Fara í efni  

Bæjarráð

3369. fundur 14. mars 2019 kl. 08:15 - 12:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um uppbyggingu á Dalbraut 4 - þjónustumiðstöð

1806229

Lokaskýrsla starfshóps um uppbyggingu á Dalbraut 4.

Guðjón Viðar Guðjónsson formaður starfshópsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir lokaskýrsluna og þá miklu vinnu sem að baki henni liggur.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindarráðs sbr. erindisbréf starfhópsins frá 12. júlí 2018.

2.Tryggingar Akraneskaupstaðar - útboð

1811188

Útboðslýsing vegna trygginga Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

3.Vinnuskólinn 2019 - laun unglinga 14 - 16 ára

1902231

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillögu um 12,5% hækkun launataxta milli ára fyrir laun unglinga 14-16 ára. Vakin er athygli á því að hækkunin felur ekki í sér aukin útgjöld og rúmast því innan fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir tillöguna sem ber með sér að Akraneskaupstaður er þá áfram með sambærileg launakjör og samanburðarsveitarfélög en bæjarráð leggur áherslu á að fjárhagsáætlun Vinnuskólans standist líkt og verið hefur undanfarin ár undir styrkri stjórn Einars Skúlasonar rekstrarstjóra Vinnuskólans.

4.Mat á fjárfestingagetu Akraneskaupstaðar

1903128

Mat á fjárfestingagetu Akraneskaupstaðar til næstu ára.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

5.Afskriftir vegna ársins 2018

1903045

Tillaga um afskriftir vegna ársins 2018. Um er að ræða kröfur sem talið er að muni ekki greiðast vegna ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afskriftir að fjárhæð kr. 3.000.140 vegna ársins 2018.

6.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.

1612106

Rekstur Guðlaugar.

Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og Valgerður Janusdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sædísi Alexíu, Ágústu Rósu og Valgerði fyrir greinargóða og vandaða kynningu og samantekt.

Bæjarráð samþykkir hækkun á fjárhagsáætlun Guðlaugar (06570) samtals að fjárhæð 6,8 mkr. Viðbótarkostnaði verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðu Akraneskaupstaðar, sem samkvæmt fjárhagsáætlun er áætlaður alls um 416 milljónir króna.

7.Fæði starfsmanna Akraneskaupstaðar (matarmiðar)

1903141

Tillaga um hækkun á verðgildi matarmiða fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til ákvæða kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga, að verðgildi matarmiða fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar verði kr. 1.600 sem taki gildi frá 1. mars 2019.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Sjálfvirkt rafstuðtæki - hjartastuðtæki

1902245

Tillaga bæjarstjóra um kaup á hjartastuðtæki.
Bæjarráð samþykkir kaup á hjartastuðtæki, geymsluskáp fyrir tækið ásamt endurlífgunarsetti að fjárhæð kr. 300.000.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

9.Viðhaldsframkvæmdir 2019

1903144

Framgangur og staða framkvæmda við viðhald og kostnað við verkefnið.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála og Alfreð Alfreðsson umsjónarmaður fasteigna Akraneskaupstaðar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

10.Baugalundur 8 - umsókn um byggingarlóð

1903077

Umsókn Sigurðar Axels Axelssonar um byggingarlóð við Baugalund 8. Umsóknargjald hefur verið greitt og því er umsóknin tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Baugalundur 8 til umsækjanda.

11.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs- vor 2019

1811069

Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 5. mars 2019 var farið yfir umsóknir og lagt til úthlutun í þróunarsjóð skóla- og frístundssviðs.

Tillaga að úthlutun er vísað til samþykktar í bæjarráði.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
VLJ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundasviðs um úthlutun, samtals að fjárhæð 2,5 mkr.

12.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - starfsemi á Akranesi

1901155

Svarbréf Dómsmálaráðuneytisins frá 11. mars 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

13.SSV - aðalfundur 2019

1903051

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi á Hótel Hamri. Sama daga verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Hjálögð er dagskrá fundarins.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ólafur Adolfsson auk bæjarstjóra verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

14.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur 2019

1903120

Ársreikningur Faxaflóahafna 2018.
Lagt fram.

15.Samgöngumál og skil á Hvalfjarðargöngum (öryggismál)

1807053

Umsögn Vegagerðarinnar vegna ályktunar bæjarstjórnar Akraness um öryggismál í Hvalfjarðargöngum.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar ítarlegt og gott svar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Næsti fundur bæjarráðs verður miðvikudaginn 27. mars kl. 16:00 vegna málþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftlagsmál sem haldið verður 28. mars á Grand Hóteli í Reykjavík og bæjarráðsfulltrúar vilja eiga kost á að sækja.

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00