Fara í efni  

Bæjarráð

3503. fundur 14. júlí 2022 kl. 08:15 - 17:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

183. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. júní 2022.
184. fundargerð velferðar- og annréttindaráðs frá 5. júlí 2022.
Lagt fram.

2.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

194. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 29. júní 2022.
Lagt fram.

3.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

239. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. júní 2022.
240. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. júlí 2022.
Lagt fram.

4.Fundargerðir 2022 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur

2203032

Fundargerðir 2., 3., 4. og 5. fundar stýrihóps um Samfélagsmiðstöð.
Lagt fram.

5.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu

2203031

Fundargerð 5. fundar stýrihóps um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðja og Búkolla.
Lagt fram.

6.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

128. fundargerð stjórnar Höfða frá 27. júní 2022 og fylgigögn.
Lagt fram.

7.Fundargerðir 2022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2201046

176. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 20. júní 2022.
Lagt fram.

8.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

315. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. febrúar 2022.
317. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. mars 2022.
318. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2022.
Lagt fram.

9.Aðalfundur 2022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2206186

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 16. mars 2022.
Ársskýrsla HEV vegna ársins 2021.
Fundargerð aukaaðalfundar frá 22. júní 2022.
Lagt fram.

10.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

910. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2022.
911. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. júní 2022.
Lagt fram.

11.Carbfix hf. - stofnun dótturfélags

2107063

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkti 14. júlí 2021 að stofnað yrði sérstakt félag, Carbfix hf., sem yrði dótturfélag Carbfix ohf. og rekstrarfélag fyrir frekari þróun tækninnar.

Á fundinn mun mæta Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix ohf. og Elín Smáradóttir lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur og munu kynna nýlega skýrslu Morgan Stanley og Artica Finance sem unnin var fyrir eigendur. Jafnframt taka fulltrúar fyrirtækjanna Morgan Stanley og Artica Finance þátt í fundinum með rafrænum hætti.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir kynninguna.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar áréttar fyrri bókun í málinu um samþykki bæjarstjórnar fyrir stofnun sérstaks félags Carbfix hf. sem yrði dótturfélag Carbfix ohf.

Edda Sif Pind Aradóttir og Elín Smáradóttir víkja af fundi sem og þeir fulltrúar sem tóku þátt í fundinum með rafrænum hætti.

Samþykkt 3:0

12.Menningar- og safnanefnd - málefni

2206211

Minnisblað frá formanni menningar- og safnanefndar.
Guðríður Sigurjónsdóttir formaður menningar- og safnanefndar og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri sitja fundinn undir þessum lið sem og undir máli nr. 13.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

13.Menningar- og safnanefnd - Fyrirkomulag vegna 80 ára afmælisárs Akraneskaupstaðar

2207051

Samráð um fyrirkomulag og eftirfylgni.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, í ljósi sérstöðu málsins, fellst á að Ólafur Páll Gunnarsson fylgi málinu eftir f.h. Akraneskaupstaðar í samráði við núverandi formann og menningar- og safnanefndar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun fyrri bæjarstjórnar frá hátíðarfundinum þann 18. júní sl. um að stofnaður verði „Listkaupasjóður Akraneskaupstaðar“ sem hafi það markmið að kaupa listaverk til notkunar í almenningsrýmum innan og utan dyra með áherslu á verk eftir listamenn frá Akranesi og fjármagn ársins 2022 verði nýtt í afmælisár Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins, en hann telur að núverandi menningar- og safnanefnd ætti að halda verkefninu áfram.

Guðríður Sigurjónsdóttir víkur af fundi.

14.Umsjónarmaður húsnæðis íþróttamannvirkjanna

2207006

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sitja fundinn undir þessum lið og undir dagskrárlið nr. 15.
Bæjarráð samþykkir ráðningu umsjónarmanns húsnæðis íþróttamannvirkja en undanfarin tvö ár hefur það fyrirkomulag verið til reynslu í 50% stöðugidi. Gert er ráð fyrir að ráðningin verði frá 1. september næstkomandi að undangengu auglýsingarferli en til staðar er fjárheimild vegna ársins 2022. Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir 100% stöðugildi vegna þessa í launaáætlun íþróttamannvirkjanna vegna ársins 2023.

