Bæjarráð
Dagskrá
1.Starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs á mennta- og menningarsviði
2511158
Sviðsstjóri óskar eftir því við bæjarráð að fá heimild til að stofna til nýs 80% starfs verkefnastjóra, tímabundið til eins árs, á mennta- og menningarsviði/skóla- og frístundasviði sem mætt verður innan fjárheimilda málaflokks 04 (styrkveiting mennta- og barnamálaráðuneytisins).
Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 1 til og með 6.
Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 1 til og með 6.
2.Útilistaverk Akraneskaupstaðar - Fjármagn til viðhalds
2511053
Akraneskaupstaður á fjölda útilistaverka og vegglistaverka, staðsett víðsvegar um bæinn.
Til að tryggja að þessi verk njóti viðeigandi verndar og að almenningur hafi aðgang að þeim við góðar aðstæður, er nauðsynlegt að setja fast fjármagn í reglubundið viðhald.
Verkefnastjóri menningarmála lagði fram áætlun og rökstuðning um reglulegt viðhald fyrir menningar- og safnanefnd sem var samþykkt á fundi þeirra þann 12. nóvember 2025.
Málinu vísað til skóla- og frístundaráðs til upplýsingar og til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Vera Líndal Guðnadóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 3.
Til að tryggja að þessi verk njóti viðeigandi verndar og að almenningur hafi aðgang að þeim við góðar aðstæður, er nauðsynlegt að setja fast fjármagn í reglubundið viðhald.
Verkefnastjóri menningarmála lagði fram áætlun og rökstuðning um reglulegt viðhald fyrir menningar- og safnanefnd sem var samþykkt á fundi þeirra þann 12. nóvember 2025.
Málinu vísað til skóla- og frístundaráðs til upplýsingar og til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Vera Líndal Guðnadóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 3.
Bæjarráð telur rétt að til framtíðar litið sé rétt að veita fastri fjárhæð til að mæta viðhaldskostnaði og e.a. til endurnýjunar ljósa o.fl.
Vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða sem stendur fellst bæjarráð þó ekki að erindið og beinir þeim tilmælum til menningar- og safnanefndar að fjárhæð sú sem ætluð er til nýkaupa á yfirstandi ári sem og hinu næsta verði nýtt til viðhalds og/eða endurbóta útilista- og vegglistaverka í eigu Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
Vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða sem stendur fellst bæjarráð þó ekki að erindið og beinir þeim tilmælum til menningar- og safnanefndar að fjárhæð sú sem ætluð er til nýkaupa á yfirstandi ári sem og hinu næsta verði nýtt til viðhalds og/eða endurbóta útilista- og vegglistaverka í eigu Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
3.Bíóhöllin - Útboð og samningur 2026 - 2029 (rekstur og umsjón)
2511062
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 20. nóvember 2025 og fól sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að rekstur bíóhallarinnar verði boðin út að nýju enda fyrri samningur útrunninn.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasvið frekari úrvinnslu málsins.
Útboðsgögnin komi fyrir bæjarráðs til samþykktar er þau ligggja fyrir.
Samþykkt 3:0
Bæjarráði þykir miður að tímamörk vegna nýs útboðs hafi ekki staðist en gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúinn til yfirferðar á fyrsta fundi ráðsins á nýju ári sem verður þann 15. janúar 2026.
Vera Líndal Guðnadóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasvið frekari úrvinnslu málsins.
Útboðsgögnin komi fyrir bæjarráðs til samþykktar er þau ligggja fyrir.
Samþykkt 3:0
Bæjarráði þykir miður að tímamörk vegna nýs útboðs hafi ekki staðist en gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúinn til yfirferðar á fyrsta fundi ráðsins á nýju ári sem verður þann 15. janúar 2026.
Vera Líndal Guðnadóttir víkur af fundi.
4.Dagforeldrar - stofn- og aðstöðustyrkur
2511156
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður veiti stofn- eða aðstöðustyrk til dagforeldra, allt að 250.000 kr, gegn eins árs starfsskyldu. Styrkurinn er hugsaður sem hvatning til að hefja störf sem dagforeldri í sveitarfélaginu og sem hvatning til þeirra sem þegar eru starfandi. Áætlaður kostnaður gjaldfærist af fjárhagslykli 04200 og mun ekki koma til kostnaðarauka umfram fjárheimildir.
