Fara í efni  

Bæjarráð

3434. fundur 05. nóvember 2020 kl. 13:00 - 18:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og fundarmenn samþykkja fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Aukafundur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022 - 2024.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi taka þátt í fundinum undir dagskrárliðum nr. 1 og 2.
Bæjarráð samþykkir að fasteignaskattar ársins 2021 verði ákvarðaðir samkvæmt forsendum lífkjarasamningsins líkt og gert var vegna ársins 2020.

Bæjarráð samþykkir að leggja vinnuna við fjárhagsáætlunargerðina upp þannig að jafnvægi sé í tekjum og útgjöldum að teknu tilliti til fjármagnsliða. Um krefjandi verkefni er að ræða sem kallar á tiltekna hagræðingu sem útfæra þarf í nánu samstarfi við forstöðumenn. Í því sambandi þarf að vega og meta framboð þjónustu, lögboðnar skyldur sveitarfélaga o.fl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021 (2022-2024)
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulagsö- og umhverfissviðs tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Lögð fram.
Gert er ráð fyrir að endanlega áætlun liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs þann 12. nóvember nk.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri, Jóhann Þórðarson endurskoðandi og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs víkja af fundi.

3.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Eitt tilboð barst í eignina.
Tilboðið uppfyllir ekki skilyrði skv. fundargerð bæjarráðs frá 29. október sl.
ELA og VLJ hafna tilboði Verkfars ehf.
Suðurgata 108 er því áfram til sölu án sérstakra skilyrða um lágmarksfjárhæð og önnur atriði sem tilgreind voru á fundi bæjarráðs þann 29. október sl.

ELA og VLJ árétta að við sölu fasteigna Akraneskaupstaðar gilda "Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans" frá 23. september 2014 en reglurnar eru birtar á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Til viðbótar vegna Suðurgötu 108 gilda sérstakar kvaðir um viðhald, kauprétt og forkaupsrétt sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. maí sl. á fundi nr. 3418 (samþykkt 2:1 (ELA/VLJ: RÓ á móti)).

RÓ er á móti sölu eignarinnar og leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áréttar fyrri afstöðu sína í málinu og er því mótfallin að húsið verði selt. Þykir bæjarfulltrúanum miður að ákvörðun um að rífa húsnæðið og úthluta lóðinni að nýju hafi verið snúið við af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsum.
Rakel Óskarsdóttir (sign)

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00