Fara í efni  

Bæjarráð

3401. fundur 13. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

64. mál - til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.
50. mál - til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir).
Lagt fram.

2.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Staða við gerð umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.

Sindri Birgisson umhverfisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sindra Birgissyni fyrir veittar upplýsingar.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.


3.Sorpmál - tillaga Sjálfstæðisflokks

2001149

Tillaga um Sjálfstæðisflokksins um sorpmál var lögð fram á bæjarstjórnarfundi þann 14. janúar 2020 og var tekin fyrir á fundi bæjarráðs þann 16. janúar síðstliðinn. Á fundinum óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra eftir nánari upplýsingum um stöðu vinnunnar við umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar hjá skipulags- og umhverfissviði fyrir næsta fund ráðins.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshópsins og verður erindisbréf lagt fram á næsta fundi ráðsins en fundur í skipulags- og umhverfisráði er næstkomandi mánudag þar sem erindið verður einnig tekið fyrir.

4.Lækjarflói 2-4 - umsókn um byggingarlóð

2002016

Umsókn 1311 ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 2 og 4 ásamt beiðni um sameiningu lóða. Umsóknargjald vegna lóðanna hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar lóðunum til umsækjanda.

Rétt er að geta þess að úthlutunin fer fram samkvæmt gildandi skipulagi sem felur í sér tvær aðskildar lóðir og í raun tvær sjálfstæðar úthlutanir þó þær séu afgreiddar hér saman.

Beiðni umsækjanda um sameiningu lóðanna fer í hefðbundið skipulagsferli og til meðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði.

5.Opnunartími leikskólanna á Akranesi

2001288

Erindi leikskólastjóranna á Akranesi um að stytta opnunartíma á leikskólum bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.

6.Starfsumhverfi leikskóla

1909019

Tillögur samráðshóp um bætt starfsumhverfi í leikskólum.
Bæjarráð þakkar samráðshópnum fyrir vinnuna og fyrirliggjandi tillögur sem bæjarráð vísar til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.

7.Höfði - endurbætur á 2. áfanga

2001138

Erindi framkvæmdastjóra Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis um endurnýjun á þak- og veggjaklæðingu á 2. áfanga Höfða.

Framkvæmdasjóður aldraðra hefur opnað fyrir umsóknir hjá vegna ársins 2020. Umsóknarfrestur er til 24.febrúar nk.

Ráðgert er að fara í framkvæmdina árið 2021 að því gefnu að staðfesting/yfirlýsing fjármögnunaraðila (eignaraðila) liggi fyrir og samþykkt sjóðsins á úthlutun framlags.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í verkefnið og að sótt verði um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna framkvæmdarinnar. Miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 60 mkr., að mögulegt framlag Framkvæmdasjóð sjóðsins verði sé rúmlega 23 mkr. en framlag eignaraðila rúmlega 37 mkr. sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveit í samræmi við eignarhluti sveitarfélaganna sem eru 90%:10%.

Heildarábyrgð Akraneskaupstaðar vegna framkvæmdarinnar er því rúmlega 33 mkr. og fáist jákvætt svar frá Framkvæmdasjóðnum þarf að gera ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2021.

Bæjarráð vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Afskriftir vegna ársins 2019

1912263

Afskriftir vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu fjármálasviðs um afskriftir samtals að fjárhæð kr. 214.373.

9.Breyting á opnunartíma bæjarskrifstofu

2001246

Bæjarráð Akraness samþykkti fyrir ári síðan tilraunaverkefni um breytingu á opnunartíma bæjarskrifstofu Akraness til eins árs.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar greinargóða kynningu Sædísar Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra og samþykkir að framlengja tilraunverkefni um breyttan opnunartíma þjónustuvers til ársloka.

10.Stjórnsýsluúttekt Capacent

2001210

Verkefnistillaga frá Capacent um stjórnsýsluúttekt á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar.
Afgreiðslu málsins frestað.

11.Kútter Sigurfari - staða mála

1903002

Á undanförnum mánuðum og árum hefur forstöðumaður menningar- og safnamála Akraneskaupstaðar átt í samskiptum við ýmsa aðila varðandi framtíðar möguleika kútters Sigurfara. Forstöðumaður óskar eftir ákvörðun bæjarráðs um framtíð kútters Sigurfara.
Lagt fram.

Forstöðumanni menninga- og safnamála falið að vinna málið áfram.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar ráðsins.

12.Samfélagsgarðar á Akranesi

2002043

Erindi til Akraneskaupstaðar um samfélagsgarð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar og úrvinnslu hjá umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar.

13.Húsmæðraorlof 2020 - orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu

2002072

Erindi Orlofsnefndar Mýra og Borgarfjarðarsýslu.
Bæjarráð áréttar fyrri afstöðu um að löggjöf um húsmæðraorlof sé í hróplegri mótsögn við nútímasjónarmið um jafnan rétt og jafna stöðu kynja sbr. lög nr. 10/2008 og synjar erindinu.

Bæjarráð skorar sem fyrr á alþingismenn kjördæmisins að beita sér fyrir afnámi viðkomandi löggjafar.

14.Landsþing SÍS 26. mars 2020

2001201

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið þann 26. mars næstkomandi á Grand Hótel. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ofh. hefst að loknu þingi.
Fulltrúar Akraneskaupstaðar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verða bæjarfulltrúarnar Valgarður L. Jónson, Elsa Lára Arnardóttir, Rakel Óskarsdóttir og Sandra Sigurjónsdóttir. Varamenn eru bæjarfulltrúarnir Kristinn Hallur Sveinsson, Liv Aase Skarstad, Ólafur Adolfsson og Einar Brandsson. Auk bæjarfulltrúa sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri landsþingið.

15.Framlag ársins 2020

2002140

Erindi Þróunarfélags á Grundartanga um framlag/styrkbeiðni vegna verkefna á árinu 2020.
Bæjarráð samþykkir erindið. Gert er ráð fyrir fjármagni til Þróunarfélagsins í áætlun ársins að fjárhæð kr. 792.000. Viðbótarkostnaðinum að fjárhæð kr. 1.708.000 verður mætt af liðnum 20830-4995 og færður á deild 13660.

16.Leiguhúsnæði á Akranesi

2002145

Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00