Fara í efni  

Bæjarráð

3392. fundur 13. nóvember 2019 kl. 16:15 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

230. mál til umsagnar - frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður).
66. mál til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
328. mál til umsagnar - frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými).
317. mál til umsagnar - frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.).
Lagt fram.

Bæjarráð mun skila jákvæðri umsögn varðandi mál nr. 66, frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

2.Rekstur og umsjón Bíóhallarinnar - útboð

1908314

Samningur um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar.
Bæjarráð samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Vina Hallarinnar ehf. um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar sem er í samræmi við úboðsgögn frá því í ágúst síðastliðnum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samningsins.

3.Leikskólar Akraneskaupstaðar - ósk um samráðsfund vegna starfskjara

1910129

Ítrekun leikskólakennara um erindi þeirra varðandi starfskjör.
Lagt fram.

Málið verður unnið áfram í samvinnu við skóla- og frístundaráð og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.

4.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - viðbótarframlag eigenda

1910189

Beiðni Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um viðbótarframlag eigenda vegna fyrirsjáanlegs halla á yfirstandandi rekstrarári.

Erindið er lagt fyrir að nýju til uppfyllingar reglna Akraneskaupstaðar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 vegna viðbótarframlags til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á árinu 2019 að fjárhæð kr. 5.998.000 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Útgjöldin verða færð á lið 03220-5946 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Reglur um styrk til heilsueflingar

1903285

Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar breytingar á reglum um heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn. Reglurnar áttu að taka formlegt gildi þann 1. janúar 2020.
Bæjarráð samþykkir að fresta gildistöku nýrra reglna um heilsueflingarstyrki fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar þar sem ekki er fjárhagslegt rými í fjárhagsáætlun 2020 til þeirra breytinga sem að var stefnt. Gildistaka reglnanna verður tekin upp í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021.

6.Gamla Kaupfélagið - tækifærisleyfi vegna viðburðar sem fer fram 26. desember næstkomandi.

1910226

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Veislur og viðburðir um tækifærisleyfi til áfengisveitinga og umsagnarbeiðni vegna viðburðar sem fer fram annan í 26. desember næstkoman á Gamla kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi 26. desember 2019.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að viðburðurinn standi til kl. 04:00 aðfararnótt 27. desember næstkomandi.

7.Gamla Kaupfélagið - tækifærisleyfi vegna "Áramótaskemmtunar"

1910227

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Veislur og viðburðir ehf um tækifærisleyfi til áfengisveitinga og umsagnarbeiðni vegna "Áramótaskemmtunar" sem halda á í Gamla kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi 1. janúar 2020.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að viðburðurinn standi til kl. 04:00 aðfararnótt 1. janúar næstkomandi.

8.Endurskinsmerki

1901365

Tillaga um samstarf við ÍA um endurskinsmerki.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna að fjárhæð kr. 500.000 vegna samstarfsverkefnis við Íþróttabandalag Akraness (ÍA) sem felst í sameiginlegum kaupum á endurskinsmerkjum sem gefin verða til allra barna á Akranesi. Heildarkostnaður verkefnisins er 1 mkr. sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar og ÍA. Endurskinsmerkin verða merkt Akraneskaupstað og ÍA.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og gjaldfærðir á liðinn 0689-5948.

9.Fjólulundur 3 - Umsókn um byggingarlóð

1911025

Umsókn Orra Jónssonar og Telmu Bjarkar Helgadóttur um byggingarlóð við Fjólulund 3.

Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Fjólulund 3 til umsækjanda.

10.Höfði - sviðsmyndagreining rekstrarforma

1811202

Jóhann Þórðarson gerir grein fyrir stöðu vinnu sviðsmyndagreiningar vegna mögulegra breytinga á rekstrarformi heimilisins.
Bæjarráð samþykkir að fela Jóhanni Þórðarsyni að vinna frekari sviðsmyndagreiningu í samstarfi við bæjarstjóra.11.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu framkvæmdanna.
Bæjarráð þakkar Sigurði Páli Harðarsyni fyrir veittar upplýsingar.

12.Úthlutun rað- og parhúsalóða við Fagralund

1911051

Útlutun lóða við Fagralund.
Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund.

Bæjarráð samþykkir með vísan til reglna um úthlutun lóða sbr. grein 2.3 að úthlutun lóða við Fagralund fari fram með útdrætti. Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði frekari úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram síðar á þessu ári.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00