Fara í efni  

Bæjarráð

3542. fundur 14. september 2023 kl. 08:15 - 12:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Haustþing SSV 2023

2309036

Fundarboð um haustþing SSV sem haldið verður á Fosshótel Reykholti 4. október 2023.

(Þema þingsins eru menntamál)
Lagt fram.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum verða, bæjarfulltrúarnir Einar Brandsson (kjörinn þingfulltrúi), Líf Lárusdóttur (kjörinn þingfulltrúi og stjórnarmaður SSV), Valgarður L. Jónsson (kjörinn þingfulltrú), Ragnar B. Sæmundsson (kjörinn þingfulltrúi og stjórnarmaður SSV) og Liv Åse Skarstad (kjörinn þingfulltrúi).

Auk bæjarfulltrúa situr Haraldur Benediktsson þingið.

2.Kaup á tölvubúnaði vegna öryggismyndavéla

2301214

Bæjarráð samþykkir viðbótarútgjöld vegna kaupa á tölvubúnaði tengdum öruyggsmyndavélum á Jaðarsbökkum samtals að fjárhæð kr. 763.000 sem mætt er af deild 20830-4660 og færður á deild 06510-4660.

Samþykkt 3:0

3.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Starfshópur óskar eftir fresti til og með 12.oktober 2023 til að skila af sér tillögu að stefnu.
Bæjarráð samþykkir að framlengja frestinn til og með 31. október nk. Fyrirhugaður er íbúafundur í október þar sem hönnuðir munu kynna sínar tillögu að skipulagi Jaðarsbakkasvæðis.

Samþykkt 3:0

4.FVA - tækifærisleyfi vegna skóladansleiks

2309085

Beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks 21. september 2023 í skólanum Vogabraut 5 en gert er ráð fyrir að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 þann 21. september nk. til kl. 00.00 aðfararnótt 22. september nk.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis til umsækjanda vegna viðburðarins.

Samþykkt 3:0

5.Íþrótta- og heilsuvika FVA 25.-29. september 2023

2309123

Ósk um aðgang að sundlaug og þreksal án endurgjalds fyrir nemendur og starfsfólk FVA vikuna 25.-29. september. Um er að ræða verkefni á vegum Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) - íþróttavika Evrópu og gert ráð fyrir að starfsfólk Fjölbrautarskólans og nemendur eigi kost á gjaldfrjálsum aðgangi að sundlaug og þreksal þriðjudaginn 26. september nk. og miðvikudaginn 27. september nk.
Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir að leggja því lið með þeim hætti sem óskað er eftir.

Samþykkt 3:0

6.Dalabyggð- beiðni um framkvæmd og rekstur á barnaverndarþjónustu

2303099

7. mars 2023 barst beiðni frá sveitarstjóra Dalabyggðar um að Akraneskaupstaður ábyrgðist barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins. Byggir beiðnin á 1. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga 80/2002, þar sem kveðið er á um að umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skuli í það minnsta vera 6.000 íbúar.Hefur samtal staðið yfir milli fulltrúa sveitarfélaganna um mögulega framkvæmd og niðurstaða þess samtals í framlögðum drögum að samningi milli sveitarfélaganna sem og drögum að þjónustusamningi.Bókun velferðar- og mannréttindaráðs þann 5. september 2023:Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar og Jóna Björg Guðmundsdóttir verkefnastjóri fjölskyldumála hjá Dalabyggð sitja fundinn undir þessum lið. Lögð voru fram drög að þjónustusamningi á milli Akraneskaupstaðar og Dalabyggðar varðandi barnaverndarþjónustu. Aðilar eru sammála um samningsdrögin með þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Aðilar eru sammála um aðferðafræði varðandi kostnaðarútreikning samningsins. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarráði.Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

Gert er ráð fyrir að málið farið að nýju fyrir velferðar- og mannréttindaráð nk. þriðjudag þann 19. september og kemur svo að nýju til meðferðar í bæjarráði á síðari stigum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.

7.Skógarlundur 2 umsókn um byggingarlóð

2303175

Beiðni um skil á lóð.
Bæjarráð heimilar skil á lóðinni sem fer því á lóðalistann yfir lausar lóðir á úthlutunarvef Akraneskaupstaðar https://300akranes.is/

Samþykkt 3:0

8.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Frágangur samnings um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar íbúðakjarna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses. um stofnframlag til uppbyggingar á 6 íbúðakjarna við Skógarlund 42 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 19. júní 2023.

Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020.

Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

9.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnfr.lag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Frágangur samnings um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna íbúðakjarna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. Leigufélagsins Brú um stofnframlag til uppbyggingar á 24 íbúðum við Asparskóga 3 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 14. júní 2022.

Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 828.707.191 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 99.444.863 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020.

Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

10.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Drög að viðauka við þjónustusamning ÍA og Akraneskauðstaðar.Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 11.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frekari úrvinnslu málsins en gert er ráð fyrir að drögin fari að nýju fyrir skóla- og frístundaráð næstkomandi miðvikudag þann 20. september.

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

11.Golfklúbburinn Leynir - púttflöt vegna dren- og brunnframkvæmda

2309072

Minnisblað frá Golfklúbbnum Leyni vegna dren- og brunnframkvæmda sem hafa áhrif á púttvöll.

Lagt fram.

Bæjarráð telur að um tvo aðskilin verkefni sé að ræða, annars vegar viðhald og endurbætur á húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar og hins vegar ósk og vija félagsins til stækkunar á púttvelinum, sem þó, eðli máls samkvæmt, getur verið hagkvæmt að framkvæma samhliða.

Á þessu stigi máls telur bæjarráð nauðsynlegt að leiða til lykta ákvörðun um viðhald og endurbætur húsnæðisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

12.Stígamót - styrkbeiðni vegna rekstrar

2309041

Styrkbeiðni frá Stígamótum vegna rekstar.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2024.

Samþykkt 3:0

13.Kvennaráðgjöfin - beiðni um fjárframlag fyrir 2023

2308059

Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2023 barst þann 9. ágúst sl. að upphæð kr. 250.000.Kvennaráðgjöfin býður upp á ókeypis lögfræði og félagsráðgjöf fyrir konur og hefur verið starfrækt frá árinu 1984.Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 29.08.2023:Velferðar- og mannréttindaráð vísar beiðni Kvennaráðgjafarinnar til bæjarráðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu vegna ársins 2023.

Samþykkt 3:0

14.Bókasafn Akraness - Beiðni um lengra vetrarstarf

2309078

Ingibjörg Ösp bæjarbókavörður leggur til lengingu opnunartíma safnsins yfir vetrartímann.
Bæjarráð samþykkir lengingu opnunartíma safnsins tímabilið fram til áramóta sem skv. upplýsingum forstöðumanns leiðir ekki til kostnaðarauka.

Ákvörðun varðandi opnunartíma næsta árs verður tekin í komandi fjárhagsáætlunargerð og í samfellu við málefni annarra safna Akraneskaupstaður.

Samþykkt 3:0

15.Bókasafn - Starfsdagur

2309059

Bókasafn Akraness óskar eftir leyfi til þess að loka Bókasafninu fimmtudaginn 21.september vegna starfsdags, starfsfólks safnsins mun sækja landsfund Upplýsingar. Undanfarin ár hefur dagurinn verið nýttur í djúpþrif á safninu.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00