Fara í efni  

Bæjarráð

3458. fundur 20. maí 2021 kl. 08:15 - 13:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson tekur þátt í fundinum í fjarfundi. Í lok fundar samþykkti hann fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ýmsar tilkynningar og samskipti vegna breytinga

2102135

167. fundargerð heilbrilgðisnefndar Vesturlands frá 5. maí 2021.
Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Kjós - Tillaga nefndar til eigenda.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

762. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
597. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjöleignarhús.
Lagt fram.

3.Árshlutauppgjör

2105091

Árshlutauppgjör janúar til mars.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Kristjana Helga víkur af fundi.

4.Sumarstörf námsmanna 2021

2104217

Staða umsókna fyrir sumarstörf námsmanna og átakið "Hefjum störf".
Bæjarráð samþykkir ráðningarheimildir vegna samtals 49 starfa í átaksverkefni stjórnvalda vegna ársins 2021.

Ekki er unnt að kostnaðargreina umfang verkefnsins nákvæmlega fyrr en afgreiðsla Vinnumálastofnunar á beiðni Akraneskaupstaðar um 30 störf til viðbótar þeim 19 sem kaupstaðurinn hefur þegar fengið úthlutað frá stofnuninni.

Endanlegri afgreiðslu málsins frestað fram til 24. júní næstkomandi.

Samþykkt 3:0

5.Fæði starfsmanna Akraneskaupstaðar (matarmiðar)

2105089

Tillaga um hækkun á virði matarmiða starfsmanna Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um hækkun verðgildi matarmiða Akraneskaupstaðar sem gildi frá 1. maí síðastliðnum.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

6.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á fundinum sínum þann 3. maí síðastliðinn að fyrirliggjandi umhverfisstefna verði samþykkt í bæjarstjórn Akraness.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

7.Dalbraut 8 - samningur

2104263

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samning um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 og viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 24.653.000 vegna samningsins sem færast á deild 09250-5831 og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 að fjárhæð kr. 24.653.000 sem mætt verður með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

8.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Á fundi bæjarráðs nr.3454 þann 25. mars síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Hvalfjarðarsveit, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra.

Undirritaður viðauki milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um kaupin og kostnaðarskiptingu liggur nú fyrir, gerður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness.


Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka II við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit dags. 20. desember 2001 sbr. viðauka dags. 4. desember 2020 um framlengingu samstarfssamningins um eitt ár, til 31. desember 2021 en viðaukinn nú felur í sér ráðstöfun um kaup á stigabíl fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) og kostnaðarskiptingu á milli sveitarfélaga samkvæmt brunabótamati fasteigna í hvoru sveitarfélagi fyrir sig þann 31. desember 2021 (hlutdeildin er 66,17% : 33,83%).

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 og viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 59.553.000 vegna kaupa á stigabíl fyrir SAH sem færast á deild 032100-7026 og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 að fjárhæð kr. 59.553.000 sem mætt verður með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

9.Slökkvilið - tækjakaup

2104204

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að gerður verði viðauki vegna kaupa á útkallsbíl vegna slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Skoðað verði með aðkomu Hvalfjarðarsveitar að kaupunum áður en endaleg fjárhæð í viðauka verður ákveðin.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

10.Grundaskóli - endurhönnun - samningur

2103323

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Niðurstaða frumhönnunar var til kynningar á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs síðastliðinn þriðjudag og verður áfram til umfjöllunar á þeim vettvangi áður en þau koma til formlegrar ákvörðunartöku á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness.

Lagt fram.

11.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Samningur um nýtt fyrirkomulag styrkjamála.
Lagt fram.

12.Betri vinnutími - stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

Samkvæmt erindisbréfi stýrihópsins var honum markaður starfstími til 1. júní 2021. Starfshópurinn óskar eftir framlengingu starfstímans út árið 2021.

Einnig eru lagðar fram fundargerðir nr. 20. frá 21. apríl, nr. 21 frá 12. maí og nr. 22. frá 19. maí.
Fundargerðir stýrihópsins nr. 20, nr. 21 og nr. 22 lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir framlengingu á starfstíma starfshópsins til 31. desember 2021 og uppfært erindisbréf.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

13.Flóahverfi - markaðssamningur

2104179

Markaðssamningur við Merkjaklöpp ehf.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi markaðssamning Akraneskaupstaðar og Merkjaklappar ehf. ásamt viðaukum nr. 1 til og með nr. 4.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

14.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Á 153. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn þann 5. maí 2021 var tekið fyrir mál 1910179 - Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10.

Bæjarráð óskaði eftir að skipulags- og umhverfisráð ynni drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu Fjöliðjunnar. Drögunum yrðu síðan vísað til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði og aftur til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi á 194 fundi sínum 26. apríl 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi drög að erindisbréfi.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með breyttri dagsetningu lokaskila hópsins sem var 1. júlí en verður 16. júlí.

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt 3:0

15.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð samþykktu á fundi sínum 20. apríl sl. erindisbréf fyrir stýrihóp um barnvænt samfélag og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins þann 29. apríl sl.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með breyttri tímasetningu upphafs vinnunnar sem var í maí en verður í júní.

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt 3:0

16.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

2009212

Á 153. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn þann 5. maí 2021 var tekið fyrir mál 2009212 - Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk til umsagnar í Notendaráði. Notendaráð tók málið fyrir á 7. fundi sínum 27. apríl 2021. Umsögn ráðsins liggur fyrir og er eftirfarandi: Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar því að drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk séu til endurskoðunar með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði fatlaðs fólks á Akranesi. Notendaráðið lýsir yfir ánægju með drögin eins og þau liggja fyrir dag enda hefur tillit verið tekið til fyrri ábendinga ráðsins varðandi reglur um akstursþjónustu. Notendaráð leggur áherslu á það að reglurnar verði vel kynntar fötluðum á Akranesi.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til afgreiðslu í bæjarráði. Með breytingum á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk fylgir áætlaður kostnaður vegna korta að upphæð kr. 800.000 á árinu 2021.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð 800.000 vegna þessa og er kostnaðinum mætt af liðnum 20830-4980 og færist á deild 02570.

Samþykkt 3:0

17.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun

2102339

Á 153. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn þann 5. maí 2021 var tekið fyrir mál 2102339 - Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði erindi frá Alzheimersamtökunum þess efnis að bjóða Akraneskaupstað að taka þátt í innleiðingu á verkefninu Styðjandi samfélag til Öldungaráðs til umsagnar. Öldungaráð tók erindið fyrir á 11. fundi sínum þann 27. apríl 2021. Umsögn Öldungaráðs liggur fyrir er eftirfarandi: Öldungaráð fagnar þessari hugmynd og vonast til að málið fái hljómgrunn innan bæjarstjórnar þar sem heilabiluðum fari fjölgandi í samfélaginu.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður undirriti samkomulag við Alzheimarsamtökin á Íslandi um að gera bæjarfélagið Akranes að styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að haldinn verði kynningarfundur fyrir bæjarfulltrúa og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Svala Hreinsdóttir víkur af fundi.

18.Hreggi Ak 85 - skipaskrárnr. 1873 - forkaupsréttur

2105033

Erindi frá Bátar og búnaður skipasala, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður falli frá forkaupsrétti á skipinu, Hreggi AK 85 skipaskrárnr. 1873.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 27. maí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00