Fara í efni  

Bæjarráð

3505. fundur 11. ágúst 2022 kl. 09:20 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

241. fundur skipulags- og umhverfisráðs 25.júlí 2022.
Lagt fram.

2.Búnaðarkaup fyrir unglingastig grunnskólanna

2208012

Undirbúningur vegna tölvukaupa til afnota fyrir unglingastig grunnskóla Akraneskaupstaðar.

Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði (mennta- og menningarráði).

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til og með 2027.
Lagt fram.

Gert er ráð fyrir að grunnforsendur fjárhagsáætlunar 2023 verði til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. ágúst næstkomandi.

Samþykkt 3:0

4.Launalaust leyfi

2208056

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs hefur óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár.
Bæjarráð samþykkir erindið og veitir sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs launalaust leyfi í eitt ár.

Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst og ráðið tímabundið í stöðu sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs til eins árs og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00