Fara í efni  

Bæjarráð

3569. fundur 15. ágúst 2024 kl. 08:15 - 15:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hausthúsatorg - bensínstöð N1

2112034

Endurskoðun samnings við Festi.



Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með nr. 9.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að klára samningsdrög sem innifela meðal annars ákvæði um að starfsemi haldi áfram meðan á uppbyggingu á Hausthúsatorgi stendur.

Samþykkt 3:0

2.Kirkjubraut 39 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2305092

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust vegna breytinganna. Senda skipulagsstofnun og auglýsa í b-deild.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Krikjubrautar 39, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0


Bæjarráð í umboði bæjarstjónar samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.

Samþykkt 3:0


Bæjarráð áréttar að framkvæmdir hefjist sem fyrst og að frágangur lóðar sé í samræmi við tilmæli byggingarfulltrúa þar til framkvæmdir hefjast samkvæmt reglum um vinnuferil byggingarfulltrúa Akraness til beitingu dagsekta.

3.Sementsreitur austur - Framkvæmdaleyfi

2407189

Umsókn um leyfi til framkvæmda skv. 13. málsgrein skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna gatnagerðar í hluta af Sementsreit ásamt tilheyrandi veitum í samræmi við deiliskipulag áfanganna. Deiliskipulag fyrir breyttan Sementsreit var samþykkt í bæjarstjórn 14.7.2021.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir umsókn um leyfi til framkvæmda.

Samþykkt 3:0

4.Tjarnarskógar 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2

2406118

Til samþykktar er samkomulag við Akraskjól ehf. um greiðslur vegna úthlutunar, kaupa, sölu og uppbyggingar á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Akraskjól ehf.

Samþykkt 3:0

5.Tjarnarskógar 6 - Umsókn um byggingarlóð

2408004

Umsókn um fjölbýlishúsalóð að Tjarnarskógum 6.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar að Tjarnarskógum 6 til Akraskjóls ehf.

Samþykkt 3:00

6.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Starfsmannaaðstaða

2408038

Starfsmannaaðstaða slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari vinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

7.Lagning ljósleiðara - tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

2407079

Í ljósi þess að tilboð nær til fasteignar sem hefur verið rifinn, leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að tilkynna fjarskiptasjóði um niðurrif viðkomandi fasteignar við Smiðjuvelli 14.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að tilkynna niðurrif fasteignarinnar til fjarskiptasjóðs.

Samþykkt 3:0

8.Uppbygging á Breið

2406159

Erindi frá Brim hf. vegna uppbyggingar á Breiðinni.



Guðmundur Kristjánsson og Guðmundur Jóhann Jónsson frá Brim hf. mæta á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem vinnur tillögu að samningi um uppbyggingu á Breið. Akraneskaupstaður eigi tvo fulltrúa í starfshóp, Brim hf. eigi tvo fulltrúa og fimmti fulltrúinn sé formaður hópsins og aðili sem Akraneskaupstaður og Brim hf. koma sér saman um. Bæjarstjóra falið að forma erindisbréf fyrir fulltrúa Akraneskaupstaðar í starfshópnum og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.

Bæjarráð þakkar Guðmundi og Guðmundi Jóhanni fyrir komuna á fundinn.

Samþykkt 3:0

9.Lóðir við Lækjarflóa - ósk um framlengingu á samningum

2407166

Merkjaklöpp óskar eftir að halda áfram lóðum á Grænum iðngörðum við Lækjaflóa 2, 4, 6, 8, 16 og 18 sem félagið hefur áður fengið úthlutað.



Alexander Eiríksson og Guðmundur Sveinn Einarsson frá Merkjaklöpp ehf. mæta á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð þakkar Alexander og Guðmundi Sveini fyrir komuna á fundinn.

Samþykkt 3:0


Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

10.Árshlutauppgjör 2024

2405132

Árshlutauppgjör janúar til júní 2024 kynnt.



Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og lið nr. 11.
Lagt fram.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals 497,8 m.kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 434 m.kr. Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, var neikvæð um 140,2 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því -2,25% á fyrstu sex mánuðum ársins.

Sex mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar sýnir þungan rekstur. Bæjarráð áréttar til stjórnenda að finna leiðir til að mæta stöðunni og hægja á útgjaldaaukningu.

11.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Til kynningar.
Lagt fram.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

12.Garðavellir - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Málið fór fyrir bæjarráð þann 16. maí 2024 og fól ráðið sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sviðsstjóra skóla- og frístundasvið frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu var frestað og gert ráð fyrir að málið kæmi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.



Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri mennta- og menninarsviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 13.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs frekari úrvinnslu málsins og að málið komi að nýju fyrir bæjarráð.

Samþykkt 3:0

13.Gjaldfrjálsar skólamáltiðir

2407063

Bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 27. júní 2024 að skóla- og frístundaráð útfæri tillögu varðandi fyrirkomulag gjaldfrjálsra skólamáltíða sem teknar verða upp á komandi skólaári sbr. fyrirliggjandi samþykkt vegna kjarasamninga frá mars sl. sem ætlað er að gilda til loka mars 2028 (vorönn 2028).



Tillaga lögð fram og kynnt.

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

14.Beiðni um lokun vegna þrifa

2408056

Beiðni um lokun á bókasafni vegna árlegra þrifa.
Bæjarráð samþykkir umbeðna lokun á bókasafninu dagana 22.-23. ágúst 2024.

Samþykkt 3:0

15.KFÍA - tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og Fram 12.08.2024

2408013

Umsókn um tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og Fram 12.08.2024
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu bæjarstjóra með vísan til 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 15:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00