Fara í efni  

Bæjarráð

3364. fundur 21. desember 2018 kl. 09:00 - 11:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

443. mál til umsagnar - tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

417. mál til umsagnar - frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Lagt fram.

2.Uppsagnir hjá Norðurál

1811205

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar forstjóra Norðuráls fyrir komuna og þær upplýsingar sem veittar voru um rekstrarumhverfi fyrirtækisins.

Sævar Freyr Þráinsson víkur af fundi og tekur ekki þátt í umræðum um aðra dagskrárliði.

3.Reiðskemma - v/lands í eigu Þorgeirs og Helga/Smellinn/BM Vallá

1806246

Umræða um kaup á landi vegna byggingu reiðskemmu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við skiptastjóra þrotabús Smellinn hf. um kaup á landi í eigu lögaðilans sem úrskurðaður var gjaldþrota 3. september 2010. Um er að ræða 30.000 fermetra land en fyrirhugað er að reisa reiðskemmu Hestamannafélagsins Dreyra á svæðinu.

Málið komi á ný til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs er samningsdrög liggja fyrir.

4.Bjarkarhlíð - beiðni um stuðning

1812110

Styrkbeiðni frá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu að þessu sinni en fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness þann 11. desember síðastliðinn.

5.Gamla Kaupfélagið - tækifærisleyfi 2018

1801234

Umsagnarbeiðni vegna lengri opnunar 26.12.2018 og 01.01.2019 á Gamla Kaupfélaginu.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

6.Suðurgata 124 - beiðni um að Akraneskaupstaður kaupi húsnæði

1812129

Akraneskaupstað stendur til boða að kaupa fasteignina Suðurgötu 124.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

7.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Breyting á viðauka nr. 5.
Bæjarráð samþykkir breytingar á viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð óskar öllum Skagamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00