Fara í efni  

Bæjarráð

3389. fundur 05. nóvember 2019 kl. 15:00 - 17:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - viðbótarframlag eigenda

1910189

Beiðni Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um viðbótarframlag eigenda vegna fyrirsjáanlegs halla á yfirstandandi rekstrarári.

Tekur bæði til ársins 2019 og 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarframlag til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2019 sem tilkomið er vegna veikindaafleysingar. Kostnaðaraukanum samtals að fjárhæð kr. 5.998.000 verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir viðbótarútgöldum til Heilbrigðiseftirlits á árinu 2020 sem helgast af sömu ástæðum. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld Akraneskaupstaðar vegna Heilbrigðiseftirlitsins á árinu 2020 verði kr. 8.930.000.

Lögboðið er að sveitarfélög standi undir þeim kostnaði eftirlitsins sem ekki er greiddur af þjónustugjöldum í málaflokknum og skipting kostnaðar í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig fer samkvæmt íbúafjölda hvers sveitarfélags.

2.Faxabraut 7 - hækkun á álagningu fasteignagjalda á atvinnufyrirtæki

1901379

Lagt fram svar Akraneskaupstaðar frá 12. september síðastliðnum við erindi Nótastöðvarinnar.

Einnig lagt fram nýtt erindi Nótastöðvarinnar dags. 25. september 2019.
Bæjarráð ítrekar fyrri svör um að við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert er þessi þáttar tekjuöflunar sveitarfélagsins skoðaður ítarlega m.a. með samanburði við önnur sveitarfélög. Reynt er eftir fremsta megni að stilla hækkun gjaldanna í hóf miðað við áætlaða hækkun fasteignamats eftirfarandi árs. Hækkun gjaldanna á árinu 2020 mun taka mið af lífskjarasamningunum sem gerðir voru fyrr á árinu og ákvörðunin mun með formlegum hætti birtast við fjárhagsáætlunargerðina sem er til endanlegrar samþykktar hjá Akraneskaupstað þann 10. desember næstkomandi.

3.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Fjárhagsáætlun 2020 (2021-2023)
Farið var yfir fyrirliggjandi forsendur fjárhagsáætlunar, þær greiningar sem liggja fyrir, fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun og útkomuspá ársins 2019. Bæjarráð samþykkir jafnframt svohljóðandi tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun álagningarprósentu fasteignagjalda fyrir atvinnulóðir á Akranesi sem lögð var fram 3388. fundi bæjarráðs þann 31. október síðastliðinn:

Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi leggur fram þá tillögu í fjárhagsáætlunargerð Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 að fasteignaskattur C, þ.e. fasteignaskattur sem lagður er á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir A- og B- skatt, fari niður í 1,400 prósentustig af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Árið 2019 var álagningaprósentan 1,5804 en tillaga Sjálfstæðisflokksins hefur í för með sér lækkun álagningarprósentu um 11,4% milli áranna 2019-2020. Breytingar á beinum tekjustofni Akraneskaupstaðar við þessa tillögu út frá núverandi forsendum mynda lækkun um 18,5 milljónir króna. Þeirri lækkun yrði mætt með tilfærslu verkefna í fjárfestingum og framkvæmdum sem og með sölu eigna sem leiðir til minni útgjalda á viðhaldsliðum.
Rakel Óskarsdóttir (sign)


Bæjarráð heldur aukafund vegna fjárhagsáætlunar fimmtudaginn 7. nóvember næstkomandi og hefst fundurinn kl. 8:15. Þar verður endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkt og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00