Fara í efni  

Bæjarráð

3191. fundur 14. júní 2013 kl. 08:15 - 10:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Þór Valsson varamaður
 • Steinar Dagur Adolfsson
Starfsmenn
 • Andrés Ólafsson fjármálastjóri
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Skólamál 2013 - starfshópur

1211114

Hörður Helgason formaður, kynnti skýrslu starfshópsins.

2.Miðbær - átak í samstarfi við Íbúðalánasjóð

1306074

Bæjarstjóri kynnti hugmyndir að samstarfi við Íbúðalánasjóð um fegrun miðbæjarins.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar fyrir janúar - apríl 2013. Fjármálastjóri fór yfir stöðuna.

Lögð fram.

4.Írskir dagar - reglur á tjaldsvæði í Kalmansvík

1306006

Erindi verkefnastjóra í menningartengdum verkefnum dags. 7. júní 2013, þar sem lagðar eru fram reglur á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Írskum dögum til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.

5.Sólmundarhöfði 7, aðgerðir v/ áframhaldandi framkvæmda

1210168

Tillaga bæjarstjóra dags. 13. júní 2013, um að fella niður dagsektir á hendur Reginn Í1 ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.Inga Elín Cryer - styrkbeiðni

1306031

Styrkbeiðni frá Ingu Elínu Cryer dags. 4. júní 2013, vegna keppni á Mare Nostrum mótaröðinni í sundi 10.- 15. júní í Barselona á Spáni og Canet í Frakklandi.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Kaffi Ást - beiðni um lengri opnunartíma

1306070

Tölvupóstur frá Kaffi Ást ehf. dags. 6. júní 2013, þar sem óskað er eftir að hafa lengri opnunartíma aðfararnótt 6. og 7. júlí n.k. (á Írskum dögum) til kl. 4:00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.Tekjutenging afslátta af þjónustugjöldum 2013 - starfshópur

1211103

Tölvupóstur Karls Alfreðssonar formanns starfshóps um tekjutengingu afslátta af þjónustugjöldum, dags. 10. júní 2013 þar sem óskað er eftir fresti fyrir nefndina til að starfa fram á haust og stefna að skilum fyrir 1. desember 2013.

Bæjarráð samþykkir frestinn.

9.Erindi til bæjarráðs v/fasteignagjalda

1306075

Trúnaðarmál.

Afgreiðslu frestað.

10.Erindi til bæjarráðs v/fasteignagjalda

1306076

Trúnaðarmál.

Afgreiðslu frestað.

11.Snorrastofa - Héraðsskólar Borgfirðinga, umsókn um útgáfustyrk

1306081

Umsókn forstöðumanns Snorrastofu dags. 6. júní 2013, um útgáfustyrk vegna útgáfu bókar um héraðsskóla Borgfirðinga.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.

1306018

Kynning á nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaunum í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013, sem haldin verður 29. janúar 2014 á Grand hóteli í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

13.Fasteignaskattur 2013 - umsóknir félaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

1302195

Tillaga fjármálastjóra dags. 4. júní 2013, um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum 2013.

Bæjarráð samþykkir a. tillögu fjármálastjóra .

Fjárveitingin verði færð af liðnum "óviss útgjöld" 21-95-4995.

14.Breiðin - Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, árið 2013

1304196

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7. maí 2013. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur ákveðið að veita Akraneskaupstað styrk að upphæð kr. 3.400.000,- til hönnunar og framkvæmda á Breiðinni.

Bæjarráð samþykkir að fara í framkvæmdir sbr. styrkúthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun styrkja, "Breiðin á Akranesi" og "Útivistarperlan Langisandur á Akranesi" . Bæjarráð samþykkir jafnframt að setja kr. 1.550.000,- vegna lagfæringar á Breiðinni sumarið 2013. Fjárhæðin komi í viðauka af liðnum "óráðstafað" 21-95-4995.

15.Faxabraut 3 - eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

Samþykkt var í bæjarstjórn 21. júní 2011 að selja eignarhlut Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3. Eignin er óseld. Framkvæmdaráði hefur borist beiðni frá Magnúsi Garðarssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um leigu á eigninni til allt að 12 mánaða með forkaupsrétti að leigutíma loknum. Framkvæmdaráð fellst á erindið.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

16.Kirkjuhvoll - ýmis málefni

1305222

Erindi menningarmálanefndar dags. 12. júní 2013, þar sem eftirfarandi er lagt til við bæjarráð:
1. Að ráðinn verði starfsmaður í Kirkjuhvol sem heldi utanum listaverkasafn ásamt verkefnum fyrir Ljósmyndasafn Akraness og Héraðsskjalasafn Akraness. Starfsmaðurinn yrði staðsettur í bókasafninu.
2. Lagt er til við bæjarráð að auglýst verði eftir áhugasömum aðila til að reka lifandi starfsemi í húsinu eða húsið auglýst til sölu eða leigu.

Bæjarráð telur ekki tímabært að ráða starfsmann í Kirkjuhvol en felur bæjarstjóra að skoða nýtingarmöguleika Kirkjuhvols.

17.Þjónustukönnun Capacent Gallup 2012

1305187

TRÚNAÐARMÁL - Bæjarstjóri fer yfir niðurstöður þjónustukönnunar Capacent 2012.

18.Einigrund 2 - tilboð um kaup á íbúð 0303 (210-2549)

1303062

Bæjarráð felur Steinari Adolfssyni framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi við eiganda íbúðarinnar við Einigrund 2 íbúð 0303, sbr. fyrri samykktir.

19.Tilnefning í menningarmálanefnd

1303078

Bæjarráð samþykkir að skipa Helgu Kristínu Björgólfsdóttir sem aðalmann í menningarmálanefnd í stað Elsu Láru Arnardóttur sem hefur beðist lausnar og Valdísi Eyjólfsdóttur sem varamann.

20.Samstarfsnefnd - 149

1305012

Fundargerð samstarfsnefndar nr. 149 frá 13. maí 2013 lögð fram til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur samstarfsnefndar frá 13. maí 2013.

21.Menningarmálanefnd - 2

1305017

Fundargerð menningarmálanefndar frá 21. maí 2013.

Lögð fram.

22.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí 2013 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00