Fara í efni  

Bæjarráð

3564. fundur 29. maí 2024 kl. 08:15 - 13:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Brynja leigufélag ses - ársskýrsla 223

2405224

Brynja leigufélag - ársskýrsla 2023
Lagt fram.

2.Umhverfisvöktun Grundartanga - niðurstöður ársins 2023

2405242

Umhverfisvöktun Grundartanga - ársskýrsla 2023
Lagt fram.

3.1036. mál - Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Frestur til og með 5 júní 2024.

2405267

1036. mál - Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030.
Lagt fram.
Bæjarráð telur ekki tilefni til að vera með sérstaka umsögn umfram væntanlega umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig er málið til umfjöllunar á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og líklegt að umsögn komi þaðan í nafni Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands.

4.1114.mál - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - Til umsagnar - Frestur til 31.maí nk.

2405231

Til umsagnar 1114. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis -

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir bæjarráð að því loknu.

Samþykkt 3:0

5.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - tækifærisleyfi

2401204

Umsögn bæjarráðs dags. 16. maí 2024 liggur fyrir.

Ísólfur Haraldsson forsvarsmaður Lopapeysunnar mætir á fund bæjarráðs til að fara yfir fyrirhugaðar ráðstafanir vegna viðburðarins o.fl.
Bæjarráð þakkar Ísólfi fyrir komuna á fundinn og gagnlegt og upplýsandi samtal.
Upplýst var að sú fjöldatala sem sett var fram í upphaflegri umsókn (6000) hafi miðast við hönnun og umgjörð alls svæðisins. Ísólfur upplýsti að hann hygðist, eftir nánari samtöl við viðbragðsaðila, endurgera umsókn sína og að fjöldinn yrði að hámarki 5000 sem er hinn sami og undanfarin tvö ár.

Ísólfur áréttaði jafnframt að hann ætti í mjög virku samtali við alla viðbragðsaðila og hafi m.a. fundað með fulltrúum lögreglu, Heilsbrigðisstofnunar, slökkviliðs o.fl. og að það væru sameiginlegir hagsmunir allra sem að málinu kæmu að vel tækist til og að umgjörð viðburðarins væri sem tryggust og til sóma.

Hann áréttaði einnig vilja sinn til að eiga í sem virkustu samtali við bæjaryfirvöld eins og verið hefur um árabil og að það fyrirkomulag sem væri hér á Akranesi í aðdraganda viðburðarins væri í raun einstakt á landsvísu og að hans mati til fyrirmyndar.

Ísólfur Haraldsson víkur af fundi.

6.Keilufélag Akraness - Tækifærisleyfi vegna pílumóts á Írskum dögum 2024

2405186

Tækifærisleyfi - umsókn vegna Írskra daga 2024
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda að því gefnu að jákvæðar umsagnir berist frá Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá forstöðumanni íþróttamannvirkja og íþróttamála Akraneskaupstaða hafa forsvarsmenn Keilufélagsins verið í sambandi og tryggt að salurinn sé laus á þessum tíma. Þá liggur fyrir að vegna annars viðburðar í húsinu þennan dag er vakt starfsmanna lengri en almennt gerist um helgar.

Samþykkt 3:0

7.Bræðrapartur - Beiðni um byggingarland til leigu

2405165

Beiðni um byggingarland úr landi Bræðraparts til leigu.
Minningarsjóður um Jón Gunnlaugsson og Guðlaugu Gunnlaugsdóttur frá Bræðraparti var lagður niður á árinu 2014 og eignum sjóðsins ráðstafað með tilteknum hætti samkvæmt samþykkt sjóðsstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. að funda með Elínu Sigrúnu Jónsdóttur við fyrsta hentuga tækifæri og málið komið að nýju til bæjarráðs að því loknu.

Samþykkt 3:0

8.Jarðvegstippur - Móttökusvæði - Stýrt aðgengi

2311408

Tillaga um aðgengi að móttökusvæði jarðefna í Grjótkelduflóa verði í gegnum stýrt aðgangshlið með rafrænum aðgangslykli.

