Bæjarráð
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.
1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024
2010230
Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Lagt fram.
Gerð er grein fyrir framlagði bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins undir máli nr. 2 í dagskránni.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13:00.
Gerð er grein fyrir framlagði bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins undir máli nr. 2 í dagskránni.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13:00.
2.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024
2009162
Vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021.
Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar sem og fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar:
Til grundvallar fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 og fimm ára fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun er mikilvægt að horfa til stöðunnar í þjóðfélaginu í dag. Áhrif heimsfaraldsins, Covid-19, á sveitarfélög eru mikil og við því verður að bregðast. Mikilvægt er að gæta aðhalds í rekstri en nýta þau tækifæri sem skapast hafa og um leið svara kalli stjórnvalda og atvinnulífsins um aukið fé til uppbyggingar og framkvæmda. Ljóst er að vinnuátakið ,,Allir vinna“. sem felur í sér endurgreiðslu á virðisaukaskatti af aðkeyptri vinnu, mun gilda út árið 2021. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjum til að Akraneskaupstaður nýti sér það tækifæri með myndarlegum hætti.
Skuldastaða Akraneskaupstaður er lág þar sem áhersla s.l. ár hefur verið á að greiða niður skuldir. Uppsafnað handbært fé hefur skapað kaupstaðnum tækifæri til að fara í fjárfrekar framkvæmdir án lántöku. Sá viðsnúningur sem við horfum fram á núna í rekstri kaupstaðarins vekur okkur til umhugsunar um hvernig við náum ofangreindum markmiðum. Samkvæmt gögnum frá Lánasjóði sveitarfélaga eru lánakjör til sveitarfélaga hagfelld í sögulegu samhengi og því réttur tímapunktur til að skoða hvort fara eigi í lántöku vegna stærri fjárfestinga og framkvæmda. Slík innspýting inn í hagkerfið mun hafa jákvæð áhrif á atvinnustig á svæðinu og ýta undir tekjustofna sveitarfélagsins. Með skynsamlegum fjárfestingum til framtíðar má bæta hag íbúa sem og að stuðla að hagkvæmari rekstri til lengri tíma litið.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að klára þau verkefni sem þegar eru hafin eða undirbúningur á lokametrum. Eftirfarandi tillögur að fjárhagsáætlun 2021 sem og fjárfestingum og framkvæmdum eru lagðar fram á bæjarráðsfundi mánudaginn 16. nóvember:
- Akraneskaupstaður selji þær fasteignir sem ekki eru að sinna lögbundinni og/eða grunnþjónustu sveitarfélagsins. Slík aðgerð hefur bein áhrif til lækkunar á viðhaldsþörf og skýrari fókus skapast í forgangsröðun viðhaldsverkefna.
- Horft verði til framtíðar með nýtt húsnæði fyrir Fjöliðjuna, ljúka framkvæmdum 2023.
- Halda áfram uppbyggingu skólalóða við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á árinu 2021 og framlög til lóðanna verði samtals 50 milljónir á ári næstu fjögur ár.
- Ljúka uppbyggingu nýs leikskóla í Skógarhverfi 2022.
- Ljúka uppbyggingu þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 2021.
- Ljúka byggingu fyrsta áfanga við Jaðarsbakka 2023.
- Verja nauðsynlegum fjármunum til nýframkvæmda í gatnagerð til að viðhalda eðlilegu lóðaframboði.
- Stuðla að lóðaframboði sem veitir verktökum möguleika á að byggja upp íbúðir sem falla undir hlutdeildarlán frá ríkinu og ýta þannig undir fjárfestingu ungs fólks á Akranesi.
- Fresta um óákveðin tíma uppbyggingu félagslegra íbúðaúrræða, mat á þörf fer fram i húsnæðisáætlun árlega sem nýta á til að ákvarða framboð á hverjum tíma. Í þessu samhengi er mikilvægt að selja eldri eignir þegar ný úrræði koma inn til að halda jafnvægi í framboði eins og lagt var af stað með þegar samþykkt var að leggja stofnframlag inn í Íbúðafélagið Bjarg. Þau áform hafa ekki gengið eftir og úrræðum því fjölgað umtalsvert.
