Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.
2.Akrakot - landamerki og hús
2509149
Á fundi bæjarráð þann 25. september 2025 fól ráðið bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en tengt samningnum eru m.a. atriði sem seljendur þurfa að hlutast til um og einnig þarf Akraneskaupstaður að segja upp búsetuheimild seljanda samkvæmt samningum fyrir tiltekinn tíma.
Uppsögnin var framkvæmd þann 30. september sl. en í framhaldinu kom erindi frá búseturétthafa um áframhaldandi búsetu e.a. með breyttu uppsagnarákvæði.
Uppsögnin var framkvæmd þann 30. september sl. en í framhaldinu kom erindi frá búseturétthafa um áframhaldandi búsetu e.a. með breyttu uppsagnarákvæði.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Þróunarfélag Grundartanga - starfsemi og fjármögnun 2026 - 2028
2510039
Á fundi bæjarráðs þann 9. október 2025 var erindi Þróunarfélagsins um áframhaldandi stuðning vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 vísað til fjárhagsáætlunargerðar en fulltrúa félagsins boðið að koma til fundar bæjarráðs þann 16. október 2025.
Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins á Grundartanga kærlega fyrir komuna á fundinn og þá kynningu sem hann fór yfir og upplýsingagjöf um starfsemi og áform félagsins.
Samþykkt 3:0
Guðjón Steindórsson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Guðjón Steindórsson víkur af fundi.
4.Fyrirspurn vegna kaupa á Suðurgötu 57
2510079
Fyrirspurn vegna kaupa á Suðurgötu 57 (Landsbankahúsið).
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að svara fyrirliggjandi erindi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Skógarlundur 24 - Umsókn um byggingarlóð
2507082
Afturköllun á lóðaumsókn - Skógarlundur 24.
Lóðarhafi óskar eftir að falla frá úthlutun bæjarráðs frá 13. ágúst sl.
Lóðarhafi óskar eftir að falla frá úthlutun bæjarráðs frá 13. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir erindið en einungis hafði verið greitt umsóknargjald vegna lóðarinnar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og að hlutast til um endurgreiðslu á umsóknargjaldinu að frádregnu umsýslugjaldi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og að hlutast til um endurgreiðslu á umsóknargjaldinu að frádregnu umsýslugjaldi.
Samþykkt 3:0
6.Brú lífeyrissjóður - Endurgreiðsluhlutfall lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 2026
2509169
Stjórn Brúar Lífeyrissjóðs, með vísan til bréfs tryggingastærðfræðings sjóðsins, leggur til óbreytt endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2026 og verði því áfram 67%.
Sú tillaga felur í sér að áfram er gengið á inneign (innborganir) Akraneskaupstaðar á skuldbindingu kaupstaðarins vegna starfsmanna hans, til að mæta væntum skuldbindingum annarra launagreiðenda vegna starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum samkvæmt samþykktum hans en viðkomandi starfsmenn hafa ekki verið í ráðningarsambandi við Akraneskaupstað. Fyrirkomulagið er tilkomið vegna ákvæða í samþykktum um bakábyrð kaupstaðarins á heildarskuldbindingum sjóðsins. Rétt er að taka fram að aðild viðkomandi starfsmanna að sjóðnum hefur þá verið samþykkt af sjóðstjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar á hverjum tíma.
Akraneskaupstaður hefur ítrekað átt í samskiptum við Brú Lífeyrissjóð vegna þessa en sjóðurinn telur ekki unnt að breyta fyrirkomulaginu og ber m.a. fyrir sig að um stjórnarskrárvarin réttindi sjóðsfélaga sé að ræða sem verði ekki skert með samþykktarbreytingum. Formleg synjun stjórnar Brúar Lífeyrissjóðs á ósk Akraneskaupstaðar hvað þetta varðar liggur fyrir dags. 20. júní 2023.
Heildarfjárhæð greiðslu Akraneskaupstaðar vegna þessa þáttar er samtals um 142,5 m.kr. vegna áranna 2023 og 2024 (58,7 m.kr. árið 2023 og 83,8 m.kr. árið 2024).
Sú tillaga felur í sér að áfram er gengið á inneign (innborganir) Akraneskaupstaðar á skuldbindingu kaupstaðarins vegna starfsmanna hans, til að mæta væntum skuldbindingum annarra launagreiðenda vegna starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum samkvæmt samþykktum hans en viðkomandi starfsmenn hafa ekki verið í ráðningarsambandi við Akraneskaupstað. Fyrirkomulagið er tilkomið vegna ákvæða í samþykktum um bakábyrð kaupstaðarins á heildarskuldbindingum sjóðsins. Rétt er að taka fram að aðild viðkomandi starfsmanna að sjóðnum hefur þá verið samþykkt af sjóðstjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar á hverjum tíma.
