Fara í efni  

Bæjarráð

3384. fundur 26. september 2019 kl. 08:15 - 11:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2019 - menningar- og safnanefnd

1901009

73. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. september 2019.
Fundargerðin lögð fram.

2.Fundargerðir 2019 - Öldungaráð

1905300

1. fundargerð öldungaráðs frá 29. apríl 2019.
2. fundargerð öldungaráðs frá 13. maí 2019.
3. fundargerð öldungaráðs frá 3. júní 2019.
Fundargerðirnar lagðar fram.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2019 lagður fram til samþykktar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
ELA víkur af fundi undir þessum lið.
RBS tekur sæti á fundinum.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2019.
Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

RBS víkur af fundi.
ELA tekur sæti á fundinum á ný.

4.Erindisbréf og reglur - endurskoðun

1610064

Erindisbréf fyrir bæjarráð, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfin og vísar til bæjarstjórn til samþykktar.

5.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2019

1909203

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2019.
SFÞ og ELA víkja af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við það.

Bæjarráð (VLJ og RÓ) samþykkir viðauka nr. 13 að upphæð kr. 2.178.181 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna styrkja til greiðslu fasteignaskatts. Útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum 20830-5946 að sömu fjárhæð. Bæjarráð vísar samþykkt viðauka til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðun. Úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2019 er eftirfarandi:

Akur frímúrarastúka kr. 779.752 (færist á 0789-5948)
Oddfellow kr. 614.507 (færist á 0789-5948).
Skátafélag Akraness kr. 354.158 (færist á 0589-5948).
Rauði Krossinn kr. 151.171 (færist á 0689-5948).
Hestamannafélagið Dreyri kr. 278.593 (færist á 0689-5948).

Kostnaði vegna úthlutunarinnar verður mætt af liðnum 20830-5946.
ELA og SFÞ taka sæti á fundinum á ný.

6.Brúin - Starfshópur um íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarstefnu

1902096

Erindi frá Brúnni varðandi forvarnir og Lopapeysuna sem haldin er árlega í kringum Írska daga á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við þau mikilvægu atriði sem fram koma í erindi Brúarinnar.

7.Knattspyrnufélag ÍA - ósk um styrkveitingu vegna þátttöku í UEFA Youth League árið 2019

1909219

Beiðni Knattspyrnufélags ÍA um styrkveitingu vegna þátttöku í Evrópukeppni 2. flokks karla.
Bæjarráð óskar 2. flokki karla innilega til hamingju með árangurinn og meistaratitill sem flokkurinn vann nýverið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Asparskógar 21 - Umsókn um byggingarlóð

1906180

Erindi Modulus eignarhaldsfélags ehf. um aðilaskipti að lóð við Asparskóga 21. Beðið er um að að fyrirtækið Vetrarfell ehf. verði skráður lóðarhafi.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til þeirra upplýsinga sem lágu fyrir í upphaflegri umsókn um lóðina.

9.Asparskógar 19 - Umsókn um byggingarlóð

1906179

Erindi Modulus eignarhaldsfélags ehf. um aðilaskipti að lóð við Asparskóga 19. Beiðið er um að að fyrirtækið Vetrarfell ehf. verði skráður lóðarhafi.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til þeirra upplýsinga sem lágu fyrir í upphaflegri umsókn um lóðina.

10.Félag slökkviliðsmanna á Akranesi og Hvalfjarðarsveit - styrkbeiðni

1909206

Félag slökkviliðsmanna Akranesi og Hvalfjarðarsveit óskar eftir styrk til ferðar á ráðstefnuna Rauða hanann sem haldin er í Hannover í Þýskalandi dagana 15.-19. júní 2020.

Rauði haninn er sýning á tækjum og tólum til slökkvistarfa og fyrirlestrar um nýjustu tækni og aðferðir slökkviliða o.fl.

Áætlað er að um 15 manns fari í ferðina og kostnaður um kr. 150.000 á mann. Félagið óskar eftir styrk að fjárhæð kr. 750.000 sem væru þá um kr. 50.000 á hvern þátttakanda.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

11.Götulýsing - rekstur, viðhald og endurnýjun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni

1909175

Erindi Samtaka iðnaðarins um viðhald og endurnýjun götulýsingar á Akranesi.
Bæjarráð vísar málinu til meðferðar í skipulags- og umhverfisráði.

12.Umsókn grunnskólanna á Akranesi um endurnýjun tölvubúnaðar

1909247

Komin er fram beiðni grunnskólanna á Akranesi um endurnýjun tölvubúnaðar í skólunum.
ELA víkur af fundi undir þessum lið.
RBS tekur sæti á fundinum.

Bæjarráð þakkar greinargott yfirlit kerfisstjóra.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020 og til afgreiðslu í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun.

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á ný.

13.Heilsueflandi samfélag

1802269

Samningur milli Akraneskaupstaðar og Embætti Landslæknis um Heilsueflandi samfélag.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við efnisatriði samningsins sem eru í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjaryfirvalda um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og þeim skuldbindingum og tækifærum sem í því felast.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn í umboði Akraneskaupstaðar og hvetur þá bæjarfulltrúa sem geta til að vera viðstaddir undirritun 1. október næstkomandi kl. 14:00.

14.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1909260

Ársfundur Jöfnunarsjóðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut, miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 16:00.
Bæjarráð leggur áherslu á að tryggt sé að sjónarmið Akraneskaupstaðar um að gætt verði sérstaklega að því að áhrif vegna ákvarðana í tengslum við lífskjarasamninginn komi ekki líka fram í skertum framlögum Jöfnunarsjóðs.

15.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Drög að skýrslu starfshóps um mötuneytismál í stofnunum Akraneskaupstaðar.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Ólöf Linda Ólafsdóttir formaður starfshópsins sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að frekari sviðsmyndagreiningar fari fram sbr. fyrirliggjandi minnisblað, framlengir umboð starfshópsins til áramóta og væntir þess að næstu áfangaskil verði í lok nóvember næstkomandi.

Bæjarráð óskar eftir að kostnaðarmat vegna umræddrar vinnu liggi fyrir á næsta fundi ráðsins þann 11. október næstkomandi.

Ólöf Linda Ólafsdóttir víkur af fundi.

16.Garðasel - leiktæki á leikskólalóð fyrir yngstu börnin

1904017

Ítrekun á erindi frá leikskólanum Garðaseli vegna leiktækja á útisvæði fyrir yngstu börnin.

Valgerður Janusdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð harmar að erindinu hafi ekki verið svara með fullnægjandi hætti en verið er að taka saman lokagögn svo málið sé tækt til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00