Fara í efni  

Bæjarráð

3366. fundur 24. janúar 2019 kl. 08:15 - 13:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samantekt launa í hlutfalli við tekjur sveitarfélags

1901294

Samantekt varðandi laun, launatengd gjöld og breytingar lífeyrisskuldbindinga í hlutfalli við tekjur A-hluta sveitarfélaga.

Kristjana Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Kristjönu vandaða og greinargóða samantekt.

2.Viðhaldsáætlun fasteigna Akraneskaupstaðar

1901289

Viðhaldsáætlun fasteigna Akraneskaupstaðar.

Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og Jón Ólafsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Alfreð og Jóni fyrir yfirferðina og vandað og greinargott skjal um viðhaldsáætlun fasteigna Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð telur mikilvægt að áætlunin sé vel kynnt forstöðumönnum Akraneskaupstaðar og að fagráðin verði upplýst reglubundið um framvindu áætlunarinnar.

3.Reglur 2019 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

1901180

Tillögur fjármáladeildar um afslátt fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þorgeiri Hafsteini fyrir yfirferðina.

Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt fasteignagjalda til elli- og örorkulífsþega Akraneskaupstaðar á árinu 2019.

4.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Ákvörðun bæjarráðs um næstu skref verkefnisins um styttingu vinnuvikunar.
Bæjarráð frestar alfarið verkefninu um styttingu vinnuvikunar á árinu 2019 en ekki var talið rými til að veita fyrirhuguðu fjármagni að fjárhæð 12,5 mkr. til verkefnisins í fjárhagsáætlunarvinnu ársins. Verkefnið skal endurskoðað samhliða fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2020 og með hliðsjón af niðurstöðu kjarasamningsviðræðna aðila vinnumarkaðarins.

Bæjarráð telur ekki heppilegt að einstaka stofnanir Akraneskaupstaðar fari fram með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar sem eðli máls samkvæmt eru forsendur mismunandi eftir eðli starfsemi á hverjum vinnustað og án viðbótarfjármagns eiga sumir vinnustaðir aldrei raunverulegan kost á því.

Félagsvísindastofnun mun einnig skila skýrslu um þátttöku ríkisins í verkefninu og skila lokaúttekt í sumar sem verður án efa gott innlegg í áframhaldandi þróun á verkefninu, samhliða þeirri reynslu sem þegar liggur fyrir hjá sveitarfélögum vegna þeirra tilraunaverkefna sem þar hafa staðið yfir.

5.Verklagsreglur um stofnun starfshópa

1901287

Drög að reglum um stofnun starfshópa hjá Akraneskaupstað.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og yfirmaður þjónustudeildar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram og afgreiðsla málsins frestað til næsta fundar.

6.Starfsemi Sýslumannsins á Vesturlandi á Akranesi

1901155

Drög að bréfi til dómsmálaráðherra um eflingu á starfsemi Sýslumannsins á Akranesi.
Bæjarráð ítrekar alvarlegar athugasemdir sínar við þjónustustig sýsluskrifstofunnar á Akranesi vegna skorts á viðveru löglærðs fulltrúa og felur bæjarstjóra að koma á framfæri við dómsmálaráðherra meðfylgjandi erindi bæjarráðs þess efnis.

Bæjarráð telur óásættanlegt með öllu að íbúar á Akranesi, sem telja nær helming allra íbúa á Vesturlandi, þurfi að sæta því að eiga einungis aðgang að löglærðum fulltrúa á sýsluskrifstofunni einn dag í viku hverri og ef sá dagur fellur niður þurfa íbúar jafnvel að bíða í tvær vikur eftir að eiga kost á að hitta löglærðan fulltrúa. Bæjarráð krefst tafarlausra úrbóta.

7.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar.

1801118

Á 96. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 16. janúar sl. var fjallað reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar, grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.

Samþykkt var að leggja til við bæjarráð að hækka grunnupphæð fjárhagsaðstoðar á árinu 2019 um 2,9%.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið sem gert var ráð fyrir í fjárhgasáætlun ársins.

8.Innritun í leikskóla 2019

1901191

Meirihluti skóla- og frístundaráðs leggur til að börnum fæddum janúar og til og með maí 2018 verði boðið leikskóladvöl í leikskólum í ágúst 2019. Ráðið óskar eftir því að hafinn verði undirbúningur að viðbótarhúsnæði við einn leikskóla til þess að mæta þeim fjölda plássa sem í boði verða. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og fulltrúa Framsóknar og frjálsra gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Skóla- og frístundaráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísar málinu á ný til skóla- og frístundaráðs með þeirri ósk að frekari kostnaðargreiningar liggi fyrir um fjárhagsleg áhrif ákvörðunarinnar. Sérstaklega verði hugað að því að greindur verði kostnaður vegna þarfa á aukabúnaði, bættu útisvæði og bættri aðstöðu starfsmanna sem aukið hlutfall yngri barna á leikskóla kallar á.

9.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018 - Gallup

1810222

Niðurstöður könnunar Gallup um þjónustu sveitarfélaga.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og yfirmaður þjónustudeildar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Sædís Alexíu fyrir yfirferðina og fagnar staðfestingu þjónustukönnunarinnar á því góða starfi sem unnið er á stofnunum Akraneskaupstaðar við veitingu þjónustu til íbúa á Akranesi.

Bæjarráð óskar eftir að könnunin verði kynnt fyrir starfsmönnum Akraneskaupstaðar og íbúum með það að markmiði að gera gott starf ennþá betra.

10.Húsfélagaþjónustan - samningur 2019

1810101

Á 93. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 5. desember sl. var fjallað um drög að þjónustusamning við Húsfélagaþjónstuna ehf. um heimilisþrif í tengslum við félagslega heimaþjónustu/stuðningsþjónustu.

Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár verið með þjónustusamning við Húsfélagaþjónstuna ehf. um heimilisþrif í tengslum við félagslega heimaþjónustu. Samstarfið hefur gengið vel og er vilji af beggja hálfu til að halda því samstarfi áfram. Núverandi samningur rennur út í lok árs 2018. Í drögum að nýjum samningi liggja fyrir nokkrar breytingar m.a. orðalag í ljósi breytinga á lögum um félagsþjónustu.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

11.Eignarhaldsfélagið Spölur hf. - hluthafafundur

1901159

Boð til hluthafafundar í Eignarhaldsfélaginu Speli hf. sem haldinn verður á Gamla kaupfélaginu þann 25. janúar næstkomandi kl. 14:00.
Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 13:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00