Akraneskaupstaður hefur ítrekað átt í samskiptum við Brú Lífeyrissjóð vegna þessa en sjóðurinn telur ekki unnt að breyta fyrirkomulaginu og ber m.a. fyrir sig að um stjórnarskrárvarin réttindi sjóðsfélaga sé að ræða sem verði ekki skert með samþykktarbreytingum. Formleg synjun stjórnar Brúar Lífeyrissjóðs á ósk Akraneskaupstaðar hvað þetta varðar liggur fyrir dags. 20. júní 2023.
Heildarfjárhæð greiðslu Akraneskaupstaðar vegna þessa þáttar er samtals um 142,5 m.kr. vegna áranna 2023 og 2024 (58,7 m.kr. árið 2023 og 83,8 m.kr. árið 2024).
Bæjarráð vísar ákvörðun um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda vegna ársins 2026 (67%) til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð er sem fyrr mjög ósátt við þá stöðu sem uppi er og hyggst m.a. fylgja því eftir með frekara samtali við Samband íslenskra sveitarfélaga en málið var tekið upp í vikunni við fulltrúa Sambandsins sem þessa dagana eru á fundaferð um landið og hitta öll sveitarfélögin nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á næsta ári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta fara fram skoðun á möguleikum Akraneskaupstaðar til að láta reyna á lögmæti fyrirkomulagsins sem að mati bæjarráðs felur í sér augljóst tjón fyrir Akraneskaupstað þar sem ekki er látið reyna á raunverulega ábyrgð viðkomandi launagreiðenda heldur gengið beint á bakábyrgðaraðila (Akraneskaupstað).
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Bæjarráð er sem fyrr mjög ósátt við þá stöðu sem uppi er og hyggst m.a. fylgja því eftir með frekara samtali við Samband íslenskra sveitarfélaga en málið var tekið upp í vikunni við fulltrúa Sambandsins sem þessa dagana eru á fundaferð um landið og hitta öll sveitarfélögin nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á næsta ári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta fara fram skoðun á möguleikum Akraneskaupstaðar til að láta reyna á lögmæti fyrirkomulagsins sem að mati bæjarráðs felur í sér augljóst tjón fyrir Akraneskaupstað þar sem ekki er látið reyna á raunverulega ábyrgð viðkomandi launagreiðenda heldur gengið beint á bakábyrgðaraðila (Akraneskaupstað).
Samþykkt 3:0
7.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss
2506125
Málið hefur verið til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 8.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 8.
Bæjarráð vísar samningsdrögunum, að teknu tilliti til framkominna athugasemda á fundinum, til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Gert er ráð fyrir að GL skili jafnframt umsögn um samningsdrögin sem vonandi getur legið fyrir er skóla- og frístundaráð tekur málið fyrir nk. miðvikudag þann 22. október.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Hrekkjavakan 2025 - Draugahús
2510074
Beiðni frá 9. bekk í Grundaskóla um að hafa viðburðinn draugahúsið á Byggðasafninu á Hrekkjavökunni 2025.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til úrvinnslu skóla- og frístundasviðs.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
9.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthlutunar 2025.
2510055
Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthlutunar 2025.
Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Akraness styrk vegna jólaúthlutunar 2025 samtals að fjárhæð kr. 500.000 en gert var ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins líkt og síðustu ár.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
10.Kostnaður sveitarfélaga við kosningar
2510069
Kostnaður sveitarfélaga við kosningar.
Hjá landskjörstjórn er nú unnið að því að greina kostnað við framkvæmd annarra kosninga en kosninga til sveitarstjórna í þeim tilgangi m.a. að framlag ríkisins til sveitarfélaga endurspegli kostnað þeirra, en ríkissjóður greiðir sveitarfélögum sérstakt framlag sem miðast við fjölda kjörstaða og kjósenda á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi, sbr. 7. gr. reglugerðar um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga í kosningum nr. 442/2024.
Hjá landskjörstjórn er nú unnið að því að greina kostnað við framkvæmd annarra kosninga en kosninga til sveitarstjórna í þeim tilgangi m.a. að framlag ríkisins til sveitarfélaga endurspegli kostnað þeirra, en ríkissjóður greiðir sveitarfélögum sérstakt framlag sem miðast við fjölda kjörstaða og kjósenda á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi, sbr. 7. gr. reglugerðar um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga í kosningum nr. 442/2024.
Bæjarráð fagnar erindinu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
11.153. mál til umsagnar - frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða - frestur til og með 27. október nk.
2510066
153. mál til umsagnar - frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða - frestur til og með 27. október nk.
Lagt fram.
12.Fundir bæjarráðs 2025
2504070
Ákvörðun um tímasetningu næsta aukafundar.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur ráðsins verði þann 23. október nk. kl. 08:15.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 15:00.
Samþykkt 3:0