Fara í efni  

Bæjarráð

3198. fundur 10. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 8. október 2013 með rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar fyrir janúar - ágúst 2013. Sigmundur Ámundason, deildastjóri bókhaldsdeildar og Andrés Ólafsson, fjármálastjóri mæta á fundinn.

Lögð fram.

2.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2014

1310061

Kynning á vinnu við fjárhagsáætlun 2014, tímarammi vegna vinnu lagður fram á fundinum.

Lagt fram til kynningar.

3.Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2013

1309004

Drög að reglum um veitingu menningarverðlauna kynnt.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá

1310065

Drög að skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum kynnt.

Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.

5.Byggðasafnið - uppbygging bátasafns

1309129

Beiðni stjórnar Byggðasafnsins í Görðum, dags. 4. október 2013, um styrk að upphæð kr. 1.000.000,- til að ráða sérfræðing til að sækja um styrki vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar bátasafns.

Vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

6.Byggðasafnið - skipulagsbreytingar

1309129

Beiðni stjórnar Byggðasafnsins í Görðum dags. 4. október 2013, um fjárveitingu til greiðslu á vinnu lögfræðings vegna breytinga á skipulagsskrá að upphæð kr. 130.000,-. Einnig er farið fram á fjárveitingu til að borga nefndarlaun vegna fundarsetu stjórnarmanna, þar sem ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins. Búið er að halda 4 fundi og 2 áætlaðir í viðbót á árinu.

Bæjarráð samþykkir útgjöld vegna lögmannskostnaðar að upphæð kr. 130.000,- Fjárhæðinni verði ráðstafað að liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.

Bæjarráð samþykkir greiðslu nefndarlauna.

7.Byggðasafnið - Starfsmannamál

1307025

Erindi Byggðasafnsins í Görðum dags. 4. október 2013, þar sem óskað er eftir að eldra starf safnvarðar verði endurskilgreint og auglýst laust til umsóknar.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við Byggðasafnið í Görðum.

8.Höfði - ráðning framkvæmdastjóra

1310071

Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra Höfða, Kjartans Kjartanssonar dags. 30.9.2013 lagður fram til samþykktar eignaraðila.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

9.Höfði - árshlutareikningur 2013

1310068

Árshlutareikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis (óendurskoðaður) fyrir 1. janúar - 30. júní 2013.

Lagður fram.

10.Höfði - hvíldarrými

1309180

Afrit af erindi Færni- og heilsumatsnefndar Vesturlands, dags. 18. september 2013 til Velferðarráðuneytisins og fylgigagn.

Lagt fram og afrit sent Höfða til kynningar.

11.Faxaflóahafnir - Umfang sjávarútvegs á faxaflóahafnasvæðinu

1308162

Bréf Faxaflóahafna dags. 18. september 2013 og skýrsla, vegna umfangs sjávarútvegs á Akranesi.

Lagt fram.

12.Fjárlagabeiðnir til Alþingis fyrir árið 2014

1309200

Forgangsröðun erinda sem bæjarráð óskar eftir að fara yfir með fjárlaganefnd.

Bæjarstjóra falið að fara fyrir fjárlaganefnd f.h. Akraneskaupstaðar.

13.Styrkur til tækjakaupa fyrir Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

1310055

Erindi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi dags. 4. október 2013, þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Akraneskaupstað til tækjakaupa skólans að upphæð kr. 2.400.000,-

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

14.Skógræktarfélag Akraness - beiðni um styrk og viðræður

1302069

Erindi Skógræktarfélags Akraness dags. 3. október 2013, þar sem óskað er eftir fjárframlagi að upphæð kr. 5.400.000,- til áhaldakaupa og ýmissa verkefna og til að halda aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður 15.-17. ágúst 2014 á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

15.Landsbyggðin lifi - styrkbeiðni

1310033

Erindi samtakanna "Landsbyggðin lifi" dags. 2. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk vegna starfemi samtakanna að upphæð kr. 100.000,-

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

16.Þingsályktunartillaga, mál nr. 44 um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindu

1309168

Tölvupóstur atvinnuveganefndar Alþingis dags. 23. september 2013, þar sem óskað er umsagnar á þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum.

Bæjarstjóra falið að gera tillögu að umsögn.

17.Stjórn Byggðasafnsins að Görðum - 3

1309012

Fundargerð stjórnar Byggðasafnsins í Görðum frá 19. september 2013.

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00