Fara í efni  

Bæjarráð

3412. fundur 16. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:22 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Staða aðgerða Akraneskaupstaðar vegna Covid-19.
Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag varðandi greiðslufrest fasteignagjalda einstaklinga og fyrirtækja í tengslum við COVID-19 faraldurinn.

Áfram verður unnið með skilyrði vegna frestunar á greiðslu gatnagerðargjalda og verður umsóknareyðublað vegna þessa birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eigi síðar en mánudaginn 20. apríl næstkomandi.

2.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

2001248

Staða verkefna í tengslum við Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.


3.Málefni KFÍA

2004085

Staða Knattspyrnufélags ÍA.

Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KFÍA og Magnús Guðmundsson formaður KFÍA taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkr framkvæmdastjóra og formanni KFÍA fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar um stöðu félagsins. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins sem verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 08:15.

4.Verkefnið "Karlarnir í skúrnum"

2003118

Hörður Sturlusson verkefnastjóri "Karlarnir í skúrnum" í Hafnarfirði ásamt Ágústu Friðriksdóttur og Ursulu Árnadóttur hjá Rauða krossinum koma inn á fund bæjarráð í gegnum fjarfundarbúnað. Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur einnig þátt í fundinum.
Bæjarráð þakkar Herði Sturlusyni verkefnastjóra fyrir upplýsingar um verkefnið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að vinna málið áfram m.a. með tilliti til kostnaðar og mögulegrar staðsetningar fyrir verkefnið.

5.Eigendahlutur Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur

2004056

Stofnun rýnishóps eigenda vegna vinnu við verðmat á Orkubeitu Reykjavíkur en Borgarbyggð hefur óskað eftir mati á áhrifum þess að taka upp samræmda gjaldskrá fyrir fráveitu (og vatnsveitu) á Akranesi, Borgarbyggð og í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf rýnishópsins og að fulltrúi Akraneskaupstaðar í hópnum verði Jóhann Þórðarson endurskoðandi.

Fundi slitið - kl. 11:22.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00