Fara í efni  

Bæjarráð

3362. fundur 06. desember 2018 kl. 08:15 - 10:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Almennar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ)

1811035

Brynja Hússjóður ÖBÍ sækir um vilyrði fyrir stofnframlagi til Akraneskaupstaðar vegna kaupa á fimm 2ja herbergja íbúðum.
Bæjarráð samþykkir að veita Brynju Hússjóði Öryrkjabandalagsins stofnframlag, samtals að fjárhæð 18,0 mkr. á árinu 2019,samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um stofnframlög frá árinu 2016.

Brynja Hússjóður áætlar að kaupa fimm tveggja herbergja íbúðir og áætlað heildarkaupverð er 150 mkr. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af áætluðu kaupverði eða 18,0 mkr. og veitt með því skilyrði að endurgreiðsla fari fram þegar lán sem tekin hafa verið til að standa undir fjármögnun íbúðanna hafa verið greidd upp.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2019 og vegna tímabilsins 2020 til og með 2022.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Andrés Ólafsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2019 og vegna tímabilsins 2020 til og með 2022.

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir kr. 1.121.848.890 í fjárfestingu og kr. 132.000.000 í gjaldfærðar framkvæmdir á árinu 2019. Heildarfjárhæð fjárfesta- og framkvæmdáætlunar á tímabilinu 2020 til og með 2022 er kr. 1.864.996.962.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

3.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2019 milli umræðana í bæjarstjórn Akraness.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Andrés Ólafsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019 og vegna tímabilsins 2020 til og með 2022 ásamt tillögum og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

4.Lóðaleigusamningar Akraneskaupstaðar

1811134

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að 9. gr. lóðaleigusamninga verði breytt með eftirfarandi hætti:

Núverandi grein:
9.0 Ákveði bæjarstjórn að leigutíma loknum að endurnýja ekki leigusamninginn ber að greiða sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati.

Breytt grein verður:
9.0 Ákveði bæjarstjórn að leigutíma loknum að endurnýja ekki leigusamninginn ber Akraneskaupstað að greiða sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati. Ekki skal greitt fyrir ónýttan byggingarrétt. Ennfremur er Akraneskaupstað heimilt að leysa til sín lóðina í heild hvenær sem er á samningstímabilinu ef nauðsynlegt er vegna breytinga á skipulagi eða til almannaþarfa. Greiða skal sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati. Ekki skal greitt fyrir ónýttan byggingarrétt.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfissráðs um breytingar á 9. gr. fyrirliggjandi lóðarleigusamninga sem tekur bæði til nýrra lóðarleigusamninga og endurnýjaðra lóðarleigusamninga að loknum leigutíma. Samningarnir fela þá í sér almenna reglu um 50 ára leigutíma og komi til þess að Akraneskaupstaður þurfi að leysa til sín lóð vegna breytinga á skipulagi eða að almenningsþörf krefji er lóðarhafa hverju sinni tryggt sannvirði fyrir hús og mannvirki sem á lóðinni standa.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.Múrbrjótur 2018 - viðurkenning Þroskahjálpar í réttindamálum fatlaðs fólks

1812030

Frístundamiðstöðin Þorpið og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg fengu viðurkenninguna Múrbrjótinn 2018 þann 3. desember síðastliðinn en sá dagur er Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks.

Viðurkenningin er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar og fengu Þorpið og Ruth, viðurkenninguna fyrir að þróa tómstundastarf með margbreytilegum hópum sem byggir á samvinnu þar sem allir geta tekið virkna þátt, tileinkað sér nýja þekkingu og öðlast sjónarhorn.
Bæjarráð óskar starfsmönnum Þorpsins og Ruth Jörgensen Rauterberg innilega til hamingju með viðurkenninguna og færir þeim bestu þakkir fyrir hið frábæra starf sem innt er af hendi á hverjum starfsdegi Þorpsins.

6.Málefni Höfða - framgangur erinda til stjórnvalda

1812032

Framkvæmdastjóri Höfða hefur ítrekað sent erindi til velferðarráðuneytisins varðandi bætta nýtingu á húsnæði heimilsins með fjölgun hjúkrunarrýma og fjölgun og breytingu á dagdvalarrýmum.

Erindunum hefur ekki verið svarað.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra og fylgja erindum framkvæmdastjóra Höfða eftir og knýja á um svör.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00