Fara í efni  

Bæjarráð

3536. fundur 15. júní 2023 kl. 08:15 - 13:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ljósleiðarinn - hlutafjáraukning

2210165

Fulltrúar OR og Ljósleiðarans og Arion Banka koma á fundinn til að kynna stöðu mála varðandi hlutafjáraukningu Ljósleiðarans.
Bæjarráð þakkar fulltrúum OR, Ljósleiðarans og Arion banka fyrir komuna á fundinn og greinargóðar kynningar.

Gestir víkja af fundi.

2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Skil stýrihóps um Stefnumótun Akraneskaupstaðar.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stýrihóps um stefnumótun Akraneskaupstaðar og Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri, sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar Sædísi Alexíu og Valdísi fyrir komuna á fundinn, greinargóða kynningu á fyrirliggjandi gögnum og stýrihópnum fyrir þeirra umfangsmiklu vinnu.

Bæjarráð samþykkir innleiðingaráætlun verkefnisins og vísar stefnunni ásamt fylgigögnum til umsagnar fagráða og nefnda sem og sviðsstjóra og forstöðumanna stofnana Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Sædís Alexía og Valdís víkja af fundi.

3.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Mánaðaryfirlit janúar - apríl.Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

Kristjana Helga víkur af fundi.

4.Kerfisáætlun Landsnets 2023-2032

2306053

Umsögn Akraneskaupstaðar um kerfisáætlun Landsnets.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt 3:0

5.Garðavöllur - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis (GL) hafa unnið sameiginlega að endurskoðun húsaleigusamnings aðila.
Bæjarráð þakkar fulltrúum GL fyrir þeirra þátt í fyrirliggjandi endurskoðun og felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnu málsins í samvinnu við fulltrúa GL.

Samþykkt 3:0

6.Frístundamiðstöðin Garðavellir - uppgjör vegna uppbyggingar

2103335

Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis (GL) hafa unnið sameiginlega að gerð tillagna um útfærslu uppgjörsins.Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um uppgjör og felur bæjarstjóra frágang málsins.

Samþykkt 3:0

7.Heilsuefling eldriborgara - aðgangur að tækjasal

2305001

Skóla- og frístundaráð samþykkt á fundi sínum þann 3. maí 2023 að bjóða eldri borgurum sem kaupa aðgang í sund á milli kl. 13:00 - 15:00 á virkum dögum frítt í þreksalinn á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð samþykkir að eldri borgarar sem nýta sundlaug Akraneskaupstaðar að Jaðarsbökkum á milli klukkan 13:00 og 15:00 fái frítt í þreksalinn á sama tímabili dagsins.

Samþykktin er tímabundin út árið 2023 en verður tekin til skoðunar við endurskoðun gjaldskráa í fjárhagsáætlun vegna ársins 2024.

Samþykkt 3:0

8.Leyfisveitingar vegna skemmtanahalds - Erindi til bæjarráðs

2305080

Erindi Brúar starfshóps var lagt fyrir bæjarráð þann 25. maí sl. og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra verklag innan stjórnsýslu Akraneskaupstaðar vegna leyfisveitinga vegna skemmtanahalds sem tryggi að leitað sé umsagnar Brúarinnar eða forvarnarfulltrúa til viðbótar lögbundnum umsagnaraðilum.

Bæjarráð telur koma til greina að setja skilyrði um 20 ára aldurmark vegna viðburðarins "Lopapeysan" en að slík ákvörðun sé tekin strax í kjölfar viðburðarins í ár þannig að öllum sé það ljóst með góðum fyrirvara.

Samþykkt 3:0

9.Lopapeysan - Írskir dagar 2023 - tækifærisleyfi

2306055

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Veislur og viðburðir ehf. vegna Lopapeysunnar 2023 í Sementsskemmunni við Akraneshöfn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjanda verði veitt tækifærisleyfi vegna viðburðarins Lopapeysan þann 1. júlí næstkomandi og samþykkir að viðburðurinn standi til kl 04:00 aðfararnótt þess 2. júlí.

Samþykki Akraneskaupstaðar er veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra. Fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa setið undirbúningsfund með skipuleggjendum viðburðarins ásamt öllum viðbragðsaðilum (lögreglu, slökkviliði, fulltrúum Brúarinnar o.fl.) þar sem skipuleggjandi viðburðarins hefur farið yfir þær ráðstafanir sem hann hyggst gera til að tryggja öryggi gesta almennt sem og sérstakar ráðstafanir vegna ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára til samræmis við fyrirmæli laga.

Bæjarráð óskar eftir samantekt forsvarsmanna Lopapeysunnar varðandi úrbætur sem kynntar voru á samráðsfundi hagsmunaaðila í nýliðinni viku og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu þess þáttar.

Samþykkt 3:0

10.Útgerðin bar, Stillholti 16 - 18 - viðbót við gildandi rekstrarleyfi vegna lengri opnunartíma á Írskum dögum

2306089

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi um viðbót við gildandi rekstrarleyfi vegna lengri afgreiðslutíma.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjanda verði veitt tækifærisleyfi á Írskum dögum 2023 og að opnunartíminn verði til kl 04:00 aðfararnætur 1. og 2. júlí næstkomandi (viðbót við gildandi rekstrarleyfi rekstraraðila).

Samþykki Akraneskaupstaðar er veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

Umsögnin er veitt með hliðsjón af samþykkt í dagskrárlið nr. 8 og framvegis yrði einnig óskað umsagnar forvarnarhópsins Brúarinnar í aðdraganda afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

11.Írskir dagar 2023 - Stöðugjald vegna söluvagna

2306072

Menningar- og safnanefnd samþykkti reglur varðandi söluvagna á Írskum dögum 2023 á fundi sínum þann 12. júní sl. og vísaði málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur en gert er m.a. ráð fyrir að stöðugjald fyrir hvern söluvagn sé kr. 26.000, staðsetning söluvagns sé ákveðin í samráði við viðburðarstjóra írskra daga, tilskilin starfsleyfi heilbrigðiseftirlits liggi fyrir ef um sölu matvæla sé að ræða, gætt sé að hreinlæti o.fl.

Bæjarráð minnir á að byggingarfulltrúi hefur tilgreint tilteknar staðsetningar fyrir söluvagna í bæjarlandinu.

Samþykkt 3:0

12.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. að stofna starfshóp til að meta stöðuna og vinna tillögur að mögulegum lausnum í húsnæðismálum leikskóa á Akranesi. Hópnum var falið að gera þarfagreiningu á stöðunni í dag og leggja fram áfangaskiptar tillögu að lausnum til lengri og skemmri tíma.Starfshópurinn hefur lokið vinnu sinni og skilað inn minnisblaði með tillögum o.fl.
Lagt fram.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar starfshópsins komi á næsta fund bæjarráðs þann 29. júní nk.

13.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2023

2201198

Uppfærsla á 8. gr. gatnagerðargjaldskrá til samræmis við 6. gr. þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar (361/2023).Skipulags- og umhverfisráð samþykkti framlagða breytingu á fundinum sínum þann 5. júní sl. og vísaði málinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar en breytingin öðlast gildi við birtingu gjaldskrárinnar í Stjórnartíðindum.

Samþykkt 3:0

14.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt

2211144

Samningur vegna innviðargjalds vegna Suðurgötu 22.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

15.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Samningur vegna innviðargjalds vegna Bárugata 15.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu máls.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00