Bæjarráð samþykkir tillögu um stofn eða aðstöðustyrk til dagforeldra á árinu 2026 en gert er ráð fyrir útgjöldunum í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun. Kostnaðurinn verður færður á deild 04200.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Staða í leikskólum um áramót 2025-2026
2511049
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að börnum sem fædd eru í júnímánuði 2024 og eiga lögheimili í sveitarfélaginu 15. nóvember 2025, verði veitt leikskólapláss í byrjun árs 2026.
Bæjarráð þakkar fyrir fyrirliggjandi greiningu og samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs sem felur í sér að börnum sem fædd eru í júnímánuði 2024 og eiga lögheimili á Akranesi þann 15. nóvember sl. verði boðin leikskólapláss í byrjun árs 2026.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstaðan verði vel kynnt fyrir hlutaðeigandi foreldrahópum.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstaðan verði vel kynnt fyrir hlutaðeigandi foreldrahópum.
Samþykkt 3:0
6.Uppbygging mannvirkja á Jaðarsbökkum - skipan starfshóps.
2510054
Bæjarráð fjallaði um máli á fundi sínum þann 20. nóvember 2025 og fól sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréfs starfshóps varðandi uppbyggingu mannvirkja á Jaðarsbökkum og vísar því til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
7.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2026
2510100
Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2026 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2026 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Breytingar á gjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs
2510009
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 20. nóvember 2025 og óskaði eftir nánari skýringum á tilteknum atriðum og fól sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar bæjarráðs þann 27. nóvember nk.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 8 til og með 12.
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar bæjarráðs þann 27. nóvember nk.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 8 til og með 12.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Gjaldskrá fyrir úrgangsmál - fyrir 2026
2510012
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá úrgangsmála fyrir 2026 og vísar henni áfram til bæjarráðs. Einnig er samþykkt tillaga um rafræn klippikort fyrir losun gjaldskylds úrgangs frá heimilum. Fyrir árið 2026 verði innifalin 12 klipp til ráðstöfunar fyrir eiganda hverrar íbúðar, sem falla síðan niður í lok árs.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá úrgangsmála fyrir árið 2026 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
10.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
2507075
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 25. nóvember 2025 endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026-2029 og vísar henni áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til grundvallar endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og vegna tímabilsins 2027 til og með 2029 við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
11.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
2505217
Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.
Málið er til áframhaldandi vinnslu hjá bæjarráði á næsta fundi ráðsins sem verður þann 4. desember nk. sem er lokafundur bæjarráðs fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun sem fram fer þann 9. desember 2025.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
12.Úthlutun lóða Skógahverfis 3C - Skógarlundur 17 og 19
2511178
Úthlutun lóða í Skógarhverfi 3c, lóðir í úthlutun Skógarlundur nr. 17. og nr. 19.
Bæjarráð samþykkir að raðhúsalóðirnar Skógarlundur nr. 17 og Skógarlundur nr. 19 fari í hefðbundna úthlutun samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar (útdráttur) en um er að ræða nýja úthlutun eftir skipulagsbreytingu sbr. samþykkt bæjarstjórnar þann 28. október sl. á fundi nr. 1421.
Samþykkt 3:0
Auglýsing um væntanlega úthlutun skal birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og úthlutunarvef Akraneskaupstaðar 300akranes.is
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að auglýsingin birtist föstudaginn 28. nóvember nk. og að umsóknarfrestur verði til og með 12 desember nk.
Á lóðarvef Akraneskaupstaðar 300akranes.is verður að finna allar nánari upplýsingar um hlutaðeigandi lóðir.
Stefnt er að sérstökum úthlutunarfundi bæjaráðs þann 18. desember nk.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Auglýsing um væntanlega úthlutun skal birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og úthlutunarvef Akraneskaupstaðar 300akranes.is
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að auglýsingin birtist föstudaginn 28. nóvember nk. og að umsóknarfrestur verði til og með 12 desember nk.
Á lóðarvef Akraneskaupstaðar 300akranes.is verður að finna allar nánari upplýsingar um hlutaðeigandi lóðir.
