

Lagðar fram.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

797. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. maí 2012.

Lögð fram.

24.Fundargerðir atvinnumálanefndar

1107115

Fundargerðir númer 18 og 19 frá 29. mars og 7. maí 2012.

Lagðar fram.

25.Bæjarráð - kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. 13. gr.

1206054

Tilkynning bæjarstjórnar frá 12. júní 2012, þar sem greint er frá kjöri aðal- og varamanna í bæjarrráð.

Lagt fram.

26.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.

1206062

Tilkynning bæjarstjórnar frá 12. júní 2012, þar sem greint er frá því að bæjarráð fari með umboð bæjarstjórnar til afgreiðslu og fullnustu mála á meðan sumarfríi bæjarstjórnar stendur.

Lagt fram.

27.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Minnisblöð fjármálastjóra, dags. 12. júní 2012 vegna vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2013 - 2016.

Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

28.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2012

1206080

Minnisblað fjármálastjóra, dags. 12. júní 2012 varðandi áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins 2012, A- og B hluta, ásamt upplýsingar um rekstur Höfða á árinu 2012.

Á fundinn mætti til viðræðna, Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

29.Forsetakosningar 30. júní 2012

1204036

Bæjarritari óskar heimildar bæjarráðs að bæjarstjóri að höfðu samráði við yfirkjörstjórn leggi fram kjörskrá vegna forsetakosninga. Kjörskrá skal leggja fram í síðasta lagi þann 20. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir erindið.

30.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8.júní 2012 ásamt tillögu að eigendastefnu.

Bæjarráð óskar eftir kynningarfundi með fulltrúum eigendanefndar þar sem stefnan verður kynnt bæjarfulltrúum.

31.Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum

1112055

Umræða um fyrirkomulag á starfsemi sem tengist verkefnastjórum atvinnu- og ferðamála.

Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00