Fara í efni  

Bæjarráð

3479. fundur 02. desember 2021 kl. 08:15 - 13:15 á Garðavöllum
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar
Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 9. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

2.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða

1910114

Endurskoðun reglna um úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir breyttar reglur um úthlutun lóða og vísar þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Breytingin felst í að skapa rými í reglunum til að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar geti samþykkt að endurúthlutun lóða sem skilað hefur verið, fari einnig fram með útdrætti samkvæmt nánari útfærslu sem kynnt yrði ítarlega á heimasíðu Akraneskaupstaðar í umsóknarferli viðkomandi lóðar.

Samþykkt 3:0

3.Aðgerðir Akraneskaupstaðar 2021 vegna Covid-19

2107508

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember sl. tilteknar aðgerðir vegna COVID-19, tímabundið út nóvembermánuð.

Samþykktin sem var gerð var orðuð þannig:

Þann 5. nóvember sl. tók bæjarráð ákvörðun með hliðsjón af útbreiddu COVID-19 smiti hér á Akranesi að fella niður starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi Akraneskaupstaðar föstudaginn 6. nóvember. Jafnframt var lágmarksstarfsemi í þessum stofnunum frá hádegi þann 5. nóvember og þess óskað að foreldrar ungra barna, sæktu börn sín um hádegisbilið þann sama dag.

Vegna þessarar ráðstöfunar samþykkir bæjarráð að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla, tónlistarskólanum og frístundarstarfi fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða COVID-19 veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ofangreint nær til þjónustugjalda leik- og grunnskóla, tónlistarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir frá hádegi fimmtudagsins 5. nóvember síðastliðinn og út nóvember mánuð næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ákvörðunina og að hún taki til tímabilsins frá og með 1. desember til og með 31. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

4.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins.
RÓ víkur af fundi og ÓA situr fundinn í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir erindið og að gert verði ráð fyrir viðbótarútgjöldum í fjárhagsáætlun ársins 2022. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

5.Slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveitar - úttekt á starfsemi

2111184

Úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á starfsemi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH).

Lagt fram.

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra SAH falin frekari úrvinnsla málsins og að leggja fram minnisblað sem kæmi til umfjöllunar í bæjarráði á síðari stigum og svo í bæjarstjórn Akraness í framhaldinu.

Samþykkt 3:0

6.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2021

2111219

Afgreiðsla umsókna um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS tekur sæti í hennar stað.

SFÞ víkur einnig af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita samtals kr. 1.490.689 vegna styrkja til greiðslu fasteignaskatts vegna ársins 2021. Útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum 20830-5946 að sömu fjárhæð.

Úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2021 er eftirfarandi:
1. Akur frímúrarastúka kr. 771.061, færist á deild 05890-5948.
2. Oddfellow kr. 573.300, færist á deild 05890-5948.
3. Rauði Krossinn kr. 146.328, færist á deild 07890-5948.

Samþykkt 3:0

RBS víkur af fundi og ELA og SFÞ taka sæti á fundinum á ný.

Fundi slitið - kl. 13:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00