Stefnt er að sérstökum úthlutunarfundi bæjaráðs þann 18. desember nk.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
13.Tækifærisleyfi - Jólaball 26.12.2025 og áramótaball 01.01.2026
2511117
Tækifærisleyfi - Jólaball 26.12.2025 og áramótaball 01.01.2026 í Íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Gert er ráð fyrir að viðburðirnir standi annars vegar frá kl. 22:00 þann 26. desember til kl. 04:30 þann 27. desember nk. og hins vegar frá kl. og hins vegar frá kl. 00:30 - 04:30 þann 1. janúar nk.
Gert er ráð fyrir að viðburðirnir standi annars vegar frá kl. 22:00 þann 26. desember til kl. 04:30 þann 27. desember nk. og hins vegar frá kl. og hins vegar frá kl. 00:30 - 04:30 þann 1. janúar nk.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins sem fram fer þann 4. desember nk.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
14.Ráðning viðburðastjóra 2026
2511061
Viðburðir 2026 - ráðning viðburðarstjóra.
Sviðsmyndagreining varðandi framlag til viðburða o.fl. og beiðni um aukna fjárveitingar til að standa straum af kostnaði vegna ráðningar viðburðarstjóra.
Sviðsmyndagreining varðandi framlag til viðburða o.fl. og beiðni um aukna fjárveitingar til að standa straum af kostnaði vegna ráðningar viðburðarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita 4,5 m.kr. viðbótarframlag til viðburðahalds á árinu 2026 sem mætt verður af lið 20830-4995.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
15.Samstarf sveitarfélaga - kostir og gallar
2510081
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. október að senda Hvalfjarðarsveit erindi þar sem lagt er til sveitarfélögin setji á laggirnar stýrihóp sem taki saman eða láti taka saman greiningu óháðs aðila á kostum og göllum þess að sveitarfélögin sameinist.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar afgreiddi erindið á fundi sínum þann 26. nóvember sl. og hafnaði tillögu Akraneskaupstaðar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar afgreiddi erindið á fundi sínum þann 26. nóvember sl. og hafnaði tillögu Akraneskaupstaðar.
Á 432. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem fram fór þann 26. nóvember síðastliðinn var tillaga bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar um könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar harmar að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafi ákveðið að verða ekki við ósk okkar um könnun óháðs aðila á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna. Við teljum að slík athugun hefði getað orðið fagleg, gagnsæ og til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga - án þess að fyrir lægi ákvörðun eða skuldbinding um sameiningu. Við teljum að niðurstöður frá óháðum aðila um kosti og galla sameiningar ásamt kynningu fyrir íbúa hefði getað veitt íbúum beggja sveitarfélaga mikilvægar upplýsingar til að vita hvaða þýðingu sameining hefði. Sérstaklega hefðu slíkar upplýsingar getað orðið gagnlegar fyrir íbúa áður en gerð yrði viðhorfskönnun um hug íbúa til sameiningarmála, eins og fram kemur í bókun sveitarstjórnar að til standi að gera samhliða sveitarstjórnarkosningum á komandi vori.
Eins og fram kom í okkar erindi var markmið okkar að hefja opið og málefnalegt samtal, sérstaklega í ljósi þeirra breytinga á sveitarstjórnarlögum sem nú eru til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar fela m.a. í sér:
- Skýrari reglur um að kostnaðarskipting byggi á raunkostnaði við þjónustu í hverju sveitarfélagi.
- Heimild til handa því sveitarfélagi sem veitir þjónustu að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu.
Ljóst er að þessar breytingar munu hafa áhrif á núverandi þjónustusamninga sveitarfélaganna og kalla á endurskoðun þeirra, þar sem gjaldtaka þarf að taka mið af raunverulegum kostnaði og rekstrarumfangi. Að okkar mati hefði sameiginleg greining á framtíðarsamstarfi, þar á meðal mögulegri sameiningu, getað auðveldað sveitarfélögunum að bregðast sameiginlega við þessum breytingum.
Við virðum að sjálfsögðu ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þó við deilum ekki þeirri sýn hennar að núverandi sveitarstjórn hafi ekki umboð til að hefja slíkt stefnumarkandi verkefni eins og fram kemur í þeirra bókun. Þau sem nú sitja í sveitarstjórnum á Íslandi hafa fullt umboð til að stýra sínum sveitarfélögum allt fram að kosningum í maí 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjórum:
- Að taka saman yfirlit yfir alla samninga sem í gildi eru um samstarf Akraness og Hvalfjarðarsveitar, með upplýsingum um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna og samanburði við raunkostnað Akraneskaupstaðar við veitta þjónustu, að meðtalinni kostnaðarhlutdeild í rekstri yfirstjórnar kaupstaðarins.
