Bæjarráð
|
1. 2601-0244 - Fyrirspurn um kaup á Suðurgötu 57 - 2510186 Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Bæjarráð samþykkir samning um sölu á fasteigninni Suðurgötu 57 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Samþykkt 3:0 |
|
2. 2601-0355 - Skipurit Akraneskaupstaðar 2025 Skipuritsbreytingar 2025, fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn 9. desember 2025 og síðari umræða áætluð þann 13. janúar 2026. Alls fengu 22 starfsmenn miðlægrar stjórnsýslu tilkynningu um breytingarnar og þess óskað að viðkomandi létu uppi athugasemdir við breytingarnar. Alls bárust fimm umsagnir og þar af voru tvær með efnislegar ábendingar og athugasemdir. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að undir Stjórnsýslu verði "Verkferlar" í stað "Verkferlar og gæði" enda heyra "Gæðamál" undir Þjónustu- og þróunardeild og var þetta atriði því tvítalið í skipuritinu. Samþykkt 3:0 |
|
3. 2601-0361 - Úthlutun lóða í Flóahverfi - Reglur Úthlutun atvinnulóða í Flóahverfi 2026. Bæjarráð samþykkir tímabundið, í samræmi við 4. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjald, til að auka eftirspurn eftir lóðum, að heimilt verði að greiða gatnagerðargjald, vegna úthlutunar atvinnulóða Flóahverfi, á eftirfarandi hátt: Hlutfall af gatnagerðargjaldi viðkomandi lóðar: 100% eftir eitt ár frá úthlutun lóðar. Heimildin tekur til lóða sem úthlutað er á tímabilinu 1. janúar 2026 til og með 31. ágúst 2026. Gjöld skulu verðbætt m.t.t. byggingarvísitölu hverju sinni. Eftir 31. ágúst 2026, skulu gjalddagar vera samkvæmt gildandi gjaldskrá fyrir gatnagerðagjald í Akraneskaupstað. Gera þarf samninga um dreifingu gjaldanna við lóðarhafa og tryggja veðstöðu gjaldanna með tryggingarbréfi á 1.sta veðrétti í viðkomandi lóð. Samþykkt 3:0 Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Samþykkt 3:0 |
|
4. 2601-0362 - Úthlutun lóða í Skógarhverfi 3C - Reglur Úthlutun lóða í Skógarhverfi 3C. Bæjarráð samþykkir tímabundið, í samræmi við 4. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjald, til að auka eftirspurn eftir lóðum, að heimilt verði að dreifa greiðslum byggingarréttar- og gatnagerðargjalds, vegna úthlutunar byggingarlóða í Skógahverfi 3C, á eftirfarandi hátt: Hlutfall af gatna- og byggingarréttargjaldi viðkomandi lóðar: 25% innan mánaðar frá lóðaúthlutun. 25% við veitingu byggingarleyfis, þó að hámarki eitt ár frá úthlutun lóðar. 50% eftir tvö ár frá úthlutun lóðar. Heimildin tekur til lóða sem úthlutað er á tímabilinu 1. nóvember 2025 til og með 31. ágúst 2026. Gjöld skulu verðbætt m.t.t. byggingarvísitölu hverju sinni .Eftir 31. ágúst 2026, skulu gjalddagar vera samkvæmt gildandi gjaldskrá fyrir gatnagerðagjald í Akraneskaupstað. Gera þarf samninga um dreifingu gjaldanna við lóðarhafa og tryggja veðstöðu gjaldanna með tryggingarbréfi á 1.sta veðrétti í viðkomandi lóð. Samþykkt 3:0 Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Samþykkt 3:0 |
|
5. 2601-0227 - Hvalfjarðarsveit - þjónustusamningur við Akraneskaupstað vegna bókasafns Þjónustusamningur við Akraneskaupstað vegna bókasafns. Erindi barst frá Hvalfjarðarsveit þann 22. desember sl. þar sem óskað var tiltekinna viðbótarupplýsinga svo sem um sundurliðun rekstrarkostnaðar undanfarin 6 ár, fjölda virkra bókasafnskorta undanfarin þrjú ár sundurliðað eftir lögheimiliskráningu, áætlaður umsýslukostnaður vegna rekstrareiningarinnar (bókasafnsins) og hvort starfsemi innan bókasafns feli í sér aðra þjónustu en tilgreind er í bókasafnslögum nr. 150/2012. Svar er til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar en áform Hvalfjarðarsveitar er að leggja málið fyrir sveitarstjórnarfund þann 14. janúar nk. Málið er til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar og bæjarráð leggur áherslu á að fyrirspurninni verði svarað sem fyrst. Samþykkt 3:0 |
|
6. 2601-0253 - Stofnframlög - Samningar 2025 Brynja leigufélag Fyrir liggja samþykktar úthlutanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Akraneskaupstaðar vegna umsókna Brynju leigufélags (áður Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands) um stofnframlög sem nauðsynlegt er að formgera með eiginlegum samningum. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi stofnframlagssamninga Akraneskaupstaðar og Brynju leigufélags ses. og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Samþykkt 3:0 Um er að ræða stofnframlagssamninga um eftirtaldar íbúðir: Hagaflöt 11, íbúð 304. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 6.497.808. Heiðarbraut 40, íbúð 103. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 3.329.412. Asparskógar 1, íbúð 107. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 4.930.565. Asparskógar 15, íbúð 102. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 7.016.676. |
Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