Samþykkt 3:0

15.Garðasel - útibú

2206029

Erindi sviðsstjóra vegna leikskólans á Asparskógum 25.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 29. júní sl. sem var svohljóðandi:

"Í byrjun maí var það ljóst að markmiðið um að tvær deildar yrðu tilbúnar við upphaf leikskólastarfs í ágúst, næðist ekki og var því hafist handa við að finna fullnægjandi húsnæði fyrir hóp úr leikskólanum til að brúa þann tíma frá því að starfið hefst í ágúst og þar til a.m.k. tvær deildar verða tilbúnar í nýja leikskólanum.

Besti kosturinn er talinn vera að fá aðgang að „Þekjunni“ sem er nýuppgert húsnæði, fyrir tuttugu og þrjú elstu börnin á leikskólanum, en Brekkubæjarskóli hefur nýtt rýmið fyrir frístundaheimili. Skólastjórnendur Brekkubæjarskóla hafa af mikilli velvild verið fús til samstarfs til þess að mæta þörfum leikskólans.

Á síðustu dögum hefur verið unnið ötulega að því að ná samstarfi við verktaka við byggingu leikskólans um að hægt verði að opna tvær deildar í nýja leikskólanum um mánaðarmótin september / október og er talið fullvisst að það gangi eftir.

Stjórnendur í Garðaseli undirbúa nú að fullum krafti upphaf skólastarfs í ágúst og flutning í nýjan leikskóla. Í ágúst er gert ráð fyrir að skólinn starfi á tveimur starfsstöðvum og elsti árgangurinn fari tímabundið á Þekjuna en strax í október munu þau fara í nýja leikskólann. Þrátt fyrir nýjar aðstæður verður áfram lögð mikil áhersla á að það gæða leikskólastarf sem hefur einkennt starfið á Garðaseli hingað til."

Bæjarráð skilur vel óánægju allra hlutaðeigandi með þá staðreynd að tafir hafi orðið en gert er ráð fyrir að unnt verði að taka tvær deildir í notkun í október næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að veita viðbótarfjármagni sem af þessu skapast m.a. vegna nauðsynlegra viðbóta í starfsmannahaldi Garðasels til að tryggja sem best áfram þá öflugu umgjörð sem er um þjónustu leikskólans, börnum og starfsfólkinu til heilla.

Samþykkt 3:0

Alfreð Þór Alfreðsson víkur af fundi.

16.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2022-2023

2206180

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 29. júní sl. tillögu vegna sértækrar þjónustu á leikskólum vegna skólaársins 2022 til 2023 og vísaði ákvörðuninni til bæjarráðs.

Valgerður Janusdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir aukningu um samtals 1,19 stöðugildi hjá leikskólum Akraneskaupstaðar skólaárið 2022-2023 sbr. meðfylgjandi minnisblað.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðbótarfjármagn sem sem þessu nemur vegna ársins 2022 og að gert verði ráð fyrir þessari aukningu stöðugilda við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 10 að fjárhæð kr. 4.878.000 sem færist samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.

Samþykkt 3:0

Valgerður Janusdóttir víkur af fundi.