Samhliða þessu verði gjaldskránni breytt, þannig að greitt verði gjald fyrir hverja losun, og afgreiðslugjald fyrir aðgangslykil.

Lögð fram drög að reglum um aðgengi og losun á móttökusvæðið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu um stýrt aðgengi og breytingu á gjaldskrá. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýjar reglur um aðgengi og losun á móttökusvæðið. Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afreiðslu.

Lárus Ársælsson umhverfisstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 9.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál, reglur um móttökusvæði jarðefna og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfisstjóra frekari úrvinnslu málsins til samræmis við athugasemdir bæjarráðsfulltrúa.

Samþykkt 3:0

9.Hreinsun rotþróa

2405212

Nokkur íbúðarhús eru ekki tengd við fráveitukerfi bæjarins og losa fráveituvatn í rotþró á sinni lóð. Til að tryggja að þær séu losaðar reglulega af aðila með starfsleyfi og að ekki berist mengun frá rotþrónum, þá er lagt til að setja reglur um skipulagða hreinsun á 2 ára fresti og álagningu hreinsunargjalds.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu um reglulega hreinsun rotþróa á íbúðarhúsalóðum og gjald sem innheimt verður með árlegri álagningu á viðkomandi fasteignir. Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfisstjóra frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að það verði á dagskrá næsta fundar ráðsins.

Lárus Ársælsson víkur af fundi.

Samþykkt 3:0

10.Samstarf Akraneskaupstaðar og Ísoldar ehf. um uppbyggingu.

2308074

Samningur við Ísold fasteignafélag ehf. um uppbyggingu íbúða á Sementsreit F.

Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að það verði á dagskrá næsta fundar ráðsins.

Samþykkt 3:0

11.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Vinna vegna fjárhagslegrar markmiðasetningar bæjarstjórnar Akraness hefur staðið yfir og gert ráð fyrir að málið fari til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 11. júní nk.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að það verði á dagskrá næsta fundar ráðsins.
Ljóst er því að upphafleg markmið um bæjarstjórn tæki ákvörðum um markmiðasetningu á lokafundi fyrir sumarleyfi næst ekki.

Samþykkt 3:0

12.Heilbrigðiseftirlit - tillögur ráðuneytis um breytingu á rekstri

24052250

Erindi til sveitarstjórna vegna fyrirhugaðra breytinga á Heilbrigðiseftirliti.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur og ábendingar Heilbrigðisnefndar Vesturlands á þeim neikvæðu áhrifum sem tilfærsla eftirlitsins (málaflokksins) til ríkisins gætu haft í för með sér og því nauðsynlegt að fullt samráð sé haft við sveitarfélögin við frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarráð telur að ekki hafi verið sýnt fram á með rökum að málaflokknum sé betur fyrirkomið hjá ríkinu. Einnig telur bæjarráð að skort hafi á samráð og upplýsingagjöf til sveitarfélaganna en sveitarfélagið hefur t.d. ekki fengið kynningu á skýrslu starfshóps um fyrirkomulag innra eftirlits frá ágúst 2023.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt 3:0

13.Garðasel - ósk um heimild til ráðningar sjöunda deildarstjórans

2312152

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar ráðningarnefnar sem nú liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir erindi leikskólastjórans á Garðaseli varðandi ráðningu deildarstjóra en heimild fyrir stöðunni var til staðar í fjárhagsáætlun vegna skólaársins 2024 og er einnig inni í reiknilíkani vegna skólaársins 2025 sem tekur mið af fjölda leikskólabarna á komandi skólaári.

Samþykkt 3:0

14.Fundir bæjarráðs

2403027

Ákvörðun um fundi bæjarráðs sumarið 2024.
Bæjarráð samþykkir að fundir ráðsins í júní og júlí verði sem hér segir:
21. júní, 27. júní, 9. júlí og 25. júlí.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð fer með umboð bæjarstjórnar í sumarleyfi bæjarstjórnar sem stendur frá og með 12. júní nk. til og með 26. ágúst nk. Skapist þörf fyrir aukafundi i bæjarráði vegna þessa mun bæjarráð, eðli máls samkvæmt, bregðast við því.


Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00