Fara í efni  

Bæjarráð

3453. fundur 11. mars 2021 kl. 08:15 - 11:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

273. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa).
561. mál til umsagnar - frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.).
470. mál til umsagnar - frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum.
Lagt fram.

2.Útgerðin bar, Stillholti 16 - 18 - rekstrarleyfi

2103038

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Ásborgar ehf. kt. 590221-0230, um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, skemmtistaður og krá, sem rekinn verður sem Útgerðin, að Stillholti 16-18 (F2101404), Akranesi. Umsækjandi er nýr rekstraraðili sem hefur tekið við rekstri veitingastaðarins. Óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar.
Akraneskaupstaður gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis af hálfu sýslumanns til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

3.Fab Lab smiðja á Akranesi

2101256

Málefni Fab Lab smiðju Vesturlands á Akranesi.

Hjálagðir eru samstarfssamningar um rekstur og umsjón smiðjunnar ásamt húsaleigusamningum milli Akraneskaupstaðar og Brim hf. og milli
Akraneskaupstaðar og ArTTré ehf.

Óskað er staðfestingar bæjarráðs á þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu með
tilheyrandi fjárhagsstuðning til ársloka 2026.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga og samþykkir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu og fyrirliggjandi samninga og skuldbindingar sem í því felast fyrir Akraneskaupstað og felur bæjarstjóra frágang málsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 3.400.000 sem er mætt af óvissum útgjöldum 20830-4995 og færist á deild 13060-4390.

Bæjarráð vísar viðauka nr. 8 til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

4.Niðurgreiðsla vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2021

2010176

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 2. mars 2021 tillögu að hækkun niðurgreiðslu til foreldra upp í kr. 70.000 miðað við fulla vistun og vísaði til samþykktar í bæjarráði þar sem hækkunin rúmast innan fjárheimildar 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu um hækkun á niðurgreiðslum til foreldra, úr kr. 55.000 fyrir fulla vistun á mánuði (8 tímar eða meira) í kr. 70.000. Fyrir foreldra fjölburabarna sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir hækkar niðurgreiðslan úr kr. 63.000 í kr. 78.000 á mánuði og fyrir annað fjölburabarn hækkar niðurgreiðslan úr kr. 100.000 í kr. 130.000. Hækkun niðurgreiðslu til foreldra vegna vistunar barns í skemmri tíma en fulla vistun verður hlutfallsleg miðað við dvalarstundafjölda barnsins.

Bæjarráð samþykkir að hækkunin gildir frá 1. apríl næstkomandi.

Hækkunin rúmast innan samþykktar fjárheimildar á deild 04200-5917 og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

5.Stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

Yfirferð um stöðu vinnunnar vegna innleiðingar "Betri vinnutími" samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Framlagning fundargerða stýrihóps Akraneskaupstaðar um styttingu vinnuvikunnar.
Lagt fram.

6.Stytting vinnuvikunnar - erindi foreldraráðs leikskólanna á Akranesi

2102340

Skóla- og frístundaráð vísar erindi foreldraráða leikskólanna á Akranesi í bæjarráð til upplýsinga.
Bæjarráð þakkar erindið.

Um mikilsverða en umfangsmikla breytingu er að ræða á vinnuumhverfi starfsmanna sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um til reynslu til ársins 2023.

Lögð er áhersla á af hálfu samningsaðila (Sambandið f.h. sveitarfélaganna og stéttarfélögin f.h. launþeganna) að reynslutíminn sé nýttur vel og kostir og gallar fyrirkomulagsins skoðaðir og nýta á þá reynslu við áframhaldandi kjarasamningsgerð. Samningsaðilar sömdu um tilteknar grunnforsendur og er hverjum og einum vinnustað ætlað að útfæra fyrirkomulagið eins og best hentar viðkomandi starfseminni þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu og verði útfært án kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin og án breytinga á kjörum starfsmanna til lækkunar.

Starfsumhverfi leikskólanna hvað þetta varðar er sérstaklega krefjandi vegna ýmissa annara mikilvægra atriða í starfseminni en samið hefur verið um aukin undirbúningstíma leikskólakennara til eflingar á innra faglegu starfi. Þá er nú öllum opinberum starfsmönnum frá árinu 2020 tryggð 240 tíma árlegur orlofsréttur (miðað við 100% starf) sem einnig hefur áhrif á mönnun í starfsemi sveitarfélaga. Sjónarmið þjónustuþega í þessu sambandi er mikilvægt og þarf einnig að koma á framfæri. Gert er ráð fyrir endurskoðun vinnutímasamkomulaga í vor að liðnum reynslutíma og upplýsingar um þann þátt verða kynnt bæjarráði í sumar.

7.Gjaldtaka af eldri borgurum og öryrkjum - mótmæli

2101213

Athugasemdir vegna gjaldtöku eldri borgara og öryrkja í sund á Akranesi.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samhengi við markmið um heilsueflandi samfélag.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

8.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3450. þann 18. febrúar síðastliðnum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við KPMG um sjálfstæða úttekt með það að markmiði að koma með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu, fjármálum og rekstri sveitarfélagins.
Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

9.Lækjarflói 8 - umsókn um byggingarlóð

2102357

Umsókn Merkjaklöpp ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 8.
Umsóknargjald hefur verið greitt og umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Lóðin verður teknar af lóðalistanum án úthlutunar meðan málið er til meðferðar hjá Akraneskaupstað.

Samþykkt 3:0

10.Málefni Elkem

2102330

Bókun bæjarráðs Akraneskaupstaðar vegna málefna ELKEM Ísland ehf.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar tekur undir með forstjóra Elkem á Íslandi í nýlegu fjölmiðlaviðtali, að íslensk stjórnvöld hafi nú gullið tækifæri til að búa þessu efnahagslega mikilvæga fyrirtæki samkeppnishæft rekstrarumhverfi á Íslandi til lengri framtíðar.

Samhliða samkeppnishæfu raforkuverði kæmi einnig til stuðningur við nýsköpun og fjölnýtingu. Þannig má auka verðmætasköpun og hagnýta það forskot sem Ísland hefur í framleiðslu á endurnýjanlegri raforku. Má þar nefna þróun aðferða til að fanga og nýta koltvísýring úr útblæstri Elkem á Íslandi og lækka um leið kolefnisspor Íslands.

Bæjarráð tekur einnig undir með forstjóra Elkem að horft verði til Noregs sem fyrirmynd að slíku samstarfi. Það er skynsamleg ráðstöfun fjármuna að stjórnvöld skili stærstum hluta af grænum álögum aftur til atvinnulífsins í formi grænna styrkja til nýsköpunar með áherslu á að Ísland nái metnaðarfullum markmiðum sínum í loftslagsmálum. Það markmið mun ekki nást nema með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs á Íslandi.

Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 25. mars næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 11:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00