17.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Tillaga um stofnun starfshóps um stefnu í öldrunarþjónustu Akraneskaupstaðar.
Agreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð tók til umræða efnisþætti erindisbréfsins.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

18.Höfði - umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra

2206204

Erindi frá Höfða hjúkrunar og dvalarheimili til eignaraðila vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að sótt verði um í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna nauðsynlegra endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu í 2. áfanga Höfða og staðfestir að Akraneskaupstaður muni fjármagna verkefnið á móti framlagi sjóðsins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar óskar eftir frekari upplýsingum um endurnýjaða kostnaðaráætlun svo skjótt sem hún liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

19.Brú lífeyrissjóður - endurgreiðsluhlutfall

2206189

Tillaga frá Brú lífeyrissjóði, þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda
á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 verði 67%.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall fyrir árið 2022 verði 67% sem felur í sér hækkun um 3% frá fyrra ári.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs að áretta við Brú lífeyrissjóð fyrri afstöðu Akraneskaupstaðar um nauðsyn þess breytingar verði gerðar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, með það að markmiði að endurgreiðsluhlutfall einstaka launagreiðanda verði í samræmi við fyrirliggjandi skuldbindingar og eignastöðu hans í sjóðnum. Þannig verði komið í veg fyrir að skuldbinding myndist sem falli á sveitarfélagið sem bakábyrgðaraðila eða að gengið verði á aðrar eignir sem myndast hafa í sjóðnum og er ætlað að standa undir öðrum tilteknum skuldbindingum, svo sem vegna starfsfólks Akraneskaupstaðar sjálfs, Faxaflóahafna eða Höfða.

Samþykkt 3:0

20.Slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveitar - úttekt á starfsemi

2111184

Úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á starfsemi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH).

Úttektin var lögð fram á fundi bæjarráðs 2. desember 2021. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra SAH falin frekari úrvinnsla málsins og að leggja fram minnisblað sem kæmi til umfjöllunar í bæjarráði á síðari stigum og svo í bæjarstjórn Akraness í framhaldinu.

Meðfylgjandi er minnisblað slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar þakkar slökkviliðsstjóra fyrir greinargott minnisblað og felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs frekari úrvinnslu málsins.

Slökkviliðsstjóri átti ekki kost á að sitja fundinn vegna orlofstöku erlendis.

Samþykkt 3:0

21.Kirkjugarður - stækkun

2206188

Erindi forsvarsmanna Akranessóknar vegna stækkunar kirkjugarðsins á Akranesi.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar þeim þætti erindisins er lítur að stækkun kirkjugarðsins til umfjöllunar skipulags- og umhverfissráðs.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs frekari úrvinnslu málsins er varðar mögulega endurgreiðslu framkvæmdakostnaðar.

Samþykkt 3:0

22.Málakerfi fyrir Akraneskaupstað

2206178

Tillaga um kaup á mála- og skjalakerfi í stofnanir Akraneskaupstaðar.

Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 23.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

23.Sementsreitur útboð á byggingarrétti 2022

2206177

Kynning á aðferðafræði, skipulagi og umfangi vegna fyrirhugaðs útboðs byggingaréttar á Sementsreit.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

24.Áfangastaðaáætlun sveitarfélaganna á Vesturlandi

2207012

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir skipan áfangastaðafulltrúa fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Ágústu Helgudóttur sem áfangastaðafulltrúa Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

25.Nesflói 2, Lækjarflói 5 og 7 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2206165

Umsókn Sjamma ehf. um frestun gatnagerðargjalda vegna lóða í Flóahverfi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

26.Deiliskipulag Sementsreitur - Sementsbraut 13 sameining lóða

2206045

Deiliskipulagsbreyting felst í sameiningu á lóðum C1-C2 í eina lóð og D1-D4 í eina lóð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái málsmeðferð skv. 3. mgr. 44. gr., skipulagslaga nr. 123/2010, enda varði breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingunga og að deiliskipulagsbreytingin fái málsmeðferð skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

27.Landsbyggðastrætó leið 57 - hækkun á gjaldi

2205020

Samræming gjaldskráa Vegagerðarinnar vegna almenningssamgangna (Akranes/Reykjavík)
Lagt fram.

Bæjarráð telur fyrirkomulagið og hækkunina vera óásættanlega fyrir Akurnesinga. Bæjarráð óskar eftir skýrari svörum um fyrirhuguð áform er varða afsláttarkjör og óskar eftir að hitta fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt 3:0.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00