- Að taka saman yfirlit yfir alla þá þjónustu sem Akraneskaupstaður veitir og íbúar Hvalfjarðarsveitar nýta sér án þess að um þjónustuna hafi verið gerður sérstakur samningur milli sveitarfélaganna eða hann ekki endurnýjaður.
- Að gera mat á stöðu þessara samstarfssamninga og þjónustuþátta með tilliti til boðaðra breytinga á sveitarstjórnarlögum, sérstaklega hvað varðar reglur um að kostnaðarskipting byggi á raunkostnaði og heimildir til að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu með umbeðnum upplýsingum á fundi bæjarráðs þann 11. desember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð Akraneskaupstaðar harmar að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafi ákveðið að verða ekki við ósk okkar um könnun óháðs aðila á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna. Við teljum að slík athugun hefði getað orðið fagleg, gagnsæ og til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga - án þess að fyrir lægi ákvörðun eða skuldbinding um sameiningu. Við teljum að niðurstöður frá óháðum aðila um kosti og galla sameiningar ásamt kynningu fyrir íbúa hefði getað veitt íbúum beggja sveitarfélaga mikilvægar upplýsingar til að vita hvaða þýðingu sameining hefði. Sérstaklega hefðu slíkar upplýsingar getað orðið gagnlegar fyrir íbúa áður en gerð yrði viðhorfskönnun um hug íbúa til sameiningarmála, eins og fram kemur í bókun sveitarstjórnar að til standi að gera samhliða sveitarstjórnarkosningum á komandi vori.
Eins og fram kom í okkar erindi var markmið okkar að hefja opið og málefnalegt samtal, sérstaklega í ljósi þeirra breytinga á sveitarstjórnarlögum sem nú eru til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar fela m.a. í sér:
- Skýrari reglur um að kostnaðarskipting byggi á raunkostnaði við þjónustu í hverju sveitarfélagi.
- Heimild til handa því sveitarfélagi sem veitir þjónustu að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu.
Ljóst er að þessar breytingar munu hafa áhrif á núverandi þjónustusamninga sveitarfélaganna og kalla á endurskoðun þeirra, þar sem gjaldtaka þarf að taka mið af raunverulegum kostnaði og rekstrarumfangi. Að okkar mati hefði sameiginleg greining á framtíðarsamstarfi, þar á meðal mögulegri sameiningu, getað auðveldað sveitarfélögunum að bregðast sameiginlega við þessum breytingum.
Við virðum að sjálfsögðu ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þó við deilum ekki þeirri sýn hennar að núverandi sveitarstjórn hafi ekki umboð til að hefja slíkt stefnumarkandi verkefni eins og fram kemur í þeirra bókun. Þau sem nú sitja í sveitarstjórnum á Íslandi hafa fullt umboð til að stýra sínum sveitarfélögum allt fram að kosningum í maí 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjórum:
- Að taka saman yfirlit yfir alla samninga sem í gildi eru um samstarf Akraness og Hvalfjarðarsveitar, með upplýsingum um kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna og samanburði við raunkostnað Akraneskaupstaðar við veitta þjónustu, að meðtalinni kostnaðarhlutdeild í rekstri yfirstjórnar kaupstaðarins.
- Að taka saman yfirlit yfir alla þá þjónustu sem Akraneskaupstaður veitir og íbúar Hvalfjarðarsveitar nýta sér án þess að um þjónustuna hafi verið gerður sérstakur samningur milli sveitarfélaganna eða hann ekki endurnýjaður.
- Að gera mat á stöðu þessara samstarfssamninga og þjónustuþátta með tilliti til boðaðra breytinga á sveitarstjórnarlögum, sérstaklega hvað varðar reglur um að kostnaðarskipting byggi á raunkostnaði og heimildir til að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu með umbeðnum upplýsingum á fundi bæjarráðs þann 11. desember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 11:55.






Útgjöldin færast á 04020.
Samþykkt 3:0