- Halda uppi áformum um þjónustuíbúðir fyrir fatlaða.
Þessar tillögur kalla á að sveitarfélagið taki lán upp á um það bil 2.2 milljarða króna á næstu árum. Á móti má reikna með því að það sparist um 100 milljónir króna vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á árinu 2021. Það er beinn sparnaður í fjárfestingu sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Þá má reikna með að skynsamlegar fjárfestingar leiði af sér hagfelldari rekstur til lengri tíma sem kemur sér vel fyrir bæjarsjóð í framtíðinni.
Hagræðingar í rekstri.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir þeirri aðhaldskröfu sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsra settu fram á fundi bæjarráðs í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2021. Aðhaldskrafa frá 3%-5% mun færa rekstur kaupstaðarins í jafnvægi og koma í veg fyrir að bæjarsjóður verði rekin með 300 milljóna króna halla á næsta ári. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka þeim forstöðumönnum og sviðsstjórum sem lagt hafa fram skýra sýn á hagræðingar í rekstri. Því til viðbótar leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögur:
- Sameiginlegir matseðlar verði fyrir Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Slík aðgerð gefur kaupstaðnum tækifæri á sameiginlegum matarinnkaupum sem skilar sér í hagkvæmari rekstri mötuneytanna og er gott veganesti og grunnur inn í miðlægt mötuneyti stofnana Akraneskaupstaðar til framtíðar.
- Horfa til mögulegrar úthýsingar verkefna sem ekki flokkast undir lögbundna þjónustu.
- Stytting vinnuvikunnar á leikskólum verði útfærð sem frídagar þar sem foreldrum barna og starfsfólki leikskólanna er veitt val um að taka frí í vetrarfríi grunnskólanna, á milli jóla- og nýárs eða í dymbilviku.
Á tímum sem þessum eru allar hagræðingarákvarðanir erfiðar en það er verkefni kjörinna fulltrúa að taka hlutverk sitt alvarlega og standa vörð um bæjarsjóð en um leið að horfa til forgangsröðunar framkvæmda með hag bæjarbúa að leiðarljósi til lengri framtíðar.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign
Framhald fundarins:
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13:00.
Til grundvallar fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 og fimm ára fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun er mikilvægt að horfa til stöðunnar í þjóðfélaginu í dag. Áhrif heimsfaraldsins, Covid-19, á sveitarfélög eru mikil og við því verður að bregðast. Mikilvægt er að gæta aðhalds í rekstri en nýta þau tækifæri sem skapast hafa og um leið svara kalli stjórnvalda og atvinnulífsins um aukið fé til uppbyggingar og framkvæmda. Ljóst er að vinnuátakið ,,Allir vinna“. sem felur í sér endurgreiðslu á virðisaukaskatti af aðkeyptri vinnu, mun gilda út árið 2021. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjum til að Akraneskaupstaður nýti sér það tækifæri með myndarlegum hætti.
Skuldastaða Akraneskaupstaður er lág þar sem áhersla s.l. ár hefur verið á að greiða niður skuldir. Uppsafnað handbært fé hefur skapað kaupstaðnum tækifæri til að fara í fjárfrekar framkvæmdir án lántöku. Sá viðsnúningur sem við horfum fram á núna í rekstri kaupstaðarins vekur okkur til umhugsunar um hvernig við náum ofangreindum markmiðum. Samkvæmt gögnum frá Lánasjóði sveitarfélaga eru lánakjör til sveitarfélaga hagfelld í sögulegu samhengi og því réttur tímapunktur til að skoða hvort fara eigi í lántöku vegna stærri fjárfestinga og framkvæmda. Slík innspýting inn í hagkerfið mun hafa jákvæð áhrif á atvinnustig á svæðinu og ýta undir tekjustofna sveitarfélagsins. Með skynsamlegum fjárfestingum til framtíðar má bæta hag íbúa sem og að stuðla að hagkvæmari rekstri til lengri tíma litið.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að klára þau verkefni sem þegar eru hafin eða undirbúningur á lokametrum. Eftirfarandi tillögur að fjárhagsáætlun 2021 sem og fjárfestingum og framkvæmdum eru lagðar fram á bæjarráðsfundi mánudaginn 16. nóvember:
- Akraneskaupstaður selji þær fasteignir sem ekki eru að sinna lögbundinni og/eða grunnþjónustu sveitarfélagsins. Slík aðgerð hefur bein áhrif til lækkunar á viðhaldsþörf og skýrari fókus skapast í forgangsröðun viðhaldsverkefna.
