Fara í efni  

Bæjarráð

3353. fundur 24. september 2018 kl. 08:15 - 10:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

60. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 10. september 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Frístundamiðstöð / golfskáli við Garðavöll

1609101

Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins á fundi sínum þann 30. ágúst síðastliðinn. Málið er því lagt fyrir að nýju.

Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri og Þórður Emil Ólafsson formaður stjórnar mættu á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn GL um kaup á vélaskemmu í samræmi við fasteignamat. Ráðstöfuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Seljuskógar 2-4 - Umsókn um byggingarlóð

1809155

Umsókn Þorvaldar Þorvaldssonar um byggingarlóð við Seljuskóga 2-4. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

4.Tónlistarskólinn - samstarfssamningur (+ fleiri samningar)

1705014

Staða samningaviðræðna kynnt.
Bæjarstjóri kynnti efnislega niðurstöðu viðræðna samningsaðila um áframhaldandi samstarf um rekstur Tónlistarskóla Akraness (TOSKA) en á breyttum kostnaðargrunni.

Bæjarstjóra falið að ganga frá og undirrita samning um TOSKA með hefðbundnum fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

5.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

1807099

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin þann 11. og 12. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs ásamt bæjarstjóra sæki ráðstefnuna sem og þeir bæjarfulltrúar sem þess óska.

6.Fasteignamat 2019

1808303

Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2019.
Lagt fram.
Bæjaryfirvöld hafa til skoðunar hvernig horfa eigi til hækkaðs fasteignamats í tekjuforsendum fjárhagsáætlunargerðar líkt og gert var árið 2017.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

7.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Beiðni starfshóps um frest á að skila inn tillögu um framtíðaruppbyggingu a Jaðarsbökkum.
Bæjarráð samþykkir að lokaskil á tillögum um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum verði í nóvember 2018.

8.Lokun VÍS á útibúum á landsbyggðinni

1809165

VÍS hefur kynnt ákvörðun um að loka útibúum víða á landsbyggðinni.
Bæjarráð harmar og mótmælir kröftuglega ákvörðun VÍS um lokun starfsstöðva félagsins á landsbyggðinni og skorar á fyrirtækið að endurskoða afstöðu sína.
Næsti fundur bæjarráðs verður 4. október kl. 08:15 en reglulegur fundur bæjarráðs, sem fyrirhugaðar var þann 27. september, fellur niður vegna þátttöku bæjarfulltrúa á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri dagna 27. og 28. september.

Fundi slitið - kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00