Fara í efni  

Bæjarráð

3459. fundur 27. maí 2021 kl. 08:15 - 11:06 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðalfundur aukaaðalfundur 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2103152

Fundargerð aukaaðalfundar HEV frá 20. maí 2021 og samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (vegna Kjósarhrepps).
Bæjarráð samþykkir breytta heilbrigðissamþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem afgreidd var með jákvæðum hætti á aukaaðalfundi eigenda þann 20. maí síðastliðinn. Breytt samþykkt felur í sér að Kjósarhreppur verður hluti af starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

2.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2021-2022

2104170

Lögð var fram áætlun um viðbótar þjónustuþörf í leikskólum fyrir starfsárið 2021 - 2022 á fundi skóla- og frístundaráðs þann 26. maí síðastliðinn.

Áætluninni er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Valgerður Janusdóttur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun sem felur í sér tilfærslu fjármagns á milli leikskóla en óverulega breytingu miðað við heildaráætlun ársins vegna sérkennslu. Breytingin felur í sér lækkun stöðugilda sem nemur 0,1 stöðugildi að hausti 2021 miðað við að vori 2021.

Samþykkt 3:0

Valgerður Janusdóttir víkur af fundi.

3.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

720. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra.
640. mál til umsagnar- tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis.
612. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis.
Lagt fram.

4.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á fundinum sínum þann 3. maí síðastliðinn að fyrirliggjandi umhverfisstefna Akranesskaupstaðar verði samþykkt í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 20. maí síðstliðinn.
Bæjarráð samþykkir umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og aðgerðaráætlun vegna tímabilsins 2021 til og með 2025.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

5.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit apríl 2021.

Kristjana Helga Ólafsdóttir kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Kristana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

6.Jaðarsbakkar útisvæði - viðauki við fjárhagsáætlun

2105139

Áætlun vegna sláttar á æfingasvæði Jaðarsbakka féll út úr áætlun 2021 - gera þarf ráðstafanir til að mæta þeim útgjöldum en áætluð fjárþörf er um 7,5 m.kr.

RÓ víkur af fundi og tekur ekki frekari þátt í fundinum. ÓA tekur þátt í fundinum í stað RÓ.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni að fjárhæð kr. 7.500.000 inn á deild 06610-4990 vegna aðkeyptrar þjónustu en liðurinn féll út við gerð áætlunar 2021.

Ráðstöfuninni er mætt með fjármagni af lið 20830-4990 að fjárhæð kr. 2.000.000 og með lækkun á rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 5.500.000.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 að fjárhæð kr. 7.500.000 sem færist á deild 06610-4990 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-4990 að fjárhæð kr. 2.000.000 og með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 5.500.000.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:

7.Frístundamiðstöðin Garðavellir - uppgjör vegna uppbyggingar

2103335

Erindi formanns GL vegna greiðsludreifingar skuldar GL - lokauppgjör o.fl.

Pétur Ottesen formaður GL tekur þátt í fundinum undir þessum lið.

ÓA tekur þátt í afgreiðslu málsins í stað RÓ sem vikið hefur af fundi. sbr. dagskrárlið nr. 6.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu frestað.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:06.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00