- Horft verði til framtíðar með nýtt húsnæði fyrir Fjöliðjuna, ljúka framkvæmdum 2023.
- Halda áfram uppbyggingu skólalóða við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á árinu 2021 og framlög til lóðanna verði samtals 50 milljónir á ári næstu fjögur ár.
- Ljúka uppbyggingu nýs leikskóla í Skógarhverfi 2022.
- Ljúka uppbyggingu þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 2021.
- Ljúka byggingu fyrsta áfanga við Jaðarsbakka 2023.
- Verja nauðsynlegum fjármunum til nýframkvæmda í gatnagerð til að viðhalda eðlilegu lóðaframboði.
- Stuðla að lóðaframboði sem veitir verktökum möguleika á að byggja upp íbúðir sem falla undir hlutdeildarlán frá ríkinu og ýta þannig undir fjárfestingu ungs fólks á Akranesi.
- Fresta um óákveðin tíma uppbyggingu félagslegra íbúðaúrræða, mat á þörf fer fram i húsnæðisáætlun árlega sem nýta á til að ákvarða framboð á hverjum tíma. Í þessu samhengi er mikilvægt að selja eldri eignir þegar ný úrræði koma inn til að halda jafnvægi í framboði eins og lagt var af stað með þegar samþykkt var að leggja stofnframlag inn í Íbúðafélagið Bjarg. Þau áform hafa ekki gengið eftir og úrræðum því fjölgað umtalsvert.
- Halda uppi áformum um þjónustuíbúðir fyrir fatlaða.
Þessar tillögur kalla á að sveitarfélagið taki lán upp á um það bil 2.2 milljarða króna á næstu árum. Á móti má reikna með því að það sparist um 100 milljónir króna vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á árinu 2021. Það er beinn sparnaður í fjárfestingu sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Þá má reikna með að skynsamlegar fjárfestingar leiði af sér hagfelldari rekstur til lengri tíma sem kemur sér vel fyrir bæjarsjóð í framtíðinni.
Hagræðingar í rekstri.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir þeirri aðhaldskröfu sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsra settu fram á fundi bæjarráðs í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2021. Aðhaldskrafa frá 3%-5% mun færa rekstur kaupstaðarins í jafnvægi og koma í veg fyrir að bæjarsjóður verði rekin með 300 milljóna króna halla á næsta ári. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka þeim forstöðumönnum og sviðsstjórum sem lagt hafa fram skýra sýn á hagræðingar í rekstri. Því til viðbótar leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögur:
- Sameiginlegir matseðlar verði fyrir Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Slík aðgerð gefur kaupstaðnum tækifæri á sameiginlegum matarinnkaupum sem skilar sér í hagkvæmari rekstri mötuneytanna og er gott veganesti og grunnur inn í miðlægt mötuneyti stofnana Akraneskaupstaðar til framtíðar.
- Horfa til mögulegrar úthýsingar verkefna sem ekki flokkast undir lögbundna þjónustu.
- Stytting vinnuvikunnar á leikskólum verði útfærð sem frídagar þar sem foreldrum barna og starfsfólki leikskólanna er veitt val um að taka frí í vetrarfríi grunnskólanna, á milli jóla- og nýárs eða í dymbilviku.
Á tímum sem þessum eru allar hagræðingarákvarðanir erfiðar en það er verkefni kjörinna fulltrúa að taka hlutverk sitt alvarlega og standa vörð um bæjarsjóð en um leið að horfa til forgangsröðunar framkvæmda með hag bæjarbúa að leiðarljósi til lengri framtíðar.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign
Framhald fundarins:
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á aukafundi bæjarráðs þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13:00.
Fundi slitið - kl. 18:40.