Fara í efni  

Bæjarráð

3123. fundur 18. ágúst 2011 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Félag leikskólakennara - fyrirhugað verkfall.

1108094

Tölvupóstur sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. ágúst 2011 ásamt leiðbeiningum vegna fyrirhugaðs verkfalls.

Á fundinn mætti til viðræðna Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu. Helga kynnti fréttatilkynningu sem sett verður á vefinn í tilefni fyrirhugaðs verkfalls.

2.Sveitarstjórnartrygging

1103127

Bréf Vátryggingafélags Íslands, dags. 12. júlí 2011, þar sem þess er óskað að bæjarráð endurskoði ákvörðun um uppsögn á samningi um sveitarstjórnartryggingar. Vísar félagið til gagna og viðræðna sem áttu sér stað við endurskoðun samningsins sem nú hefur verið sagt upp, en skv. tilboði félagsins um betri kjör og framlengingu samningsins átti gildistími að vera út árið 2012, en fyrir mistök hafi gildistími verið settur í endurnýjaðan samning út árið 2011.
Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi bæjarráðs 28. júlí sl.

Minnisblað fjármálastjóra dags. 15. ágúst 2011, þar sem rakið er ferlið við frágang á umræddum samningi.

Í tilboðsgögnum á sínum tíma kemur fram að samningstími skyldi vera til fimm ára. Því þykir sýnt að um prentvillu í samningi hafi verið að ræða og samþykkir bæjarráð því beiðni Vátryggingarfélags Íslands um að gildistími samningsins verði út árið 2012, en ítrekar jafnframt að vátryggingar Akraneskaupstaðar verði boðnar út á árinu 2012 með gildistíma frá og með 1. janúar 2013.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Rekstrarniðurstöður samstæðureiknings janúar-júní 2011. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er tap 81,3 mkr. á móti áætluðum hagnaði 12,2 mkr. Rekstrarniðurstaða er tap 232,5 mkr. á móti áætluðu tapi 42,7 mkr.
Uppgjörið sýnir samstæðureikning þ.e. bæði A- og B- hluta stofnana. Reiknaðir fjármagnsliðir eru 114,6 mkr. á móti áætlun 25,7 mkr. Mismunur er 88,9 mkr.

Með hliðsjón af fyrirliggjandi stöðu milliuppgjörs A- og B-hluta Akraneskaupstaðar samþykkir bæjarráð að fela stofum og ráðum að taka til endurskoðunar fjárhagsáætlun viðkomandi stofa og ráða fyrir árið 2011 og leggja fyrir bæjarráð stöðu og útlit fyrir reksturinn vegna ársins. Bæjarráð óskar eftir að greinargerðir liggi fyrir eigi síðar en 6. september nk. og að ítarlega verði gert grein fyrir rekstarstöðu m.v. gildandi fjárhagsáætlun og tillögum til að bregðast við gefi rekstrarstaða tilefni til slíkra aðgerða innan viðkomandi málaflokka.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu og rekstrarhorfur ársins hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem Akraneskaupstaður er hlutfallslega ábyrgur fyrir skuldbindingum m.v. 30.6.2011, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Höfða, SSV o.fl.

4.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1009139

Skv. samkomulagi skal Akraneskaupstaður rýma fasteignina Vesturgata 119 fyrir 1. september 2011, en þá lýkur tímabundnum leigusamningi milli aðila.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Bæjarritara falið að kanna með framhald leigusamnings á húsnæðinu.

5.Háteigur 16 umsókn um byggingu bílgeymslu

1106125

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 17. ágúst 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting vegna byggingar bílageymslu við Háteig 16 verði samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.FIMA - húsnæðismál

1105092

Samkomulag um kaup á búnaði fyrir FIMA, samtals að fjárhæð 9,7 millj. króna.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið og vísar fjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

7.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 14. ágúst 2011, þar sem sótt er um viðbótarfjárveitingu að fjárhæð kr. 2.725.473.- vegna veikinda starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr launapotti vegna veikinda starfsmanna.

Hrönn vék af fundi við afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

8.Skólaárið 2011-2012 - starfsmannahald o.fl

1108040

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 15. ágúst 2011, varðandi starfsmannahald o.fl. skólaárið 2011-2012.
Farið er fram á aukafjárveitingu á árinu 2011 vegna 2ja stöðugilda við Grundaskóla vegna stuðningsfulltrúa og 1 stöðugildis við Brekkubæjarskóla samtals að fjárhæð 4,0 m.kr.

Afgreiðslu frestað.

Hrönn vék af fundi við afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

9.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 17.ágúst 2011, varðandi fjárveitingu að upphæð kr. 2,85 millj. til flutnings á hjólarömpum við Grundaskóla. Ný staðsetning hjólarampa verður á svokölluðum þyrlupalli við enda íþróttasvæðisins á Jaðarsbökkum.

Bæjarráð samþykkir að ramparnir veðri fjarlægðir og komið í geymslu að svo komnu máli. Hrönn vék af fundi við afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

10.Sundstaðir - öryggi

1106020

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 17. ágúst 2011, varðandi fjárveitingu að upphæð kr. 4,9 millj. á ári vegna viðbótarstöðuhlutfalls á Jaðarsbökkum vegna aukinna krafna í öryggismálum á sundstöðum.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjárveitingu að fjárhæð 1,6 millj. kr. til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

11.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 17. ágúst 2011, varðandi samning um uppbyggingu vélhjólabrautar.

Bæjarráð samþykkir samninginn. Fjárveitingu að upphæð 1,5 millj. króna er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

12.Strætó bs. - áframhaldandi samstarf

1103168

Minnisblað Strætó bs. dags. 17. ágúst 2011, vegna akstursútboðs fyrir Akranes. Óskar Strætó bs. heimidar til auglýsingar útboðs fyrir Akraness í ljósi fyrri samþykkta þó með þeirri breytingu að samningurinn verði boðinn út til sjö ára með tvisvar sinnum eins árs framlengingarmöguleika.

Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd - 52

1108002

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. ágúst 2011.

Lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

Fundargerð 158. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00